Rótleysið eykst með degi hverjum 12. október 2004 00:01 Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira