50 ára íbúð í Vesturbænum 19. október 2004 00:01 Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Ólafur Gunnar Guðlaugsson vílar ekki fyrir sér að taka til hendinni og hefur nýlokið við að taka í gegn frá grunni gamla íbúð á Kvisthaganum. Framkvæmdirnar tóku Ólaf Gunnar rúman mánuð en hann naut reyndar aðstoðar vina og vandamanna þótt mest hafi hann gert sjálfur. "Það er nú heldur ekki allt búið enn," segir Ólafur. "En við erum að minnsta kosti flutt inn. Húsið er 50 ára gamalt og við vorum raunar að yngja upp, áður vorum við í 120 ára gamalli íbúð. Þessi var í algjöru messi, það þurfti bókstaflega að taka allt út úr henni, og þá meina ég allt," segir Ólafur Gunnar með áherslu. "Það sem stóð eftir voru berir veggir og gólf, íbúðin var nánast fokheld. Það þurfti að endurnýja rafmagn, sparsla og mála, brjóta niður veggi og setja upp nýja, fylla upp í dyraop og búa til ný, leggja á gólfin og kaupa allar innréttingar." En hvað kom til að Ólafur festi kaup á íbúð sem svona mikið þurfti að gera við? "Þetta eru æskustöðvarnar," segir Ólafur Gunnar, "og draumastaðurinn. Við fengum líka fínt verð fyrir gömlu íbúðina þannig að við höfðum peninga í framkvæmdirnar. Ég mæli ekki með því að menn geri þetta af litlum efnum, en ef til eru peningar fyrir þessu þá er þetta ólýsanlega skemmtilegt." Ólafur Gunnar segir svona miklar framkvæmdir vissulega geta kallað á meira eins og til dæmis ný húsgögn. "Við erum þegar búin að panta nýjan sófa og erum svona að byrjað að skipta út. Þetta er ekki nærri búið."Veggir voru brotnir niður og nýir reistir og búin til borðstofa.Mynd/VilhelmBaðherbergið var rústir einar þegar búið var að hreinsa þar út. Nú er baðið hið glæsilegasta.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmÓlafur Gunnar Guðlaugsson stóð í ströngu þegar hann gerði upp húsið sitt á Kvisthaganum.Mynd/VilhelmFramkvæmdir standa enn yfir í eldhúsinu, en þar var allt illa farið og gamaldags. Eldhúsið er nú óðum að fá nýjan og flottan svip.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira