Nóbel Halldórs var umdeildur 20. október 2004 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira