Fimmtán hendur á loft 21. október 2004 00:01 Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Gjörvöll borgarstjórn Reykjavíkur var sammála á fundi sínum á þriðjudag og heyrir það til sérstakra tíðinda þar sem yfirleitt er gjá, jafnvel hyldjúp, á milli andstæðra fylkinga á þeim bænum. Borgarfulltrúarnir fimmtán greiddu allir sem einn atkvæði með tillögu um áskorun til ríkisstjórnarinnar um að vinna í góðu samstarfi við sveitarfélögin að því að efla tekjustofna þeirra. Upphaflega bar Margrét Sverrisdóttir, Frjálslynda flokknum og óháðum, tillöguna fram en Árna Þór Sigurðssyni, Reykjavíkurlistanum, þótti ástæða til að umorða hana og í kjölfar þess var hún samþykkt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, segir það koma fyrir nokkrum sinnum að allir séu sammála í borgarstjórn og rifjar upp að fyrir um tveimur árum hafi meiri- og minnihluti samþykkt tvær tillögur hans sjálfs, annars vegar um opnun sjóminjasafns í borginni og hins vegar um að borgin félli frá kauprétti á félagslegum íbúðum á fyrir fram ákveðnu verði. Í staðinn fá seljendur markaðsverð fyrir íbúðirnar. "Það er nú ekki alltaf bullandi ágreiningur," segir Vilhjálmur og bendir að auki á að innan nefnda og ráða borgarinnar, t.d. í borgarráði, séu mál oft afgreidd einróma. Engu að síður heyrir til undantekninga að mál séu afgreidd með fimmtán samhljóða atkvæðum í borgarstjórninni sjálfri og þurfti Vilhjálmur t.d. að fara tvö ár aftur í tímann til að rifja upp það skipti sem það gerðist síðast. En ekki eru allir alltaf á móti, oft kjósa stjórnarandstæðingar að sitja hjá. "Við gerum það þegar þurfa þykir, t.d. í málum sem varða fjármál, þau eru þá algjörlega á ábyrgð meirihlutans. Þetta tíðkaðist líka þegar við sjálfstæðismenn vorum í meirihluta, þá sat minnihlutinn oft hjá," segir borgarfulltrúinn.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira