Bara bensín - skilar litlu 4. nóvember 2004 00:01 Lítið sem ekkert hefur dregið úr smásölu á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs þrátt fyrir hvatningu til fólks um að kaupa ekki annað en bensín á stöðvunum og láta aðrar vörur vera. Slík hvatning hefur gengið manna á milli í tölvupósti síðustu daga og farið víða. Er hún viðbrögð við samráði olíufélaganna. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins virðist almenningur halda fast í venjur sínar og svo er að sjá að fáir hafi hlýtt kallinu um að kaupa bara bensín. Svör starfsfólks bensínstöðva voru flest á einn veg; hér er allt við það sama. Einstaka starfsmaður sagði þó að eitthvað hefði dregið úr sælgætissölunni og einn minntist á að sólgleraugnasalan hefði hrunið. Kenndi hann frekar tíðinni en hvatningunni um. Það kom raunar mörgum bensínafgreiðslumönnum á óvart hve lítil áhrif hvatningin hefur haft og sýnir það enn og aftur að Íslendingar eru latir við að mótmæla, þó þeir telji á sér brotið. Borið hefur á að svonefndir viðskiptavinir bensínstöðvanna séu ekki meiri vinir þeirra en svo að þeir hafi hreytt hnjóðsyrðum í starfsfólk og jafnvel kallað það ölllum illum nöfnum. Hefur það vitaskuld farið fyrir brjóstið á viðkomandi enda alsaklaust fólk á ferðinni. Það voru jú forstjórarnir og næstráðendur sem stóðu í samráðinu en ekki fólkið á dælunum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lítið sem ekkert hefur dregið úr smásölu á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs þrátt fyrir hvatningu til fólks um að kaupa ekki annað en bensín á stöðvunum og láta aðrar vörur vera. Slík hvatning hefur gengið manna á milli í tölvupósti síðustu daga og farið víða. Er hún viðbrögð við samráði olíufélaganna. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins virðist almenningur halda fast í venjur sínar og svo er að sjá að fáir hafi hlýtt kallinu um að kaupa bara bensín. Svör starfsfólks bensínstöðva voru flest á einn veg; hér er allt við það sama. Einstaka starfsmaður sagði þó að eitthvað hefði dregið úr sælgætissölunni og einn minntist á að sólgleraugnasalan hefði hrunið. Kenndi hann frekar tíðinni en hvatningunni um. Það kom raunar mörgum bensínafgreiðslumönnum á óvart hve lítil áhrif hvatningin hefur haft og sýnir það enn og aftur að Íslendingar eru latir við að mótmæla, þó þeir telji á sér brotið. Borið hefur á að svonefndir viðskiptavinir bensínstöðvanna séu ekki meiri vinir þeirra en svo að þeir hafi hreytt hnjóðsyrðum í starfsfólk og jafnvel kallað það ölllum illum nöfnum. Hefur það vitaskuld farið fyrir brjóstið á viðkomandi enda alsaklaust fólk á ferðinni. Það voru jú forstjórarnir og næstráðendur sem stóðu í samráðinu en ekki fólkið á dælunum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira