Forstjórarnir njóta enn trausts 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna virðast enn njóta trausts í viðskiptalífinu, ef miðað er við þau störf sem þeir gegna þar, og gildir áfellisdómur Samkeppnisstofnunar einu. Mikil reiði ríkir í samfélaginu í garð þeirra sem fóru með völdin í olíufélögunum þremur, Olís, Essó og Skeljungi, á þeim tíma sem Samkeppnisstofnun telur víðtækt samráð hafa hamlað eðlilegri samkeppni. Hvar eru þessir herramenn nú? Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, sem samkvæmt skýrslunni átti frumkvæði að nánu samráði olíufélaganna, er í dag stjórnarformaður Straums fjárfestingarbanka. Þar á hann sjálfur og fjölskylda hans stóran hlut. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður úr Eyjum, á ellefu prósent í Straumi. Hann sagði í samtali við fréttastofu að hann væri mjög sáttur við Kristinn sem væri öflugur og flottur maður. Kristinn var studdur til stjórnarformennsku í bankanum af öðrum hluthöfum, þar á meðal Burðarási sem er að stórum hluta í eigu Landsbankans. Þá erum við komin að öðrum forstjóra, Einari Benediktssyni. Hann er einn helsti eigandi Olís í dag en hann var starfsmaður á tíma samráðs. Hann er sá eini af samráðsforstjórunum sem enn starfar í geiranum. Einar situr í bankaráði Landsbankans. Ekki náðist í formann bankaráðsins í dag. Rétt er að staldra aðeins við hér því þeir Einar og Kristinn sitja báðir í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um hæfisskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis [. . .] mega ekki hafa sýnt af sér háttsemi sem gefur tilefni til að ætla að þeir misnoti aðstöðu sína eða skaði fyrirtækið.“ Fjármálaeftirlitinu er falið að meta hvort menn uppfylli þessi skilyrði og sinni því hlutverki að eigin frumkvæði. Þá er eftir Geir Magnússon sem var forstjóri Essó þann tíma sem umfjöllun Samkeppnisstofnun nær til. Hann fékk ágætan starfslokasamning og er nú kominn á eftirlaun. Ekkert í samningnum firrir hann hins vegar ábyrgð. Olíufélögin hafa öll skipt um eigendur frá tímum samráðs. Nýir eigendur Skeljungs og Essó segja málið skelfilegt og slæmt að það bitni á þeim. Enn eru þó ýmsir starfsmenn enn hjá félögunum sem nefndir eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Þar á meðal er Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, sem var aðstoðarforstjóri. Stjórnarformaður Skeljungs ítrekaði í samtali við fréttastofu að hann bæri traust til Gunnars og sagði slæmt að forstjórarnir þrír, sem margnefndir hafa verið, komi ekki fram og standi fyrir máli sínu.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira