Thomas situr í stjórn Símans 13. október 2005 14:56 Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sem átti stóran þátt í verðsamráði olíufélaganna samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs, situr nú í stjórn Símans og er stjórnarformaður Iceland Naturally. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði Thomas í stjórn Símans í mars á þessu ári þrátt fyrir að hann hafi vikið úr stjórninni hálfu ári fyrr vegna rannsóknar Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna og umfjöllunar í fjölmiðlum um aðild hans að málinu. Í starfi sínu tók Thomas meðal annars þátt í verðsamráði gegn Símanum. Thomas var skipaður formaður stjórnar Iceland Naturally í júní í fyrra af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Iceland Naturally er samstarfsvettvangur ríkisins og fyrirtækja við að koma íslenskri vöru og þjónustu á framfæri í Bandaríkjunum. Flugleiðir eru meðal þátttakenda í samstarfinu. Fyrirtækið var eitt af þeim fyrirtækjum sem varð fyrir barðinu á verðsamráði olíufélaganna. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að samningur um Iceland Naturally klárist um áramótin og það sé ekki búið að taka afstöðu til þess hvernig ný stjórn verði skipuð. Thomas hafi vikið úr stjórn Símans þegar málið kom upp í fyrra. Hann verði núna að taka ákvörðun um það sjálfur hvort hann sitji áfram í stjórnum á vegum hins opinbera. Ekki verði gripið til ráðstafana af hálfu ráðherrans. Bergþór segir að Thomas hafi vikið sæti í fyrra til að fyrirbyggja að það yrði órói í kringum störf hans í stjórn Símans. Aðspurður hvort sá órói sé ekki enn til staðar eftir að niðurstaða samkeppnisráðs liggur fyrir vísaði Bergþór á Thomas, hann yrði að svara því sjálfur. Hvorki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra né Thomas Möller í gær. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Thomas Möller, fyrrverandi markaðsstjóri Olís, sem átti stóran þátt í verðsamráði olíufélaganna samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs, situr nú í stjórn Símans og er stjórnarformaður Iceland Naturally. Geir H. Haarde fjármálaráðherra skipaði Thomas í stjórn Símans í mars á þessu ári þrátt fyrir að hann hafi vikið úr stjórninni hálfu ári fyrr vegna rannsóknar Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna og umfjöllunar í fjölmiðlum um aðild hans að málinu. Í starfi sínu tók Thomas meðal annars þátt í verðsamráði gegn Símanum. Thomas var skipaður formaður stjórnar Iceland Naturally í júní í fyrra af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Iceland Naturally er samstarfsvettvangur ríkisins og fyrirtækja við að koma íslenskri vöru og þjónustu á framfæri í Bandaríkjunum. Flugleiðir eru meðal þátttakenda í samstarfinu. Fyrirtækið var eitt af þeim fyrirtækjum sem varð fyrir barðinu á verðsamráði olíufélaganna. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að samningur um Iceland Naturally klárist um áramótin og það sé ekki búið að taka afstöðu til þess hvernig ný stjórn verði skipuð. Thomas hafi vikið úr stjórn Símans þegar málið kom upp í fyrra. Hann verði núna að taka ákvörðun um það sjálfur hvort hann sitji áfram í stjórnum á vegum hins opinbera. Ekki verði gripið til ráðstafana af hálfu ráðherrans. Bergþór segir að Thomas hafi vikið sæti í fyrra til að fyrirbyggja að það yrði órói í kringum störf hans í stjórn Símans. Aðspurður hvort sá órói sé ekki enn til staðar eftir að niðurstaða samkeppnisráðs liggur fyrir vísaði Bergþór á Thomas, hann yrði að svara því sjálfur. Hvorki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra né Thomas Möller í gær.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira