Forstjóri Olís biðst afsökunar 17. október 2005 23:41 Einar Benediktsson, forstjóri Olís, biður viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félagsins, í tilkynningu sem send var rétt í þessu. Hann segir félagið, og hann sjálfan sem forstjóra þess, munu axla þá ábyrgð sem réttarkerfi landsins ákvarðar. Í tilkynningunni segir orðrétt:„Olíuverzlun Íslands hf. og viðkomandi stjórnendur biðja viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því, sem miður hefur farið í starfsemi félagsins. Félagið hefur hins vegar margar athugasemdir við skýrslu Samkeppnisstofnunar og telur nauðsynlegt að fá skorið úr um málið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og ef þörf krefur fyrir dómstólum landsins.Sú erfiða ákvörðun var tekin innan félagsins, að tjá sig ekki að sinni í fjölmiðlum um skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Augljóslega skaðar það félagið í þeirri umræðu, sem nú fer fram. Ástæðan er sú að málið er einnig til rannsóknar hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Stjórnendur félagsins reyndu á fundum með starfsmönnum Samkeppnisstofnunar að upplýsa málið. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar völdu hins vegar þá leið í skýrslu sinni að gera hlut olíufélaganna og starfsmanna þeirra enn verri, en efni standa til og í mörgum tilfellum, að því er virðist, draga vísvitandi rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum. Þátttaka í opinberri umfjöllun nú er félaginu og stjórnendum þess ómöguleg, þar sem slíkt gæti skaðað réttarstöðu félagsins og einstaklinga á síðari stigum.Ég bið um þolinmæði viðskiptavina og annarra landsmanna til að bíða með endanlegan dóm, þar til málið hefur fengið umfjöllun í réttarkerfi landsins. Félagið og ég sem forstjóri þess mun axla þá ábyrgð, sem réttarkerfi landsins ákvarðar.Einar Benediktsson“ Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Einar Benediktsson, forstjóri Olís, biður viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félagsins, í tilkynningu sem send var rétt í þessu. Hann segir félagið, og hann sjálfan sem forstjóra þess, munu axla þá ábyrgð sem réttarkerfi landsins ákvarðar. Í tilkynningunni segir orðrétt:„Olíuverzlun Íslands hf. og viðkomandi stjórnendur biðja viðskiptavini félagsins og aðra landsmenn afsökunar á því, sem miður hefur farið í starfsemi félagsins. Félagið hefur hins vegar margar athugasemdir við skýrslu Samkeppnisstofnunar og telur nauðsynlegt að fá skorið úr um málið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og ef þörf krefur fyrir dómstólum landsins.Sú erfiða ákvörðun var tekin innan félagsins, að tjá sig ekki að sinni í fjölmiðlum um skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Augljóslega skaðar það félagið í þeirri umræðu, sem nú fer fram. Ástæðan er sú að málið er einnig til rannsóknar hjá embætti Ríkislögreglustjóra.Stjórnendur félagsins reyndu á fundum með starfsmönnum Samkeppnisstofnunar að upplýsa málið. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar völdu hins vegar þá leið í skýrslu sinni að gera hlut olíufélaganna og starfsmanna þeirra enn verri, en efni standa til og í mörgum tilfellum, að því er virðist, draga vísvitandi rangar ályktanir í einstökum efnisatriðum. Þátttaka í opinberri umfjöllun nú er félaginu og stjórnendum þess ómöguleg, þar sem slíkt gæti skaðað réttarstöðu félagsins og einstaklinga á síðari stigum.Ég bið um þolinmæði viðskiptavina og annarra landsmanna til að bíða með endanlegan dóm, þar til málið hefur fengið umfjöllun í réttarkerfi landsins. Félagið og ég sem forstjóri þess mun axla þá ábyrgð, sem réttarkerfi landsins ákvarðar.Einar Benediktsson“
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira