Lög sett á verkfallið 11. nóvember 2004 00:01 Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira