Gæti farið á báða vegu 28. nóvember 2004 00:01 Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Kosið verður um hann næstu þrjá daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, segir andrúmsloftið þyngra í kringum samninginn en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara: "Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðardóms hangandi yfir sér." Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki ánægt með samninginn en nokkur veigamikil atriði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óánægjan snúi að því sem verði í launaumslaginu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. "Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að það verði margir búnir að kjósa fyrr en á miðvikudag, síðasta daginn," segir Guðlaug: "Staðan er óvenjuleg því fólk hefur talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda." Ólafur á von á góðri kosningu hjá kennurum nú sem áður: "Hugsanlega verða það einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðardómurinn," segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: "Þó er það félagsmanna að ákveða það." Undir það tekur Guðlaug og segir: "Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. desember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira