Jólaþröstur hjá Frank Michelsen 23. desember 2004 00:01 Skógarþröstur brá sér í heimsókn í verslun Frank Michelsen við Laugaveg í gær. Frank Ú. Michelsen úrsmíðameistari segir að "jólaboðinn" hafi komið fljúgandi inn úr myrkrinu "til að hlýja sér í jólailminum, birtunni og litagleðinni" rétt rúmlega níu í gærmorgun þegar nýbúið var að opna verslunina. "Hann settist upp á eina myndbandstökuvélina sem ég er með í tengslum við þjófavarnakerfið og sat þar smástund, svo settist hann í blóm og var þar svolitla stund, fór loks niður á gólf og spásseraði inn í herbergi þar sem ég er með betri stofu, svokallað Rolex herbergi. Þar var hann smá stund. Svo labbaði hann út eins og fínn maður," segir Frank. Starfsmenn verslunarinnar vildu ekki styggja fuglinn og leyfðu honum bara að njóta hitans. "Þetta var svo skemmtilegt og gaman að sjá, ekki síst þegar hann settist í blómið. Hann sat þar bara rólegur og yljaði sér. Manni varð hlýtt í hjartanu við sjónina," segir Frank. Innlent Jól Menning Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Frá ljósanna hásal Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin
Skógarþröstur brá sér í heimsókn í verslun Frank Michelsen við Laugaveg í gær. Frank Ú. Michelsen úrsmíðameistari segir að "jólaboðinn" hafi komið fljúgandi inn úr myrkrinu "til að hlýja sér í jólailminum, birtunni og litagleðinni" rétt rúmlega níu í gærmorgun þegar nýbúið var að opna verslunina. "Hann settist upp á eina myndbandstökuvélina sem ég er með í tengslum við þjófavarnakerfið og sat þar smástund, svo settist hann í blóm og var þar svolitla stund, fór loks niður á gólf og spásseraði inn í herbergi þar sem ég er með betri stofu, svokallað Rolex herbergi. Þar var hann smá stund. Svo labbaði hann út eins og fínn maður," segir Frank. Starfsmenn verslunarinnar vildu ekki styggja fuglinn og leyfðu honum bara að njóta hitans. "Þetta var svo skemmtilegt og gaman að sjá, ekki síst þegar hann settist í blómið. Hann sat þar bara rólegur og yljaði sér. Manni varð hlýtt í hjartanu við sjónina," segir Frank.
Innlent Jól Menning Mest lesið Nauðsynlegt að prófa og leika sér Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Frá ljósanna hásal Jól Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Átjánda piparkökuhúsakeppni Kötlu Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Jól Bráðum koma blessuð jólin Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin