Örar breytingar á fasteignamarkaði 3. nóvember 2005 06:00 Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Þeir eru til sem kenna Íbúðalánasjóði og þá einkum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum á síðasta ári (sem raunar leiddi af sér 1 prósent lækkun á langtímavöxtum) um þensluna í hagkerfinu. Það er að mínu mati mikil einföldun. Líklegt er að breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs sumarið 2004, breytt eignarhald bankanna og aukinn styrkur þeirra hafi flýtt fyrir þeirri þróun að bankar og sparisjóðir buðu upp á íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004. Ljóst er að þeir voru misvel undir samkeppnina búnir en í ljósi yfirlýsinga banka og sparisjóða um mikilvægi útlána með fasteignaveði fyrir eignasafn þeirra og heildstæða þjónustu við viðskiptavini sína var ekki spurning um hvort heldur hvenær bankar og sparisjóðir gerðu sig gildandi á íbúðalánamarkaði. Í þessu sambandi má minna á að ríkisstjórnin fyrirhugaði að innleiða 90 prósent húsnæðislán ÍLS í áföngum á kjörtímabilinu sem breyttist við innkomu banka og sparisjóða á markaðinn. Það er því ljóst að ábyrgð banka og sparisjóða sem riðu á vaðið, með lán umfram þau hámörk sem ÍLS hafði sett sér, er mikil í þróun fasteignaverðs síðustu missera. Því til stuðnings má benda á að útlán Íbúðalánasjóðs í fyrra voru um 70 til 80 milljarðar króna sem er í takti við útlán sjóðsins undanfarin ár. Samtímis hafa útlán bankanna vegna húsnæðislána verið á bilinu 260 til 280 milljarðar króna. Sá málflutningur að Íbúðalánasjóður beri mesta ábyrgð á því að hér fari verðbólgan hækkandi er því hæpin. Eflaust á sjóðurinn sinn þátt í því en það verður hver að taka það sem hann á í þessum efnum og þar eru bankar og sparisjóðir engin undantekning. Hin mikla hækkun fasteignaverðs er að öllum líkindum skammtímaáhrif vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á íbúðalánamarkaði. Til lengri tíma litið mun markaðurinn leita jafnvægis líkt og í þeim ríkjum sem við miðum okkur við. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjum er að einstaklingum virðist hafa verið hleypt of langt í útlánum bankanna í stríði þeirra við Íbúðalánasjóð. Því miður styðja tölur Ráðgjafastofu heimilanna um aukin vanskil fólks það. Ég hef hvatt fólk til að fara varlega í lántökum en því miður hefur það orðið svo að margir hafa notað þessi auknu húsnæðislán í beina neyslu. Hætt er við að timburmennirnir verði harkalegir hjá mörgum en vonandi fer fólk að staldra við og láta skynsemina ráða. Lánastofnanir virðast einnig vera að taka við sér og fagna ég því að Landsbankinn er búinn að lækka lánshlutfall sitt og grípur hann til þeirra aðgerða til að draga úr hættu á því að viðskiptavinir bankans lendi í þeirri stöðu að lán þeirra verði hærri en markaðsverðmæti eignarinnar. Vonandi mun markaðurinn fljótlega ná jafnvægi og hafa hjaðnandi áhrif á verðbólguna. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar