HK sterkara á endasprettinum en Afturelding 9. nóvember 2005 07:00 Hornamaðurinn Brynjar Valsteinsson fór mikinn í HK-liðinu í gær og dró vagninn lengstum fyrir liðið gegn Aftureldingu. Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum. Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum.
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira