Reiður framkvæmdastjóri 18. nóvember 2005 06:00 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Sigurður Jónsson, virðist hafa verið ævareiður þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið 9. nóvember. Reiðin beindist að ríkisskattstjóra, Indriða H. Þorlákssyni, fyrir ummæli hans um blekkingu verslunarinnar í auglýsingum um niðurfellingu virðisaukaskatts. Í framhaldinu hellir Sigurður úr skálum reiði sinnar yfir skattstjórann vegna komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Enn eina ferðina, heldur Sigurður því fram að fyrirkomulag á komuverslun í FLE sé siðlaus og ólögleg um leið og hann gengur erinda stórkaupmanna sem nú þegar eiga stóran hluta markaðarins hérlendis og vilja að sjálfsögðu LÍKA komast í kynni við þær tæpu tvær milljónir farþega sem leið munu eiga um FLE árlega. Í komuverslun Fríhafnarinnar í FLE er allur rekstur samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi og mér finnst ósmekklegt að draga starfsmenn Fríhafnarinnar inn í umræðuna með þeim hætti sem gert er. Þeir vinna sitt verk samviskusamlega og hafa náð góðum árangri sem líklega fer fyrir brjóstið á þeim sem þarna vilja komast að. Þá er þessi skoðun Sigurðar, um samkeppni við verslun á höfuðborgarsvæðinu, æði langsótt, ef skoðuð er kauphegðun ferðalanga. Halda menn í alvöru, að þessi verslun og þar af leiðandi tekjurnar sem henni fylgja, flytjist ekki á aðra flugvelli ef komuverslun verður lögð niður, eins og Sigurður leggur til? Og ef komuverslun verður aflögð, verðum við af tekjum, sem flytjast til útlanda, ekki í vasa stórkaupmanna í landinu og allir tapa. Hvert ætlum við þá að sækja fjármagn til þess að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Jú, með aukinni skattheimtu á ferðalanga sem leið eiga um Flugstöðina, sem varla getur talist hvati í ferðaþjónustu. Það er því í þágu almannahagsmuna að reka komuverslun í FLE með því sniði sem nú er og því miður fyrir Sigurð og hans umbjóðendur hafa fleiri aðkomu að málinu en ríkið eitt og sér, því aflagning komuverslunar hefur neikvæð áhrif á fjölmarga aðila, ferðaþjónustuna innanlands, flugfélögin og ferðamennina sjálfa. Víða í kringum okkur, hafa verið opnaðar komuverslanir á flugvöllum, að okkar fyrirmynd, svo hér er ekki um einsdæmi að ræða. Þá bendi ég einnig á að í FLE er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrir þá erlendu ferðamenn sem verslað hafa hjá umbjóðendum Sigurðar innanlands. Nú þegar er hafin framkvæmd við stækkun FLE og á komandi misserum verða opnaðar nýjar verslanir og boðið upp á fjölbreytta þjónustu sem í öllum tilfellum er rekin af einkaaðilum. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni fyrir aðila SVÞ hvort framkvæmdastjórinn þeirra vinnur þeim gagn, með gífuryrðum, dónaskap og klárum rangfærslum. Óska ég samtökunum velfarnaðar og vona að Sigurði renni reiðin fyrir jól. Höfundur er stjórnarmaður í Fríhöfninni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Sigurður Jónsson, virðist hafa verið ævareiður þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið 9. nóvember. Reiðin beindist að ríkisskattstjóra, Indriða H. Þorlákssyni, fyrir ummæli hans um blekkingu verslunarinnar í auglýsingum um niðurfellingu virðisaukaskatts. Í framhaldinu hellir Sigurður úr skálum reiði sinnar yfir skattstjórann vegna komuverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE). Enn eina ferðina, heldur Sigurður því fram að fyrirkomulag á komuverslun í FLE sé siðlaus og ólögleg um leið og hann gengur erinda stórkaupmanna sem nú þegar eiga stóran hluta markaðarins hérlendis og vilja að sjálfsögðu LÍKA komast í kynni við þær tæpu tvær milljónir farþega sem leið munu eiga um FLE árlega. Í komuverslun Fríhafnarinnar í FLE er allur rekstur samkvæmt lögum og reglum þar að lútandi og mér finnst ósmekklegt að draga starfsmenn Fríhafnarinnar inn í umræðuna með þeim hætti sem gert er. Þeir vinna sitt verk samviskusamlega og hafa náð góðum árangri sem líklega fer fyrir brjóstið á þeim sem þarna vilja komast að. Þá er þessi skoðun Sigurðar, um samkeppni við verslun á höfuðborgarsvæðinu, æði langsótt, ef skoðuð er kauphegðun ferðalanga. Halda menn í alvöru, að þessi verslun og þar af leiðandi tekjurnar sem henni fylgja, flytjist ekki á aðra flugvelli ef komuverslun verður lögð niður, eins og Sigurður leggur til? Og ef komuverslun verður aflögð, verðum við af tekjum, sem flytjast til útlanda, ekki í vasa stórkaupmanna í landinu og allir tapa. Hvert ætlum við þá að sækja fjármagn til þess að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Jú, með aukinni skattheimtu á ferðalanga sem leið eiga um Flugstöðina, sem varla getur talist hvati í ferðaþjónustu. Það er því í þágu almannahagsmuna að reka komuverslun í FLE með því sniði sem nú er og því miður fyrir Sigurð og hans umbjóðendur hafa fleiri aðkomu að málinu en ríkið eitt og sér, því aflagning komuverslunar hefur neikvæð áhrif á fjölmarga aðila, ferðaþjónustuna innanlands, flugfélögin og ferðamennina sjálfa. Víða í kringum okkur, hafa verið opnaðar komuverslanir á flugvöllum, að okkar fyrirmynd, svo hér er ekki um einsdæmi að ræða. Þá bendi ég einnig á að í FLE er boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu til endurgreiðslu virðisaukaskatts fyrir þá erlendu ferðamenn sem verslað hafa hjá umbjóðendum Sigurðar innanlands. Nú þegar er hafin framkvæmd við stækkun FLE og á komandi misserum verða opnaðar nýjar verslanir og boðið upp á fjölbreytta þjónustu sem í öllum tilfellum er rekin af einkaaðilum. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni fyrir aðila SVÞ hvort framkvæmdastjórinn þeirra vinnur þeim gagn, með gífuryrðum, dónaskap og klárum rangfærslum. Óska ég samtökunum velfarnaðar og vona að Sigurði renni reiðin fyrir jól. Höfundur er stjórnarmaður í Fríhöfninni ehf.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun