Við rætur eldfjallsins 25. nóvember 2005 05:00 Reynir í þriðja veldi. Reynir Ragnarsson við Reynisfjall með Reynisdranga í baksýn. Vík í Mýrdal er syðsti byggðakjarni landsins. Og um leið ein syðsta byggðin; það verður vart sunnar komist því bærinn stendur bókstaflega á fjörukambinum þar sem öldur Atlantshafsins lemja landið uppstyttulítið dag og nótt. Það er sunnanátt og gengur á með skúrahryðjum þegar Sigurður Þór Salvarsson og Valgarður Gíslason aka veginn yfir Reynisfjallið niður í Víkina þar sem þorpið stendur beggja vegna þjóðvegarins, sem heitir Austurvegur rétt á meðan hann rennur gegnum bæinn. Brimið svarrar við ströndina og sunnan undan Reynisfjallinu gnæfa tignarlegir Reynisdrangarnir, dulúðlegir á að líta í móskunni. Í fjarska til austurs grillir í Hjörleifshöfða gegnum mistrið úti á söndunum, sem teygja sig alla leið austur í Öræfi. Þvottur á snúru Hér er frekar berangurslegt yfir að líta en þorpið er friðsælt að sjá, hreint og snyrtilegt. Húsin eru litrík og lágreist en samt ákveðin reisn yfir öllu og uppi á hæð ofan við þorpið stendur falleg kirkja með gamla laginu; vakir þar yfir mönnum og skepnum og turninn ber við himinn. Á einum stað blaktir þvottur á snúru; hætt við að hann þorni seint þennan daginn. Við eigum stefnumót við Reyni Ragnarsson flugkappa, fyrrum lögregluþjón hér um slóðir um tuttugu ára skeið. Hann býr í einlyftu húsi við Suðurvíkurveg ásamt færeyskri konu sinni Edith Dam, sem býður uppá kaffi og með því að íslenskum sið; gómsæta jólaköku, vínber og osta. Vesgú. Bóndinn fljúgandi Reynir man tímana tvenna í Vík; kom hingað níu ára gamall 1943 og hefur verið hér nánast óslitið síðan. Foreldrar hans bjuggu á höfuðbólinu Höfðabrekku skammt austan þorpsins og þar gerði hann sér vonir um að geta sameinað búskap og flug en flugpróf tók hann 1955. "Ég hef alltaf verið með mikla loftkastala," segir hann og hlær dátt. "Ég sá fyrir mér að hægt væri að rækta upp Mýrdalssandinn og ætlaði að sá í þetta allt saman með flugvél," bætir hann við og er greinilega skemmt yfir þessum draumum sem aldrei urðu að veruleika. Áhugamaður um Kötlu Flugvélin varð þó að veruleika en ekki fyrr en um 1980, um líkt leyti og Reynir hóf störf í lögreglunni. Og hann hefur átt flugvél allar götur síðan; núna er það lítil eins hreyfils vél sem hann notar til að fylgjast með Mýrdalsjökli og Kötlu gömlu, sem er sérstakt áhugamál Reynis. "Mest er þetta spenna fyrir því að sjá og upplifa gos," segir hann en viðurkennir eftir nokkra umhugsun að vera áhugasamur um náttúruvísindi almennt. Hann fylgist til dæmis líka með rennsli jökulvatna í nágrenni Víkur fyrir Raunvísindastofnun og var næstum lentur í hamfarahlaupinu mikla í Skeiðará 1996. En það er önnur saga ... Gos kemur varla á óvart Katla hefur verið að bæra örlítið á sér undanfarin misseri og jarðvísindamenn spá því að hún fari senn að létta á sér enda búin að halda í sér síðan 1918, sem er lengri tími en dæmi eru um í síðari tíma sögu Kötlugosa. Líklegt er að gos og sér í lagi hlaup hafi áhrif á líf íbúa í Vík en Reynir telur samt ólíklegt að þetta sé ofarlega í huga fólks dags daglega. "Fólk er auðvitað meðvitað um þetta en ég held að það sé engin hræðsla eða neitt slíkt á ferðinni, menn treysta alveg á að þetta hafi einhvern aðdraganda og nánast óhugsandi að þetta komi mönnum að óvörum," segir hann alvarlegur í bragði enda Kötlugos og hlaupin sem því fylgja ekkert til að henda gaman að. "Sumt eldra fólk hér talar nánast um það sem guðlast að maður skuli vonast eftir að fá að sjá þetta, þó ég sé ekki beint að óska eftir gosi," bætir hann við og kímir góðlátlega. Reynir ríkasti afinn Við förum með Reyni niður í fjöru til myndatöku. Það er viðeigandi að hafa Reynisdrangana og Reynisfjallið í baksýn. Þetta er fjallið hans Reynis. "Einn afastrákurinn minn var einu sinni að metast við vin sinn um hvor afa þeirra væri ríkari og hann yfirtrompaði hinn þegar hann sagði að afi sinn ætti fjallið," segir Reynir Ragnarsson og hlær upp í vindinn. Innlent Lífið Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Vík í Mýrdal er syðsti byggðakjarni landsins. Og um leið ein syðsta byggðin; það verður vart sunnar komist því bærinn stendur bókstaflega á fjörukambinum þar sem öldur Atlantshafsins lemja landið uppstyttulítið dag og nótt. Það er sunnanátt og gengur á með skúrahryðjum þegar Sigurður Þór Salvarsson og Valgarður Gíslason aka veginn yfir Reynisfjallið niður í Víkina þar sem þorpið stendur beggja vegna þjóðvegarins, sem heitir Austurvegur rétt á meðan hann rennur gegnum bæinn. Brimið svarrar við ströndina og sunnan undan Reynisfjallinu gnæfa tignarlegir Reynisdrangarnir, dulúðlegir á að líta í móskunni. Í fjarska til austurs grillir í Hjörleifshöfða gegnum mistrið úti á söndunum, sem teygja sig alla leið austur í Öræfi. Þvottur á snúru Hér er frekar berangurslegt yfir að líta en þorpið er friðsælt að sjá, hreint og snyrtilegt. Húsin eru litrík og lágreist en samt ákveðin reisn yfir öllu og uppi á hæð ofan við þorpið stendur falleg kirkja með gamla laginu; vakir þar yfir mönnum og skepnum og turninn ber við himinn. Á einum stað blaktir þvottur á snúru; hætt við að hann þorni seint þennan daginn. Við eigum stefnumót við Reyni Ragnarsson flugkappa, fyrrum lögregluþjón hér um slóðir um tuttugu ára skeið. Hann býr í einlyftu húsi við Suðurvíkurveg ásamt færeyskri konu sinni Edith Dam, sem býður uppá kaffi og með því að íslenskum sið; gómsæta jólaköku, vínber og osta. Vesgú. Bóndinn fljúgandi Reynir man tímana tvenna í Vík; kom hingað níu ára gamall 1943 og hefur verið hér nánast óslitið síðan. Foreldrar hans bjuggu á höfuðbólinu Höfðabrekku skammt austan þorpsins og þar gerði hann sér vonir um að geta sameinað búskap og flug en flugpróf tók hann 1955. "Ég hef alltaf verið með mikla loftkastala," segir hann og hlær dátt. "Ég sá fyrir mér að hægt væri að rækta upp Mýrdalssandinn og ætlaði að sá í þetta allt saman með flugvél," bætir hann við og er greinilega skemmt yfir þessum draumum sem aldrei urðu að veruleika. Áhugamaður um Kötlu Flugvélin varð þó að veruleika en ekki fyrr en um 1980, um líkt leyti og Reynir hóf störf í lögreglunni. Og hann hefur átt flugvél allar götur síðan; núna er það lítil eins hreyfils vél sem hann notar til að fylgjast með Mýrdalsjökli og Kötlu gömlu, sem er sérstakt áhugamál Reynis. "Mest er þetta spenna fyrir því að sjá og upplifa gos," segir hann en viðurkennir eftir nokkra umhugsun að vera áhugasamur um náttúruvísindi almennt. Hann fylgist til dæmis líka með rennsli jökulvatna í nágrenni Víkur fyrir Raunvísindastofnun og var næstum lentur í hamfarahlaupinu mikla í Skeiðará 1996. En það er önnur saga ... Gos kemur varla á óvart Katla hefur verið að bæra örlítið á sér undanfarin misseri og jarðvísindamenn spá því að hún fari senn að létta á sér enda búin að halda í sér síðan 1918, sem er lengri tími en dæmi eru um í síðari tíma sögu Kötlugosa. Líklegt er að gos og sér í lagi hlaup hafi áhrif á líf íbúa í Vík en Reynir telur samt ólíklegt að þetta sé ofarlega í huga fólks dags daglega. "Fólk er auðvitað meðvitað um þetta en ég held að það sé engin hræðsla eða neitt slíkt á ferðinni, menn treysta alveg á að þetta hafi einhvern aðdraganda og nánast óhugsandi að þetta komi mönnum að óvörum," segir hann alvarlegur í bragði enda Kötlugos og hlaupin sem því fylgja ekkert til að henda gaman að. "Sumt eldra fólk hér talar nánast um það sem guðlast að maður skuli vonast eftir að fá að sjá þetta, þó ég sé ekki beint að óska eftir gosi," bætir hann við og kímir góðlátlega. Reynir ríkasti afinn Við förum með Reyni niður í fjöru til myndatöku. Það er viðeigandi að hafa Reynisdrangana og Reynisfjallið í baksýn. Þetta er fjallið hans Reynis. "Einn afastrákurinn minn var einu sinni að metast við vin sinn um hvor afa þeirra væri ríkari og hann yfirtrompaði hinn þegar hann sagði að afi sinn ætti fjallið," segir Reynir Ragnarsson og hlær upp í vindinn.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira