Hlutlaus gleraugu djössuð upp 10. janúar 2005 00:01 Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna. "Hugmyndin kemur frá franskri konu, Patriciu Charmoille, sem er sjónfræðingur að mennt. Henni leiddist meðalmennskan í gleraugum og ákvað að hanna sína eigin línu. Hún byggði hugmyndina á því að taka umgjarðir sem væru í senn "zen", klæðilegar og yfirvegaðar og djassa þær upp við ólík tækifæri," segir Axel Örn Ársælsson, sjónfræðingur og annar eigenda Optic. Af þessari hugmynd er "Zenka" gleraugnalínan sprottin og ásamt eiginmanni sínum, Lionel sem er líka sjónfræðingur, hafa þau Patricia rutt af stað bylgju um alla Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. "Fólk er alltaf að veigra fyrir sér að kaupa dýr og áberandi gleraugu í skærum lit. Ástæðan er sú að fólk vill ekki ganga með áberandi gleraugu alla daga og langar þá jafnvel að eiga tvenn eða þrenn, en þyrfti þá að kaupa fleiri umgjarðir og ný gler í hverja einustu. Með tilkomu Zenka gleraugnanna hefur þetta breyst því fólk getur breytt um útlit á gleraugunum án þess að þurfa að kaupa sér önnur. Gleraugun koma í títaníum, málmi og plasti og skreytiklemmurnar eru allar úr stáli. Auðvelt er að smella þeim á og taka þær aftur af og ætlun Zenka línunnar er að koma með nýjar klemmur á tveggja mánaða fresti." Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Gleraugnaverslunin Optic Reykjavík býður upp á hin frönsku Zenka gleraugu frá fyrirtækinu Tand´M. Gleraugun eru sérstök að því leyti að með einföldum hætti er hægt að skipta út hluta af umgjörðinni og fá þannig allt aðra stemningu í gleraugun og útlitið. Grunnumgjörðin gæti því verið svört en með henni er hægt að kaupa ýmiss konar "skreytiklemmur" til þess að lífga upp á tilveruna. "Hugmyndin kemur frá franskri konu, Patriciu Charmoille, sem er sjónfræðingur að mennt. Henni leiddist meðalmennskan í gleraugum og ákvað að hanna sína eigin línu. Hún byggði hugmyndina á því að taka umgjarðir sem væru í senn "zen", klæðilegar og yfirvegaðar og djassa þær upp við ólík tækifæri," segir Axel Örn Ársælsson, sjónfræðingur og annar eigenda Optic. Af þessari hugmynd er "Zenka" gleraugnalínan sprottin og ásamt eiginmanni sínum, Lionel sem er líka sjónfræðingur, hafa þau Patricia rutt af stað bylgju um alla Evrópu sem sér ekki fyrir endann á. "Fólk er alltaf að veigra fyrir sér að kaupa dýr og áberandi gleraugu í skærum lit. Ástæðan er sú að fólk vill ekki ganga með áberandi gleraugu alla daga og langar þá jafnvel að eiga tvenn eða þrenn, en þyrfti þá að kaupa fleiri umgjarðir og ný gler í hverja einustu. Með tilkomu Zenka gleraugnanna hefur þetta breyst því fólk getur breytt um útlit á gleraugunum án þess að þurfa að kaupa sér önnur. Gleraugun koma í títaníum, málmi og plasti og skreytiklemmurnar eru allar úr stáli. Auðvelt er að smella þeim á og taka þær aftur af og ætlun Zenka línunnar er að koma með nýjar klemmur á tveggja mánaða fresti."
Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira