Sólin dofnaði og skín aldrei jafn skært á ný 16. janúar 2005 00:01 "Ég stóð í brúnni og á skall svarta myrkur. Skipstjórinn studdi mig í sæti þar sem ég jafnaði mig aðeins áður en ég fór niður í klefa. Þar sat ég og grét með myndina af börnunum í fanginu. Ég gat ekki verið kjur og strákarnir vissu ekki hvernig þeir áttu að koma fram við mig." Svona lýsir Hafsteinn fyrstu mínútunum eftir að hann frétti að snjóflóð hefði fallið á Súðavík og hrifið með sér húsið hans. Hann vissi að konan hans hafði fundist illa slösuð en að barnanna væri saknað. Hafsteinn var um borð í Bessanum þegar flóðið féll. Veðrið var kolvitlaust og skipstjórinn taldi hættu á að fleyið strandaði í höfninni og lokaði henni. Hafsteinn var sammála þessu mati skipstjórans því hann vissi að sjóleiðin var sú eina færa til björgunar. Minni skip gætu komist inn. "Ég man mjög lítið eftir þessum tíma en man þó að í eitt skipti ætlaði ég að ná mér í flotbúning og synda í land. Sem betur fer hætti ég við það." Von og ótti Um ellefuleytið fór Hafsteinn um borð í Haffarann ásamt Ómari Má Jónssyni, sem líka átti skyldfólk í þorpinu, og þannig komust þeir í land. Þeir fóru í frystihúsið þar sem stjórnstöð björgunar- og hjálparstarfs hafði verið komið á fót og þar hitti Hafsteinn konuna sína, alvarlega slasaða. "Þar frammi sá ég að þeir voru með yngsta son minn Aðalstein Rafn, sem var tveggja ára, og gerðu á honum lífgunartilraunir. Skömmu síðar sá ég að þeim tilraunum var hætt. Það var rosalega erfitt. Ég sagði konunni minni ekki frá því fyrr en við komum til læknis á Ísafirði síðar um daginn." Áfram hélt leitin og og áfram hélt Hafsteinn í þá von að hin börnin tvö, Kristján Númi fjögurra ára, og Hrefna Björg sjö ára, fyndust á lífi. "Maður hélt alltaf í vonina en vissi svo sem að það var útilokað. Svo kviknaði smá von þegar leitarmenn fundu Tomasz á lífi, sólarhring eftir að flóðið féll. Börnin mín fundust svo um kvöldið á þriðjudag, þau voru þau síðustu sem fundust. Læknirinn sagði mér að þar sem þau hefðu verið sofandi í náttfötunum sínum hefðu þau fengið lost í þessum mikla kulda og dáið þannig. Það var mikil huggun í því." Vildi helst hætta að anda Hafsteinn og Berglind flugu til Reykjavíkur fáum dögum eftir slysið og hann rifjar upp hve skrítið og erfitt það var. "Við fórum með áætlunarfluginu og það var sérstakt að koma í flugstöðina í Reykjavík sem var full af fólki." Landsmenn þekktu Hafstein í sjón eftir viðtöl sem birtust í sjónvarpi og blöðum. Líklega væri öðruvísi staðið að málum nú. Við tók erfiður tími í undarlegu tómi. "Fyrst eftir slysið vildi maður helst hætta að anda, hætta að vera til. Og ég man að við gátum eiginlega ekki labbað framhjá bleyjunum og barnadótinu úti í búð. Maður gat bara ekki horft á þetta. Eins fannst mér fáránlegt að sjá barnaefni í sjónvarpinu. Manni fannst að þetta ætti að hætta af því að börnin voru ekki lengur til. Maður gat ekki horft á svona, maður var svo viðkvæmur." Lífið gjörbreyttist á ný þegar þau eignuðust aftur börn. Fyrst fæddist Íris Hrefna í desember 1996 og svo Birta Hlín einu og hálfu ári síðar. "Við vorum heppin að geta eignast aftur börn og það hefur gefið lífinu tilgang. Maður hefði sjálfsagt gefist upp ef maður hefði ekki haft stelpurnar. Þegar maður hefur átt börn þá er ekkert líf án barna." Sorgin er komin til vera Þegar fjölskyldan var að reyna að fóta sig í lífinu á nýjan leik byrjaði Hafsteinn að aka sendibíl. Framan af var tíðin erfið og lítið að gera. "En þegar loksins fór að ganga vel sveik hnéð mig og ég þurfti að hætta. Ég var frá vinnu í heilt ár og þá vorum við komin í svolítið basl. Við bjuggum í tveggja hæða húsi í Mosfellsbæ en seldum það og fluttum á eina hæð á Kjalarnesinu og kunnum mjög vel við okkur þar. Ég fór svo að aka leigubíl en lenti í bílslysi árið 2001 og hef ekkert unnið síðan." Slysið var alvarlegt. Hafsteinn var á leið í veiðitúr ásamt félaga sínum þegar hvellsprakk á hjólbarða og bíllinn valt. Hann laskaðist mjög í andlitinu og ber þess merki. Félagi hans slapp vel úr slysinu. Hafsteinn getur illa útskýrt andlega líðan sína, nú þegar tíu ár eru liðin frá snjóflóðinu. "Ég veit ekki almennilega hvernig ég hef það. Ég er dálítið þungur og hef verið á þunglyndislyfjum sem hafa haldið mér gangandi upp á síðkastið. Fyrst eftir að ég kom suður fór ég til geðlæknis og hef alltaf verið hjá honum af og til. En það voru líka mikil viðbrigði að þurfa að hætta að vinna. Ég hafði alla mína tíð verið á kafi í vinnu." Hafsteinn og Berglind eru nú skilin að skiptum. Aðalsteinn Rafn, Kristján Númi og Hrefna Björg hvíla í Gufuneskirkjugarði og þar vitja pabbi og mamma og stelpurnar þeirra á afmælisdögum. Stundirnar við leiðin eru erfiðar en um leið dýrmætar. "Sagt er að tíminn lækni öll sár en það er ekki rétt. Berglind sagði, sem er miklu réttara, að sorgin sé komin til að vera og við þurfum að læra að lifa með henni. Þegar þetta gerðist dofnaði sólin og hún skín aldrei jafn skært á ný." Menning Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira
"Ég stóð í brúnni og á skall svarta myrkur. Skipstjórinn studdi mig í sæti þar sem ég jafnaði mig aðeins áður en ég fór niður í klefa. Þar sat ég og grét með myndina af börnunum í fanginu. Ég gat ekki verið kjur og strákarnir vissu ekki hvernig þeir áttu að koma fram við mig." Svona lýsir Hafsteinn fyrstu mínútunum eftir að hann frétti að snjóflóð hefði fallið á Súðavík og hrifið með sér húsið hans. Hann vissi að konan hans hafði fundist illa slösuð en að barnanna væri saknað. Hafsteinn var um borð í Bessanum þegar flóðið féll. Veðrið var kolvitlaust og skipstjórinn taldi hættu á að fleyið strandaði í höfninni og lokaði henni. Hafsteinn var sammála þessu mati skipstjórans því hann vissi að sjóleiðin var sú eina færa til björgunar. Minni skip gætu komist inn. "Ég man mjög lítið eftir þessum tíma en man þó að í eitt skipti ætlaði ég að ná mér í flotbúning og synda í land. Sem betur fer hætti ég við það." Von og ótti Um ellefuleytið fór Hafsteinn um borð í Haffarann ásamt Ómari Má Jónssyni, sem líka átti skyldfólk í þorpinu, og þannig komust þeir í land. Þeir fóru í frystihúsið þar sem stjórnstöð björgunar- og hjálparstarfs hafði verið komið á fót og þar hitti Hafsteinn konuna sína, alvarlega slasaða. "Þar frammi sá ég að þeir voru með yngsta son minn Aðalstein Rafn, sem var tveggja ára, og gerðu á honum lífgunartilraunir. Skömmu síðar sá ég að þeim tilraunum var hætt. Það var rosalega erfitt. Ég sagði konunni minni ekki frá því fyrr en við komum til læknis á Ísafirði síðar um daginn." Áfram hélt leitin og og áfram hélt Hafsteinn í þá von að hin börnin tvö, Kristján Númi fjögurra ára, og Hrefna Björg sjö ára, fyndust á lífi. "Maður hélt alltaf í vonina en vissi svo sem að það var útilokað. Svo kviknaði smá von þegar leitarmenn fundu Tomasz á lífi, sólarhring eftir að flóðið féll. Börnin mín fundust svo um kvöldið á þriðjudag, þau voru þau síðustu sem fundust. Læknirinn sagði mér að þar sem þau hefðu verið sofandi í náttfötunum sínum hefðu þau fengið lost í þessum mikla kulda og dáið þannig. Það var mikil huggun í því." Vildi helst hætta að anda Hafsteinn og Berglind flugu til Reykjavíkur fáum dögum eftir slysið og hann rifjar upp hve skrítið og erfitt það var. "Við fórum með áætlunarfluginu og það var sérstakt að koma í flugstöðina í Reykjavík sem var full af fólki." Landsmenn þekktu Hafstein í sjón eftir viðtöl sem birtust í sjónvarpi og blöðum. Líklega væri öðruvísi staðið að málum nú. Við tók erfiður tími í undarlegu tómi. "Fyrst eftir slysið vildi maður helst hætta að anda, hætta að vera til. Og ég man að við gátum eiginlega ekki labbað framhjá bleyjunum og barnadótinu úti í búð. Maður gat bara ekki horft á þetta. Eins fannst mér fáránlegt að sjá barnaefni í sjónvarpinu. Manni fannst að þetta ætti að hætta af því að börnin voru ekki lengur til. Maður gat ekki horft á svona, maður var svo viðkvæmur." Lífið gjörbreyttist á ný þegar þau eignuðust aftur börn. Fyrst fæddist Íris Hrefna í desember 1996 og svo Birta Hlín einu og hálfu ári síðar. "Við vorum heppin að geta eignast aftur börn og það hefur gefið lífinu tilgang. Maður hefði sjálfsagt gefist upp ef maður hefði ekki haft stelpurnar. Þegar maður hefur átt börn þá er ekkert líf án barna." Sorgin er komin til vera Þegar fjölskyldan var að reyna að fóta sig í lífinu á nýjan leik byrjaði Hafsteinn að aka sendibíl. Framan af var tíðin erfið og lítið að gera. "En þegar loksins fór að ganga vel sveik hnéð mig og ég þurfti að hætta. Ég var frá vinnu í heilt ár og þá vorum við komin í svolítið basl. Við bjuggum í tveggja hæða húsi í Mosfellsbæ en seldum það og fluttum á eina hæð á Kjalarnesinu og kunnum mjög vel við okkur þar. Ég fór svo að aka leigubíl en lenti í bílslysi árið 2001 og hef ekkert unnið síðan." Slysið var alvarlegt. Hafsteinn var á leið í veiðitúr ásamt félaga sínum þegar hvellsprakk á hjólbarða og bíllinn valt. Hann laskaðist mjög í andlitinu og ber þess merki. Félagi hans slapp vel úr slysinu. Hafsteinn getur illa útskýrt andlega líðan sína, nú þegar tíu ár eru liðin frá snjóflóðinu. "Ég veit ekki almennilega hvernig ég hef það. Ég er dálítið þungur og hef verið á þunglyndislyfjum sem hafa haldið mér gangandi upp á síðkastið. Fyrst eftir að ég kom suður fór ég til geðlæknis og hef alltaf verið hjá honum af og til. En það voru líka mikil viðbrigði að þurfa að hætta að vinna. Ég hafði alla mína tíð verið á kafi í vinnu." Hafsteinn og Berglind eru nú skilin að skiptum. Aðalsteinn Rafn, Kristján Númi og Hrefna Björg hvíla í Gufuneskirkjugarði og þar vitja pabbi og mamma og stelpurnar þeirra á afmælisdögum. Stundirnar við leiðin eru erfiðar en um leið dýrmætar. "Sagt er að tíminn lækni öll sár en það er ekki rétt. Berglind sagði, sem er miklu réttara, að sorgin sé komin til að vera og við þurfum að læra að lifa með henni. Þegar þetta gerðist dofnaði sólin og hún skín aldrei jafn skært á ný."
Menning Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sjá meira