Aldrei verið óvinsælli 6. febrúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er sá stjórnmálamaður sem nýtur minnsts trausts um þessar mundir en þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins ber minnst traust til hans. Í sömu könnun segja einungis 3,8 prósent svarenda Halldór vera þann stjórnmálamann sem þeir beri mest traust til. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir tvær meginástæður fyrir þessari útkomu hjá forsætisráðherranum. "Annars vegar kemur hann úr litlum flokki og nýtur þess vegna ekki þess grunns sem til dæmis Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar er hann búinn að lenda í erfiðum málum þessa fyrstu mánuði sína í embætti," segir Gunnar Helgi og vísar þar til Íraksmálsins og innanflokkserja í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson utanríkisráðherra er trúverðugasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir en ríflega fjórðungur landsmanna segist bera mest traust til hans þótt hann hafi lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu. Gunnar Helgi segir Davíð þar njóta hins mikla fastafylgis Sjálfstæðisflokksins en bendir auk þess á að hann hafi síður blandast í hin umdeildu mál sem gert hafa Halldóri svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks telur þó Davíð þann stjórnmálamann sem það treystir síst. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var annars vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust til um þessar mundir?" og hins vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust til um þessar mundir?" 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra er sá stjórnmálamaður sem nýtur minnsts trausts um þessar mundir en þriðjungur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins ber minnst traust til hans. Í sömu könnun segja einungis 3,8 prósent svarenda Halldór vera þann stjórnmálamann sem þeir beri mest traust til. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir tvær meginástæður fyrir þessari útkomu hjá forsætisráðherranum. "Annars vegar kemur hann úr litlum flokki og nýtur þess vegna ekki þess grunns sem til dæmis Davíð Oddsson nýtur. Hins vegar er hann búinn að lenda í erfiðum málum þessa fyrstu mánuði sína í embætti," segir Gunnar Helgi og vísar þar til Íraksmálsins og innanflokkserja í Framsóknarflokknum. Davíð Oddsson utanríkisráðherra er trúverðugasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um þessar mundir en ríflega fjórðungur landsmanna segist bera mest traust til hans þótt hann hafi lítið verið í sviðsljósinu að undanförnu. Gunnar Helgi segir Davíð þar njóta hins mikla fastafylgis Sjálfstæðisflokksins en bendir auk þess á að hann hafi síður blandast í hin umdeildu mál sem gert hafa Halldóri svo erfitt fyrir. Fjórðungur fólks telur þó Davíð þann stjórnmálamann sem það treystir síst. Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var annars vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú mest traust til um þessar mundir?" og hins vegar: "Til hvaða stjórnmálamanns berð þú minnst traust til um þessar mundir?" 49,75 prósent þátttakenda svöruðu fyrri spurningunni en 57,75 prósent þeirri síðari.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira