Segjast ekki sitja á frumvörpum 6. febrúar 2005 00:01 Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira