Formenn flokka segja af sér Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2005 00:01 Þau tíðindi bárust frá Danaveldi í gær að formenn fjögurra stjórnmálaflokka hygðust segja af sér, þar sem útkoma þessara flokka í nýafstöðnum kosningum væri óviðunandi. Tveir flokkana, Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, töpuðu þingmönnum, en hinir tveir, Miðdemókratar og Minnihlutaflokkurinn, náðu ekki manni inn. Miðdemókratar höfðu áður reynt að komast yfir tveggja prósenta markið sem nauðsynlegt er til að ná inn þingmanni á danska þingið, Folketinget. Í stað þess að bæta við sig þeim 0,2 prósentustigum sem þeir þurftu, misstu þeir 0,8 prósentustig. Þetta var fyrsta tilraun Minnihlutaflokksins, sem fékk ekki nema 0,3 prósents fylgi. Í kjölfarið tilkynntu Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Niðurstöður kosninganna fyrir þessa tvo flokka voru í samræmi við þær skoðanakannanir sem höfðu birst, svo gott sem daglega, þannig að þetta kom engum á óvart. Varaformaður Miðdemókrata sagði í gær að flokkurinn myndi líklega ekki bjóða fram í næstu kosningum. Það kom meira á óvart að Sósíalíski þjóðarflokkurinn skyldi ekki halda sínum hlut, 12 þingmönnum. Lengi vel virtist sem þeir myndu jafnvel bæta við sig manni, en glutruðu því svo niður á endasprettinum. Þrátt fyrir að niðurstaðan væri einungis 0,4 prósentustigum lakari en í kosningunum 2001 og flokkurinn fengi 6 prósent atkvæða tapaði hann einum manni. Þegar Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, tilkynnti um afsögn sína sagði hann að útkoman hefði ekki verið hræðileg, en hins vegar væri rétt af honum að segja af sér. Þá gæfist nýjum formanni gott ráðrúm til að styrkja sig í flokknum fyrir næstu kosningar. Varaformaðurinn Trine Bendix sagði strax að það þyrfti að gerbreyta öllum flokknum. Sérstaklega þyrfti að hafa í huga hvað væri hægt að gera til að fá yngra fólk og konur í foringjahóp flokksins og segir hún að gjarnan vildi hún sjá unga konu í formannsstólnum. Hún passar við eigin lýsingu, er aðeins 36 ára, en neitar því alfarið að hún hafi með þessu verið að bjóða sig fram í formanninn. Það er enginn augljós erfðarprins, eða prinsessa, sem bíður á hliðarlínunni. Nielsen vill ekki nefna eftirmann sinn og segir að fyrrum formaður, Gert Petersen, hafi heldur ekki gert slíkt fyrir 14 árum þegar Nielsen tók við formannsembættinu. Það hafi reynst flokknum vel. Í Jafnaðarmannaflokknum er reiknað með mjög harðri baráttu um formannssætið eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér, meira að segja áður en endanlegar tölur voru birtar á kosningakvöldinu, þann 8. febrúar. Flokkurinn fékk 25,9 prósenta fylgi og 47 þingmenn, missti 3,2 prósentustig frá síðustu kosningum og 5 þingmenn. Jafnaðarmannaflokkurinn er því sá flokkur sem tapaði mestu fylgi í þessum kosningum, sem var áfall fyrir hann og formanninn. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru strax farnir að vara við því að stórátök séu í aðsigi innan flokksins í komandi formannskosningu. Rætur átakanna er að finna í formannskjörinu 1992, þegar Poul Nyrup Rasmussen bauð sig fram til formanns gegn þáverandi formanni, Svend Auken. Með loforði um að koma flokknum aftur til valda eftir áratug í stjórnarandstöðu sigraði Poul Nyrup, en það var í fyrsta sinn í sögu flokksins sem sitjandi formaður var felldur í formannskjöri. Poul Nyrup varð forsætisráðherra 1993 og kom jafnaðarmönnum í ríkisstjórn, allt þar til kosningarnar töpuðust 2001 og hann sagði af sér. En með formannskjörinu 1992 er hann sagður hafa klofið flokkinn í tvennt og að sá klofningur sé ekki að saumast saman. Lykketoft er sagður hafa staðið utan við þær deilur, en með því að hann segir nú af sér, eru deilurnar sagðar magnast upp aftur. Mörg nöfn hafa þegar verið nefnd sem væntanlegir arftakar Lykketoft. Á öðrum vængnum eru tveir fyrrum dómsmálaráðherrar, Frank Jensen og Pia Gjellerup. Á hinum vængnum er fyrrum varnarmálaráðherra, Jan Troejborg, og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Henrik Dam Kristensen. Jensen lýsti því yfir strax á þriðjudagskvöldið að hann vildi gjarnan taka við flokknum, ef það yrði ekki til þess að hann myndi klofna endanlega. Margir vilja þó líta til yngri kynslóðar jafnaðarmanna, sem gæti náðst sátt um af báðum hliðum. Af þeim eru nefnd Mette Frederiksen, Jeppe Kofoed, Morten Boedskov og Henrik Sass Larsen. Sú fyrstnefnda varð hlutskörpust í skoðanakönnun sem DR gerði á heimasíðu sinni um hver ætti að taka við formennsku í flokknum, en hún segist ekki hafa áhuga. Varaformaðurinn Lotte Bundsgaard hefur þegar tilkynnt að hún hafi ekki áhuga á embættinu. Varaformenn tveggja þessara flokka sem nú eru án formanns hafa því lýst yfir að þeir sækist ekki eftir formannsembættinu. Óvíst er hvort hinir tveir flokkarnir þurfi formann, það er ef þeir verða lagðir niður. Það myndi væntanlega sæta tíðindum hér á landi ef varaformenn stjórnmálaflokkanna myndu ekki sækjast eftir því að verða formenn. Talað er um Geir H. Haarde sem líklegastan formann Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir formannsembætti Samfylkingar, Guðni Ágústsson hefur haft orð á því að hann væri ekki afhuga embætti formanns Framsóknarflokksins og Magnús Þór Hafsteinsson þykir hafa metnað í formann Frjálslynda flokksins. Ekki þykir heldur ólíklegt að Ögmundur Jónasson gæti hugsað sér að setjast í stól Steingríms J. Sigfússonar, ef Steingrímur stæði óvænt upp.Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi bárust frá Danaveldi í gær að formenn fjögurra stjórnmálaflokka hygðust segja af sér, þar sem útkoma þessara flokka í nýafstöðnum kosningum væri óviðunandi. Tveir flokkana, Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, töpuðu þingmönnum, en hinir tveir, Miðdemókratar og Minnihlutaflokkurinn, náðu ekki manni inn. Miðdemókratar höfðu áður reynt að komast yfir tveggja prósenta markið sem nauðsynlegt er til að ná inn þingmanni á danska þingið, Folketinget. Í stað þess að bæta við sig þeim 0,2 prósentustigum sem þeir þurftu, misstu þeir 0,8 prósentustig. Þetta var fyrsta tilraun Minnihlutaflokksins, sem fékk ekki nema 0,3 prósents fylgi. Í kjölfarið tilkynntu Mimi Jakobsen, formaður Miðdemókrata, og Rune Engelbreth Larsen, formaður Minnihlutaflokksins, að þau hygðust segja af sér formennsku. Niðurstöður kosninganna fyrir þessa tvo flokka voru í samræmi við þær skoðanakannanir sem höfðu birst, svo gott sem daglega, þannig að þetta kom engum á óvart. Varaformaður Miðdemókrata sagði í gær að flokkurinn myndi líklega ekki bjóða fram í næstu kosningum. Það kom meira á óvart að Sósíalíski þjóðarflokkurinn skyldi ekki halda sínum hlut, 12 þingmönnum. Lengi vel virtist sem þeir myndu jafnvel bæta við sig manni, en glutruðu því svo niður á endasprettinum. Þrátt fyrir að niðurstaðan væri einungis 0,4 prósentustigum lakari en í kosningunum 2001 og flokkurinn fengi 6 prósent atkvæða tapaði hann einum manni. Þegar Holger K. Nielsen, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, tilkynnti um afsögn sína sagði hann að útkoman hefði ekki verið hræðileg, en hins vegar væri rétt af honum að segja af sér. Þá gæfist nýjum formanni gott ráðrúm til að styrkja sig í flokknum fyrir næstu kosningar. Varaformaðurinn Trine Bendix sagði strax að það þyrfti að gerbreyta öllum flokknum. Sérstaklega þyrfti að hafa í huga hvað væri hægt að gera til að fá yngra fólk og konur í foringjahóp flokksins og segir hún að gjarnan vildi hún sjá unga konu í formannsstólnum. Hún passar við eigin lýsingu, er aðeins 36 ára, en neitar því alfarið að hún hafi með þessu verið að bjóða sig fram í formanninn. Það er enginn augljós erfðarprins, eða prinsessa, sem bíður á hliðarlínunni. Nielsen vill ekki nefna eftirmann sinn og segir að fyrrum formaður, Gert Petersen, hafi heldur ekki gert slíkt fyrir 14 árum þegar Nielsen tók við formannsembættinu. Það hafi reynst flokknum vel. Í Jafnaðarmannaflokknum er reiknað með mjög harðri baráttu um formannssætið eftir að Mogens Lykketoft sagði af sér, meira að segja áður en endanlegar tölur voru birtar á kosningakvöldinu, þann 8. febrúar. Flokkurinn fékk 25,9 prósenta fylgi og 47 þingmenn, missti 3,2 prósentustig frá síðustu kosningum og 5 þingmenn. Jafnaðarmannaflokkurinn er því sá flokkur sem tapaði mestu fylgi í þessum kosningum, sem var áfall fyrir hann og formanninn. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku eru strax farnir að vara við því að stórátök séu í aðsigi innan flokksins í komandi formannskosningu. Rætur átakanna er að finna í formannskjörinu 1992, þegar Poul Nyrup Rasmussen bauð sig fram til formanns gegn þáverandi formanni, Svend Auken. Með loforði um að koma flokknum aftur til valda eftir áratug í stjórnarandstöðu sigraði Poul Nyrup, en það var í fyrsta sinn í sögu flokksins sem sitjandi formaður var felldur í formannskjöri. Poul Nyrup varð forsætisráðherra 1993 og kom jafnaðarmönnum í ríkisstjórn, allt þar til kosningarnar töpuðust 2001 og hann sagði af sér. En með formannskjörinu 1992 er hann sagður hafa klofið flokkinn í tvennt og að sá klofningur sé ekki að saumast saman. Lykketoft er sagður hafa staðið utan við þær deilur, en með því að hann segir nú af sér, eru deilurnar sagðar magnast upp aftur. Mörg nöfn hafa þegar verið nefnd sem væntanlegir arftakar Lykketoft. Á öðrum vængnum eru tveir fyrrum dómsmálaráðherrar, Frank Jensen og Pia Gjellerup. Á hinum vængnum er fyrrum varnarmálaráðherra, Jan Troejborg, og fyrrum sjávarútvegsráðherra, Henrik Dam Kristensen. Jensen lýsti því yfir strax á þriðjudagskvöldið að hann vildi gjarnan taka við flokknum, ef það yrði ekki til þess að hann myndi klofna endanlega. Margir vilja þó líta til yngri kynslóðar jafnaðarmanna, sem gæti náðst sátt um af báðum hliðum. Af þeim eru nefnd Mette Frederiksen, Jeppe Kofoed, Morten Boedskov og Henrik Sass Larsen. Sú fyrstnefnda varð hlutskörpust í skoðanakönnun sem DR gerði á heimasíðu sinni um hver ætti að taka við formennsku í flokknum, en hún segist ekki hafa áhuga. Varaformaðurinn Lotte Bundsgaard hefur þegar tilkynnt að hún hafi ekki áhuga á embættinu. Varaformenn tveggja þessara flokka sem nú eru án formanns hafa því lýst yfir að þeir sækist ekki eftir formannsembættinu. Óvíst er hvort hinir tveir flokkarnir þurfi formann, það er ef þeir verða lagðir niður. Það myndi væntanlega sæta tíðindum hér á landi ef varaformenn stjórnmálaflokkanna myndu ekki sækjast eftir því að verða formenn. Talað er um Geir H. Haarde sem líklegastan formann Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sækist nú eftir formannsembætti Samfylkingar, Guðni Ágústsson hefur haft orð á því að hann væri ekki afhuga embætti formanns Framsóknarflokksins og Magnús Þór Hafsteinsson þykir hafa metnað í formann Frjálslynda flokksins. Ekki þykir heldur ólíklegt að Ögmundur Jónasson gæti hugsað sér að setjast í stól Steingríms J. Sigfússonar, ef Steingrímur stæði óvænt upp.Svanborg Sigmarsdóttir - [email protected]
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar