Ótrúlega spennandi matseðill 16. febrúar 2005 00:01 "Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir. Food and Fun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
"Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir.
Food and Fun Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira