Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun 20. febrúar 2005 00:01 Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. Sérstök nefnd um orkustefnu borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að selja bæri hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en það væri óeðlilega mikið af fé borgarinnar bundið í orkufyrirtækjum meðan borgin ætti 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósent í Landsvirkjun. Álfheiður Ingadóttir, einn nefndarmanna og stjórnarmaður í Landsvirkjun, segir að þetta hefði þurft að ræða betur innan borgarstjórnar nú í ljósi breyttrar stöðu á raforkumarkaði með nýjum lögum. Þá breyti það öllum forsendum að ráðherra hafi kosið að tengja viljayfirlýsingu borgarinnar um að ganga til viðræðna um sölu á hlut sínum saman við fyrirhugaða einkavæðingu Landsvirkjunar en Vinstri - grænir vilja að öll grunnþjónusta í orkugeiranum sé almenningseign. Álfheiður segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að borgin leysti til sín sextíu milljarða króna ábyrgðir þótt fyrirtækið yrði alfarið í eigu ríkisins. Við einkavæðingu gegni hins vegar öðru máli. Hún spyr sig hvort ríkið ætli að leysa til sín allar þessar ábyrgðir ef fyrirtækið verði einkavætt. Álfheiður segir yfirlýsingu ráðherra koma málinu í uppnám og bendir á tvennt í því sambandi. Hún telji að yfirlýsingarnar hafi skaðað Landsvirkjun verulega og geti grafið undan lánstrausti fyrirtækisins því í rauninni sé um að ræða yfirlýsingu um það eigi að aflétta ríkisábyrgðum og þar með ábyrgðum Reykjavíkurborgar á fyrirtækinu. Gagnvart Reykjavíkurborg sé það sér mál sem hljóti að þurfa að taka upp strax í upphafi viðræðnanna um sölu hlutar borgarinnar, þ.e. hvernig ráðherra hyggist aflétta ábyrgðum borgarinnar án þess að það kosti borgina stórfé. Álfheiður segir enn fremur að ábyrgðin nemi um sextíu milljörðum króna, ef framkvæmdir við Kárahnjúka séu reiknaðar með, gagnvart Reykvíkingum og það sé gríðarlega dýrt að endurfjármagna lán af þessari stærðargráðu. Hún telji því útilokað annað eftir þessa yfirlýsingu að byrjað sé á því að ræða hvernig ganga eigi frá þeim málum. Álfheiður bendir enn fremur á að það sé bannað samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borgin sé í ábyrgðum fyrir fyrirtæki í eigu einkaaðila. Hún segir vel sé hugsanlegt að borgin haldi slíkum ábyrgðum í fyrirtækjum sem séu í eigu ríkisins en sveitarfélögum í landinu sé beinlínis bannað að gangast í ábyrgðir fyrir einkaaðila. Það sé því alveg ljóst að yfirlýsing ráðherra um að selja Landsvirkjun ásamt Orkubúi Vestfjarða og RARIK þýði að aflétta þurfi ábyrgðunum gagnvart Reykjavíkurborg og það strax. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. Sérstök nefnd um orkustefnu borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að selja bæri hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en það væri óeðlilega mikið af fé borgarinnar bundið í orkufyrirtækjum meðan borgin ætti 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósent í Landsvirkjun. Álfheiður Ingadóttir, einn nefndarmanna og stjórnarmaður í Landsvirkjun, segir að þetta hefði þurft að ræða betur innan borgarstjórnar nú í ljósi breyttrar stöðu á raforkumarkaði með nýjum lögum. Þá breyti það öllum forsendum að ráðherra hafi kosið að tengja viljayfirlýsingu borgarinnar um að ganga til viðræðna um sölu á hlut sínum saman við fyrirhugaða einkavæðingu Landsvirkjunar en Vinstri - grænir vilja að öll grunnþjónusta í orkugeiranum sé almenningseign. Álfheiður segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að borgin leysti til sín sextíu milljarða króna ábyrgðir þótt fyrirtækið yrði alfarið í eigu ríkisins. Við einkavæðingu gegni hins vegar öðru máli. Hún spyr sig hvort ríkið ætli að leysa til sín allar þessar ábyrgðir ef fyrirtækið verði einkavætt. Álfheiður segir yfirlýsingu ráðherra koma málinu í uppnám og bendir á tvennt í því sambandi. Hún telji að yfirlýsingarnar hafi skaðað Landsvirkjun verulega og geti grafið undan lánstrausti fyrirtækisins því í rauninni sé um að ræða yfirlýsingu um það eigi að aflétta ríkisábyrgðum og þar með ábyrgðum Reykjavíkurborgar á fyrirtækinu. Gagnvart Reykjavíkurborg sé það sér mál sem hljóti að þurfa að taka upp strax í upphafi viðræðnanna um sölu hlutar borgarinnar, þ.e. hvernig ráðherra hyggist aflétta ábyrgðum borgarinnar án þess að það kosti borgina stórfé. Álfheiður segir enn fremur að ábyrgðin nemi um sextíu milljörðum króna, ef framkvæmdir við Kárahnjúka séu reiknaðar með, gagnvart Reykvíkingum og það sé gríðarlega dýrt að endurfjármagna lán af þessari stærðargráðu. Hún telji því útilokað annað eftir þessa yfirlýsingu að byrjað sé á því að ræða hvernig ganga eigi frá þeim málum. Álfheiður bendir enn fremur á að það sé bannað samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borgin sé í ábyrgðum fyrir fyrirtæki í eigu einkaaðila. Hún segir vel sé hugsanlegt að borgin haldi slíkum ábyrgðum í fyrirtækjum sem séu í eigu ríkisins en sveitarfélögum í landinu sé beinlínis bannað að gangast í ábyrgðir fyrir einkaaðila. Það sé því alveg ljóst að yfirlýsing ráðherra um að selja Landsvirkjun ásamt Orkubúi Vestfjarða og RARIK þýði að aflétta þurfi ábyrgðunum gagnvart Reykjavíkurborg og það strax.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira