Steinhús söguð niður 6. mars 2005 00:01 Byggingarnar sem um ræðir eru gamla Bæjarútgerðin, Norðurstjarnan, skemmur flutningafyrirtækisins Jóna og Eimskipafélagsskemman. Húsnæðið mun þó ekki allt hafna á haugunum því húsnæði Jónanna verður sagað niður og reist aftur annars staðar. "Fyrst og fremst erum við að rífa niður Norðurstjörnuna og Bæjarútgerðina því þau hús er ekkert hægt að nýta," segir Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri Bortækni, sem sér um framkvæmdirnar. "Við munum hins vegar taka burðarvirki og þök af skemmunum og flytja til uppsetningar annars staðar. Af heildarmagninu þarna munum við nýta um það bil 4.000 fermetra og trúlegt að ekki hafi áður jafn stórir byggingarmassar verið fluttir í einu lagi." Bortækni hefur langa reynslu af því að rífa niður hús, en ekki jafn langa í að setja þau upp aftur. "Í þessu verkefni stöndum við frammi fyrir því að þurfa að rífa og henda byggingum sem eru fleiri þúsund fermetrar og sumar ekki nema 15 ára gamlar. Það er mikil sóun á verðmætum," segir Guðjón. "Nú þegar við búum yfir aukinni og öflugri flutningatækni kjósum við að flytja það sem er nýtilegt frekar en að henda því í sjóinn. Það er það skemmtilega við þetta. Nú er allt orðið einnota og algengast að henda bara og byggja upp á nýtt. Stysta leiðin í þessu hefði verið að setja jarðýtuna á allt saman. Það er bara engin verðmætasköpun í því. Byggingarnar munu rísa á nýjum stað og þjóna tilgangi sínum í áratugi í viðbót." Einingarnar eru sagaðar niður með vír- og demantssögum og merktar. Á nýja staðnum verður um einhverja steypuvinnu og samsetningu að ræða. Framkvæmdirnar eru á áætlun og Bortæknimenn munu hafa tæmt svæðið í lok apríl. "Húsnæðið verður svo nýtt í það sem það hentar best í og nú þegar hafa fjölmargir aðilar sýnt áhuga á húsnæðinu."Þökin verða líka nýtt á nýja staðnum. Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri hjá Bortækni, er ánægður með að geta bjargað verðmætum.Mynd/StefánSumar bygginganna eru ónýtilegar og verða jafnaðar við jörðu.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Byggingarnar sem um ræðir eru gamla Bæjarútgerðin, Norðurstjarnan, skemmur flutningafyrirtækisins Jóna og Eimskipafélagsskemman. Húsnæðið mun þó ekki allt hafna á haugunum því húsnæði Jónanna verður sagað niður og reist aftur annars staðar. "Fyrst og fremst erum við að rífa niður Norðurstjörnuna og Bæjarútgerðina því þau hús er ekkert hægt að nýta," segir Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri Bortækni, sem sér um framkvæmdirnar. "Við munum hins vegar taka burðarvirki og þök af skemmunum og flytja til uppsetningar annars staðar. Af heildarmagninu þarna munum við nýta um það bil 4.000 fermetra og trúlegt að ekki hafi áður jafn stórir byggingarmassar verið fluttir í einu lagi." Bortækni hefur langa reynslu af því að rífa niður hús, en ekki jafn langa í að setja þau upp aftur. "Í þessu verkefni stöndum við frammi fyrir því að þurfa að rífa og henda byggingum sem eru fleiri þúsund fermetrar og sumar ekki nema 15 ára gamlar. Það er mikil sóun á verðmætum," segir Guðjón. "Nú þegar við búum yfir aukinni og öflugri flutningatækni kjósum við að flytja það sem er nýtilegt frekar en að henda því í sjóinn. Það er það skemmtilega við þetta. Nú er allt orðið einnota og algengast að henda bara og byggja upp á nýtt. Stysta leiðin í þessu hefði verið að setja jarðýtuna á allt saman. Það er bara engin verðmætasköpun í því. Byggingarnar munu rísa á nýjum stað og þjóna tilgangi sínum í áratugi í viðbót." Einingarnar eru sagaðar niður með vír- og demantssögum og merktar. Á nýja staðnum verður um einhverja steypuvinnu og samsetningu að ræða. Framkvæmdirnar eru á áætlun og Bortæknimenn munu hafa tæmt svæðið í lok apríl. "Húsnæðið verður svo nýtt í það sem það hentar best í og nú þegar hafa fjölmargir aðilar sýnt áhuga á húsnæðinu."Þökin verða líka nýtt á nýja staðnum. Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri hjá Bortækni, er ánægður með að geta bjargað verðmætum.Mynd/StefánSumar bygginganna eru ónýtilegar og verða jafnaðar við jörðu.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira