Níunda listgreinin Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. mars 2005 00:01 Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Myndasagan hefur verið í gríðarlegri sókn síðustu áratugi og lifir nú góðu lífi sem alvöru bókmenntagrein og ekki síður sem alvöru listgrein. Frjótt ímyndunarafl myndasagnahöfunda og glæsileg tilþrif teiknara hafa orðið til þess að þetta gamla frásagnarform hittir beint í mark hjá lesendum á öllum aldri, ekki síst þeim yngri, en myndræn framsetning höfðar vitaskuld sterkt til þeirra sem hafa alist upp við MTV og hraðar klippingar tónlistarmyndbanda. Þar fyrir utan liggja rætur myndasögunnar djúpt í afþreyingarmenningunni þannig að þetta listform er orðið einn allsherjar suðupottur þar sem fortíð, framtíð, samtíð, kvikmyndum, bókmenntum, sjónvarpi og öllu þar á milli er mallað saman í göróttan mjöð kryddaðan asískum og engilsaxneskum áhrifum með súputeningum úr öllum heimshornum. Myndasagan er því kjörinn tengiliður ungra lesenda við allt milli himins og jarðar um leið og lestur myndasagna þjálfar unga sem aldna í því að lesa og túlka myndmál, en sú þekking verður æ mikilvægari í margmiðlunarheimi þar sem sjónrænt áreiti verður stöðugt sterkara mótunarafl sjálfsins. Vel myndasögulesinn unglingur er til að mynda miklu líklegri til þess að sjá framhjá yfirborðslegu og klámfengu yfirbragði tónlistarmyndbanda en krakki sem lætur hreyfimyndirnar mata sig gagnrýnilaust.Vígin falla Myndasagan hefur tekið Hollywood með áhlaupi og stöðugt fleiri myndasögupersónur stökkva af pappírnum yfir á filmu. Árangurinn er sjaldnast viðunandi, ekki frekar en þegar textabókmenntir eru lagaðar að hvíta tjaldinu, en ásókn kvikmyndagerðarmanna í myndasögunar sýnir svo ekki verður um villst að það er líf í tuskunum og gríðarleg gerjun. Myndasögurnar taka líka stöðugt meira pláss í hillum bókaverslana og bókasafna og það sem var algert jaðarfyrirbæri og kennt við "nörda" fyrir nokkrum árum og fékkst nær eingöngu í sérversluninni Nexus er farið að ryðja sér til rúms í Máli og menningu. Hollywood er fallin, myndasögur eru kenndar og greindar í háskólum, þær leigjast út í bílförmum á bókasöfnum og seljast eins og heitar lummur. Nú er komið að Listasafni Reykjavíkur, sem opnar á laugardaginn sýninguna Níuna og vísar þannig til myndasögunnar sem níundu listgreinarinnar. Þeim fer stöðugt fækkandi sem líta myndasögur hornauga og tengja þær einungis við Súperman, Batman og aðrar hasarblaðahetjur enda breiddin orðin svo mikil að gömlu DC-hetjurnar eru fallnar í skuggann þó þær lifi enn góðu lífi og hafi í raun aldrei verið jafn ferskar og vel skrifaðar. Það eru helst Japanir með sínu manga sem eru að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og ryðja ofurhetjunum út á kantinn með samkynhneigðum ástarævintýrum og unglingarómönum sem ganga í alla aldurshópa.Brú milli kynslóða og menningarheima Þeir sem vilja ekki ganga svo langt að viðurkenna myndasöguna sem listgrein ættu að gera sér ferð niður í Listasafn Reykjavíkur, sjá og sannfærast. Þar munu blasa við heillandi heimar og þeir sem hafa ekki heillast af myndasögum enn munu áreiðanlega finna eitthvað sem fangar athyglina. Sé eitthvert kynslóðabil til á þessum trylltu og margbreytilegu tímum verður það einna helst brúað af myndasögum þannig að foreldrar og börn ættu að fjölmenna á Níuna og koma svo við á bókasafni eða í Nexus þar sem allt er smekkfullt af bókmenntum sem ná yfir lífið allt og fara út fyrir mörk lífs, dauða og drauma. Og það besta er að þessu er öllu pakkað í umbúðir sem henta fullkomlega nútímafólki með athyglisbrest.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun