Útvarp valdsins Ólafur Hannibalsson skrifar 12. mars 2005 00:01 Það hefur verið sagt að sagan endurtaki sig, en í seinna sinnið taki hún á sig mynd farsans. Síðustu atburðir virðast staðfesta þetta. Í fjölmiðlamálinu síðastliðið sumar geystist Davíð fram á sviðið í gervi Riddarans hugumstóra og réðst gegn vindmyllum Baugsveldisins, en Halldór lék hlutverk hins staðfasta fylgisveins, Sancho Panza, og lét sem hann tryði því að vindmyllurnar væru óvígur óvinaher. Halldór var óbrigðull í stuðningi sínum. Fimm breytingatilraunir voru gerðar á frumvarpinu og eftir hverja þeirra steig Hjálmar Árnason fram og lýsti því yfir að allur þingflokkur framsóknarflokksins (mínus tveir) væri sáttur við frumvarpið eftir breytingarnar. Loks urðu þeir svarabræður þó að gefast upp og nema frumvarpið úr gildi. Nú er komið að sjálfstæðisflokknum að launa stuðninginn. Sex mánuðir eru liðnir síðan Kári Jónasson hvarf úr sæti fréttastjóra ríkisútvarpsins og greinilegt að mikið hefur verið bruggað á bak við tjöldin um hvernig skuli svo um hnúta búið, að traustur stjórnarliði fengi þetta starf. Hvað eftir annað hafa kannanir leitt í ljós, að almenningur í landinu ber mikið traust til fréttastofa ríkisútvarpsins (oftast á bilinu 75-80%). En forystumenn stjórnarflokkanna hafa ekki farið dult með að þeir hafa verið hundóánægðir með fréttaflutning af gerðum ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna og kveinað opinberlega yfir umfjöllun í fréttum og fréttatengdum þáttum. Sérstaklega að fréttamenn skuli ekki gleypa hráar fréttatilkynningar frá spunameisturum flokkanna, heldur reyna að gagnrýna og leggja sjálfstætt mat á innihald þeirra. Iðulega hafa þeir kennt fjölmiðlum um slælegt gengi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar. Það er ekkert nýtt að stjórnarliðar reyni að nota ítök sín í pólitískt skipuðu útvarpsráði til að hafa áhrif á mannaráðningar, einkum ráðningar yfirmanna, og koma sínum mönnum þar fyrir, eða að minnsta kosti að koma í veg að menn komist þar að eða endist í starfi sem þeir hafa sérstaka vanþóknun á (þ.e.a.s. fréttamenn, sem álíta það skyldu sína að vera gagnrýnir í fréttaflutningi). Ríkisstjórnir sem sitja lengi geta smám saman hert tök sín á ríkisútvarpinu og það er einmitt það sem er að gerast nú. Sjálfstæðisflokkurinn er á sínu fjórða kjörtímabili við völd og framsókn á því þriðja og nýbúin að fá forsætisráðherraembættið langþráða. Samt vænkast ekki hagur Strympu og klíkan kringum forsætisráðherrann kennir fjölmiðlunum um. Framsókn telur sig "eiga" embætti fréttastjóra útvarps. DV á fimmtudaginn upplýsti að Finnur Ingólfsson hefði verið að hringja í frændur og vini og bjóða þeim stöðuna. Pétur Gunnarsson skrifstofustjóri framsóknarflokksins og varamaður Páls Magnússonar í útvarpsráði upplýsti að hann hefði farið yfir gögn málsins og fundið út (merkilegt nokk!) að Auðun Georg Ólafsson var sá umsækjenda sem passaði best við auglýsinguna. Það er gamalkunnugt trikk í stjórnsýslu allra landa, ef skylt er að auglýsa stöðu sem ætluð er ákveðnum gæðingi, að klæðskerasníða auglýsinguna að eiginleikum gæðingsins. Eitthvað tókst þó illa til í þessu tilfelli, þar sem einmitt þetta fór framhjá Boga Ágústssyni, starfsmannastjóranum og sérfræðingi ráðningarfyrirtækisins, og þeim láðist að mæla með þessum skjólstæðingi valdsins. En nú fékk Framsókn endurgoldinn sinn óbrigðula stuðning við fjölmiðlafrumvarpið og sjálfstæðismenn viðurkenndu eignarrétt framsóknar á stöðunni. Meira að segja Mogganum er brugðið við svo opinskáa misbeitingu valds og átelur stjórnarflokkana harðlega. Þessi atburður getur varla talist heppilegur inngangur að frumvarpi Þorgerðar Katrínar að nýjum lögum fyrir ríkisútvarpið. Þvert á móti færir hann fullar sönnur á það sem við andstæðingar fjölmiðlafrumvarpsins sálaða héldum fram, að íslenska ríkisstjórni stefnir leynt og ljóst að því að ná sams konar tökum á fjölmiðlum þessa lands og Silvio Berlusconi, góðvinur utanríkisráðherrans, hefur náð á Ítalíu. Munurinn er sá einn að Berlusconi eignaðist fyrst fjölmiðla, stofnaði síðan flokk, náði svo völdum í skjóli fjölmiðla sinna og þar einnig tökum á ríkisfjölmiðlunum. Hér á landi byrja menn með því að ná fullum tökum á ríkisfjölmiðlunum, setja síðan lög á þá fjölmiðla sem þeir hafa vanþóknun á (baugsmiðlar í dag, eitthvað annað á morgun). Aðalatriði er að þagga niður í gagnrýninni og sjá til þess að leiðtogarnir miklu séu vegsamaðir og tryggðir í sessi. En stundum dugar það ekki til. Valdhrokagikkirnir, sem ólust upp undir pilsföldum Margrétar Thatchers, fengu að reyna annað. Hér gæti farið á sama veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Það hefur verið sagt að sagan endurtaki sig, en í seinna sinnið taki hún á sig mynd farsans. Síðustu atburðir virðast staðfesta þetta. Í fjölmiðlamálinu síðastliðið sumar geystist Davíð fram á sviðið í gervi Riddarans hugumstóra og réðst gegn vindmyllum Baugsveldisins, en Halldór lék hlutverk hins staðfasta fylgisveins, Sancho Panza, og lét sem hann tryði því að vindmyllurnar væru óvígur óvinaher. Halldór var óbrigðull í stuðningi sínum. Fimm breytingatilraunir voru gerðar á frumvarpinu og eftir hverja þeirra steig Hjálmar Árnason fram og lýsti því yfir að allur þingflokkur framsóknarflokksins (mínus tveir) væri sáttur við frumvarpið eftir breytingarnar. Loks urðu þeir svarabræður þó að gefast upp og nema frumvarpið úr gildi. Nú er komið að sjálfstæðisflokknum að launa stuðninginn. Sex mánuðir eru liðnir síðan Kári Jónasson hvarf úr sæti fréttastjóra ríkisútvarpsins og greinilegt að mikið hefur verið bruggað á bak við tjöldin um hvernig skuli svo um hnúta búið, að traustur stjórnarliði fengi þetta starf. Hvað eftir annað hafa kannanir leitt í ljós, að almenningur í landinu ber mikið traust til fréttastofa ríkisútvarpsins (oftast á bilinu 75-80%). En forystumenn stjórnarflokkanna hafa ekki farið dult með að þeir hafa verið hundóánægðir með fréttaflutning af gerðum ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna og kveinað opinberlega yfir umfjöllun í fréttum og fréttatengdum þáttum. Sérstaklega að fréttamenn skuli ekki gleypa hráar fréttatilkynningar frá spunameisturum flokkanna, heldur reyna að gagnrýna og leggja sjálfstætt mat á innihald þeirra. Iðulega hafa þeir kennt fjölmiðlum um slælegt gengi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar. Það er ekkert nýtt að stjórnarliðar reyni að nota ítök sín í pólitískt skipuðu útvarpsráði til að hafa áhrif á mannaráðningar, einkum ráðningar yfirmanna, og koma sínum mönnum þar fyrir, eða að minnsta kosti að koma í veg að menn komist þar að eða endist í starfi sem þeir hafa sérstaka vanþóknun á (þ.e.a.s. fréttamenn, sem álíta það skyldu sína að vera gagnrýnir í fréttaflutningi). Ríkisstjórnir sem sitja lengi geta smám saman hert tök sín á ríkisútvarpinu og það er einmitt það sem er að gerast nú. Sjálfstæðisflokkurinn er á sínu fjórða kjörtímabili við völd og framsókn á því þriðja og nýbúin að fá forsætisráðherraembættið langþráða. Samt vænkast ekki hagur Strympu og klíkan kringum forsætisráðherrann kennir fjölmiðlunum um. Framsókn telur sig "eiga" embætti fréttastjóra útvarps. DV á fimmtudaginn upplýsti að Finnur Ingólfsson hefði verið að hringja í frændur og vini og bjóða þeim stöðuna. Pétur Gunnarsson skrifstofustjóri framsóknarflokksins og varamaður Páls Magnússonar í útvarpsráði upplýsti að hann hefði farið yfir gögn málsins og fundið út (merkilegt nokk!) að Auðun Georg Ólafsson var sá umsækjenda sem passaði best við auglýsinguna. Það er gamalkunnugt trikk í stjórnsýslu allra landa, ef skylt er að auglýsa stöðu sem ætluð er ákveðnum gæðingi, að klæðskerasníða auglýsinguna að eiginleikum gæðingsins. Eitthvað tókst þó illa til í þessu tilfelli, þar sem einmitt þetta fór framhjá Boga Ágústssyni, starfsmannastjóranum og sérfræðingi ráðningarfyrirtækisins, og þeim láðist að mæla með þessum skjólstæðingi valdsins. En nú fékk Framsókn endurgoldinn sinn óbrigðula stuðning við fjölmiðlafrumvarpið og sjálfstæðismenn viðurkenndu eignarrétt framsóknar á stöðunni. Meira að segja Mogganum er brugðið við svo opinskáa misbeitingu valds og átelur stjórnarflokkana harðlega. Þessi atburður getur varla talist heppilegur inngangur að frumvarpi Þorgerðar Katrínar að nýjum lögum fyrir ríkisútvarpið. Þvert á móti færir hann fullar sönnur á það sem við andstæðingar fjölmiðlafrumvarpsins sálaða héldum fram, að íslenska ríkisstjórni stefnir leynt og ljóst að því að ná sams konar tökum á fjölmiðlum þessa lands og Silvio Berlusconi, góðvinur utanríkisráðherrans, hefur náð á Ítalíu. Munurinn er sá einn að Berlusconi eignaðist fyrst fjölmiðla, stofnaði síðan flokk, náði svo völdum í skjóli fjölmiðla sinna og þar einnig tökum á ríkisfjölmiðlunum. Hér á landi byrja menn með því að ná fullum tökum á ríkisfjölmiðlunum, setja síðan lög á þá fjölmiðla sem þeir hafa vanþóknun á (baugsmiðlar í dag, eitthvað annað á morgun). Aðalatriði er að þagga niður í gagnrýninni og sjá til þess að leiðtogarnir miklu séu vegsamaðir og tryggðir í sessi. En stundum dugar það ekki til. Valdhrokagikkirnir, sem ólust upp undir pilsföldum Margrétar Thatchers, fengu að reyna annað. Hér gæti farið á sama veg.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun