Hleypið ljósinu inn 21. mars 2005 00:01 Það er þarft verk að þvo gluggana á þessum árstíma og ætti gluggaþvottur að falla undir föst verkefni sem snúa að því að halda húsunum okkar í horfinu. Á þessum tíma árs liggur sólin lágt og það hefur í för með sér að birtan flæðir í gegnum gluggana, sem flestir eru útataðir eftir vetrarveðrið, rokið og slydduna. Óhreinindin verða hreinlega flóðlýst. Margir eru svo heppnir að komast auðveldlega að gluggunum en aðrir alls ekki, þar á meðal þeir sem búa á 10. hæð og geta því ómögulega sinnt gluggaþvotti. Fyrir þá sem eiga erfitt með að þvo gluggana er besta leiðin að setja sig í samband við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í hvers kyns gluggaþvotti en þau eru allnokkur í höfuðborginni og oftast einhver í stærri byggðakjörnum landsins. Þeim sem vilja sjálfir sjá um gluggaþvott heimilisins er bent á eftirfarandi atriði: Þau tæki sem auðvelda verkið eru: Skafa með gúmmíkanti (allir hafa séð atvinnumennina nota svona) Svampur (eða mjúkur breiður bursti) Tauklútar Fata Vinsamlegast bíðið eftir frostlausum blíðviðriskafla, fátt er jafn pirrandi og ef hreinsigræjurnar frjósa á rúðunni eða að standa í gluggaþvotti þegar sandrok geisar. Uppskriftin að góðum gluggaþvotti er svona: 1. Setjið volgt vatn í fötu og bætið út í matskeið af uppþvottalegi. 2. Dýfið svampinum eða burstanum í löginn og vindið mesta vatnið burt. 3. Strjúkið yfir gluggann, fyrst langsum og svo þvert (sjálfsagt að beita afli þar sem óhreinindi þrjóskast við). 4. Dragið gúmmísköfuna lárétt eftir efsta hluta rúðunnar og hreinsið svo óhreinindi burt af henni með tauklút 5. Dragið sköfunna lóðrétt niður eftir enda rúðunnar og hreinsið óhreinindin af sköfunni með klút. 6. Skafið afganginn af vatninu og óhreinindunum burt með láréttum strokum, án þess að fara mikið inn á þau svæði sem þegar eru orðin hrein og þurr. 7. Notið hreina tusku til að strjúka yfir gluggann og aðliggjandi gluggapósta. Atvinnumenn í faginu mæla ekki með gluggaþvotti í of mikilli sól og hita þar sem sápuvatnið þornar of hratt. En æfingin skapar meistarann og þá er bara að fara að æfa sig. Hús og heimili Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Það er þarft verk að þvo gluggana á þessum árstíma og ætti gluggaþvottur að falla undir föst verkefni sem snúa að því að halda húsunum okkar í horfinu. Á þessum tíma árs liggur sólin lágt og það hefur í för með sér að birtan flæðir í gegnum gluggana, sem flestir eru útataðir eftir vetrarveðrið, rokið og slydduna. Óhreinindin verða hreinlega flóðlýst. Margir eru svo heppnir að komast auðveldlega að gluggunum en aðrir alls ekki, þar á meðal þeir sem búa á 10. hæð og geta því ómögulega sinnt gluggaþvotti. Fyrir þá sem eiga erfitt með að þvo gluggana er besta leiðin að setja sig í samband við þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í hvers kyns gluggaþvotti en þau eru allnokkur í höfuðborginni og oftast einhver í stærri byggðakjörnum landsins. Þeim sem vilja sjálfir sjá um gluggaþvott heimilisins er bent á eftirfarandi atriði: Þau tæki sem auðvelda verkið eru: Skafa með gúmmíkanti (allir hafa séð atvinnumennina nota svona) Svampur (eða mjúkur breiður bursti) Tauklútar Fata Vinsamlegast bíðið eftir frostlausum blíðviðriskafla, fátt er jafn pirrandi og ef hreinsigræjurnar frjósa á rúðunni eða að standa í gluggaþvotti þegar sandrok geisar. Uppskriftin að góðum gluggaþvotti er svona: 1. Setjið volgt vatn í fötu og bætið út í matskeið af uppþvottalegi. 2. Dýfið svampinum eða burstanum í löginn og vindið mesta vatnið burt. 3. Strjúkið yfir gluggann, fyrst langsum og svo þvert (sjálfsagt að beita afli þar sem óhreinindi þrjóskast við). 4. Dragið gúmmísköfuna lárétt eftir efsta hluta rúðunnar og hreinsið svo óhreinindi burt af henni með tauklút 5. Dragið sköfunna lóðrétt niður eftir enda rúðunnar og hreinsið óhreinindin af sköfunni með klút. 6. Skafið afganginn af vatninu og óhreinindunum burt með láréttum strokum, án þess að fara mikið inn á þau svæði sem þegar eru orðin hrein og þurr. 7. Notið hreina tusku til að strjúka yfir gluggann og aðliggjandi gluggapósta. Atvinnumenn í faginu mæla ekki með gluggaþvotti í of mikilli sól og hita þar sem sápuvatnið þornar of hratt. En æfingin skapar meistarann og þá er bara að fara að æfa sig.
Hús og heimili Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira