Dallas - Houston 22. apríl 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Viðureign Texas liðanna Dallas og Houston verður ef að líkum lætur ein sú jafnasta og mest spennandi í fyrstu umferðinni í ár. Stórskotalið Dallas er óðum að tileinka sér betri varnarleik eftir þjálfaraskiptin og gaman verður að sjá hvernig þeim reiðir af gegn varnarsinnuðum grönnum sínum í Houston Rockets. Dallas liðið hefur verið á mikilli siglingu allar götur síðan Avery Johnson tók við liðinu af lærimeistara sínum Don Nelson, en hann hefur eilítið aðrar áherslur en gamli maðurinn, ekki síst í varnarleiknum. Dallas hefur verið eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar á síðustu árum, en það hefur ekki skilað liðinu lengra en í aðra umferð úrsiltakeppninnar, þar sem varnarleikurinn skiptir öllu máli. Menn þar á bæ vona að þetta breytist í ár, ekki síst með tilkomu miðherjans Eric Dampier, sem gefur liðinu fyrsta trausta miðherjann sem það hefur haft í háa herrans tíð. Liðið er nú laust við meiðsli í fyrsta sinn í vetur og vann 9 síðustu leiki sína á leiktíðinni, sem er gott veganesti fyrir framhaldið. Houston Rockets er mjög gott lið og er með hinn varnarsinnaða þjálfara Jeff van Gundy, sem kýs að leika hægan og agaðan sóknarleik og vill vinna leiki með góðri vörn. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að ná ekki að fullnýta þá Yao Ming og Tracy McGrady sóknarlega, en sá síðarnefndi getur upp á sitt einsdæmi gert út um leiki sóknarlega ef sá gállinn er á honum. Liðið er skipað mörgum reynsluboltum og leikaðferð þess er vel til þess fallin að spila í úrslitakeppni, svo að þeir gætu farið langt í ár. Hversu langt þeir ná fer að margra mati eftir því hve vel risinn Yao Ming leikur, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera of passífur í leik sínum og fær á sig alltof mikið af klaufavillum. Hann er hinsvegar óstöðvandi þegar hann nær sér á strik og verður að leika vel til að bæta fyrir fjarveru Juwan Howard, sem ekki getur leikið með Rockets í úrslitakeppninni vegna meiðsla. Fyrsti leikur liðanna er á laugardagskvöld í Dallas.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira