Chicago 2 - Washington 3 5. maí 2005 00:01 Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Eftir dramatískar lokamínútur og rosalegan endasprett, þurftu heimamenn í Chicago Bulls að sætta sig við 112-110 tap fyrir Washington Wizards, þar sem Gilbert Arenas skoraði sigurkörfuna þegar leiktíminn rann út og nú getur Washington liðið klárað dæmið á heimavelli í næsta leik. Tapið í nótt var liði Chicago ekki síður sárt ef litið er til þess að þeir voru undir allann leikinn í nótt og 20 stig skyldu liðin í þriðja leikhluta. Bulls gerðu mikið áhlaup í síðasta leikhlutanum og lokasekúndurnar voru æsilegar. Liðsmenn Washington brenndu af nokkrum vítaskotum og hittu illa utan af velli, á meðan allt fór niður hjá Bulls. Jannero Pargo skoraði þrár þriggja stiga körfur á síðustu 34 sekúndum leiksins og Kirk Hinrich setti eina. Leikurinn var því orðinn jafn á síðustu andartökunum, en þá tók Gilbert Arenas málin í sínar hendur. "Ég vissi að skotið færi ofan í, ég tek svona skot á hverjum degi. Alla dreymir um að skora svona körfur þegar þeir eru yngri og þegar maður fær tækifæri til þess, vill maður auðvitað ekki klúðra því," sagði Arenas. Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld í MCI Höllinni í Washington, en þar hafa heimamenn sigrað Chicago 10 sinnum í röð. Washington hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982. "Ég reyndi hvað ég gat til að verjast honum, því ég vissi að það yrði hann sem tæki þetta skot fyrir þá. Hann hinsvegar gerði vel í að hitta úr skortinu og það var eins og rýtingur í hjartað á okkur," sagði Kirk Hinrich. Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 33 stig (9 frák, 7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig (10 frák), Brendan Haywood 17 stig (7 frák, 5 varin), Gilbert Arenas 16 stig (8 stoðs, 6 frák), Jared Jeffries 12 stig (8 frák), Juan Dixon 6 stig, Michael Ruffin 6 stig.Atkvæðamestir hjá Chicago:Ben Gordon 27 stig, Kirk Hinrich 23 stig (7 stoðs, 6 þriggja stiga körfur), Tyson Chandler 22 stig (10 frák), Othella Harrington 12 stig, Jannero Pargo 10 stig, Chris Duhon 8 stig.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira