Chicago 2 - Washington 4 7. maí 2005 00:01 Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira