Félögin bera ábyrgðina 8. maí 2005 00:01 Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er mikið undir hjá handknattleikshreyfingunni næsta vetur. Áhuginn á íþróttinni virðist hafa náð sögulegu lágmarki í vetur og handknattleiksforystan sá sér ekki annað fært en að kollvarpa deildarfyrirkomulaginu á síðasta ársþingi. Það er hætt við að sú ákvörðun skili litlu ef félögin taka sig ekki saman í andlitinu og fara að huga að umgjörðinni hjá sér. Handboltinn stendur á tímamótum því næsta vetur verður boðið upp á nýtt deildarfyrirkomulag og flest lið munu mæta mikið breytt til leiks því fjölmargir leikmenn eru á förum og það verða nánast engar "stjörnur" í deildinni næsta vetur. Við þessu ástandi verða félögin að bregðast með því að bjóða áhorfendum upp á eitthvað annað aðlaðandi. Eitthvað sem fær fólk til þess að vilja fara á völlinn, því það á að vera gaman að fara á völlinn. Því miður er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á völlinn í dag. Umgjörðin á handboltaleikjum í dag er engin og maður spyr sig að því hvað menn séu að gera. Það er nákvæmlega ekkert gert til þess að laða fólk í íþróttahús landsins og þarf því ekki að koma á óvart að aðsóknin versni með hverju árinu. Einhverra hluta vegna virðist vera í tísku að kenna HSÍ um allt sem miður fer í íslensku handboltalífi en ég blæs á slíkt og skelli skuldinni á forráðamenn félaganna. Það er á þeirra ábyrgð að skapa umgjörð á leikjum en ekki HSÍ. Það þarf í raun ekki að gera mikið til þess að búa til betri stemningu. Til að mynda væri hægt að skipuleggja uppákomur í leikhléi þar sem áhorfendur fá að taka þátt. Það þarf ekki að vera flókið. Svo væri líka metnaður í því að búa til stuðningsmannaklúbb þar sem meðlimir njóta ýmissa fríðinda hjá félaginu. Það er nauðsynlegt að gera vel við þá sem mest láta að sér kveða. Svo má ekki gleyma gamla góða lukkutröllinu sem hefur oft skilað sínu. Það er mikilvægt fyrir félögin að taka á þessum málum á næstu leiktíð því annars er hægt að byrja að moka yfir íslenskan handbolta. Ef félögin finna það ekki hjá sér sjálf að búa til umgjörð sem er sæmandi íslenskum handbolta verður HSÍ að taka málin í sínar hendur og skikka félögin til að vera með lágmarksumgjörð líkt og KKÍ gerir. Ef félögin geta ekki staðið við þær skuldbindingar er hægt að beita refsingum og það hörðum. Félög sem hvorki vilja né nenna að búa til umgjörð hjá sér hafa ekkert að gera í deild þeirra bestu. Aðgerða er þörf og það strax. Framtíð íslensks handbolta liggur hjá forystumönnum íslenskra handknattleiksfélaga. Takið ykkur taki og spýtið í lófana næsta vetur. Henry Birgir Gunnarsson - [email protected]
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar