Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur Eurovision Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur
Eurovision Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira