Refsiglaðir en úrræðalausir 18. maí 2005 00:01 Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Ungur körfuboltamaður á Suðurnesjum var á dögunum dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa neytt ólöglegra vímuefna. Ungi körfuboltamaðurinn játaði brot sitt fyrir dómstól Íþróttasambands Íslands og sagði í málsvörn sinni að um einangrað tilvik hafi verið að ræða. Fram kemur í dómsorði yfir unga manninum að tveggja ára keppnisbann sé nauðsynlegt – enda sé það í samræmi við reglur sambandsins. Ungi maðurinn á Suðurnesjum má sumsé ekki æfa körfubolta, ekki keppa né gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttahreyfinguna. Ekki ber að skilja þetta svo að verið sé að gera lítið úr afbroti körfuboltamannsins eða annarra sem lenda í sömu stöðu. Auðvitað eiga íþróttamenn ekki að neyta eiturlyfja. Það eru hins vegar viðbrögð og viðurlög íþróttahreyfingarinnar sem vekja upp spurningar. Dæmin um þetta eru kannski ekki mörg og raunar er það svolítið skrítið – ekki síst í ljósi þess að minnsta kosti þriðjungur framhaldsskólanema segist einhvern tíma hafa prófað ólögleg vímuefni – á borð við kannabis og amfetamín. Miðað við það hefðu kannski fleiri átt að falla á lyfjaprófum ÍSÍ en líklegt má telja að mál af þessu tagi eigi eftir að koma upp í framtíðinni. Fyrir rétt um áratug kom upp mál af svipuðum toga þegar ungur handboltamann var sakfelldur af sama dómstól og gert að sæta tveggja ára keppnisbanni eftir að amfetamín fannst í blóði hans. Sá var látinn taka pokann sinn og fékk engan stuðning innan íþróttahreyfingarinar til að taka á sínum málum. Kjarni málsins er sá að íþróttahreyfingin virðist ekki hafa nein raunveruleg úrræði þegar vandi af þessu tagi kemur upp og eða vilja til að gera betur. Þegar horft er til þessara tveggja mála er ljóst að ekkert hefur breyst á tíu árum. Enda hefur svo sem ekki mikið verið um þetta talað. Íþróttahreyfingin virðist ef marka má dómsorðið yfir körfuboltamanninum líta svo á að brottrekstur sé eina lausnin og til þess fallin að auka tiltrú og traust almennings á hreyfingunni. Það getur ekki verið besta lausnin að reka ungan íþróttamann og hindra að hann stundi íþróttir – að minnsta kosti ekki ef við trúum því að íþróttaiðkun sé mannbætandi og hafi forvarnargildi þegar kemur að vímuefnaneyslu. Íþróttahreyfingin tekur til sín milljónir af almannafé á hverju ári – meðal annars í ljósi þess hversu mikið forvarnarstarf er unnið innan hennar. Sem er auðvitað satt og rétt – allt þar til mönnum verður á. Við hljótum að gera meiri kröfur til íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar en svo að vandamálinu sé ýtt út af borðinu og látið eins viðkomandi sé ekki lengur til. Væri ekki nær að íþróttahreyfingin sinnti líka forvarnarstörfum þegar íþróttafólkinu verður á í messunni? Hvers vegna er þessu fólki ekki frekar boðið að fara í vímuefnameðferð, það skikkað til að mæta á aa-fundi eða látið inna af hendi samfélagsþjónustu á vegum íþróttafélagsins til dæmis? Þá mætti hugsa sér styttra keppnisbann en hverju þjónar æfingabann? Það á ekki að líða ólöglega lyfjaneyslu innan íþróttanna en spurningin er hvort ískaldur brottrekstur sé eina lausnin. Það skortir á umræðu um þessi mál í þjóðfélaginu. Þetta er ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar – sérstaklega ekki þegar hún tekur við almannafé, meðal annars í krafti þess að hún sinni mikilvægu forvarnarstarfi. Verða ekki orð um forvarnir og mannrækt heldur innistæðulaus þegar mönnum dettur ekkert betra í hug en að banna fólki að stunda íþróttir? Arndís Þorgeirsdóttir [email protected]
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun