Er ofbeldið einkamál? 23. júní 2005 00:01 Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - [email protected]
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar