Ólýsanleg stemming í Frankfurt 11. ágúst 2005 00:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins. "Mér þótti dálítið blóðugt að við skyldum fá á okkur þessa vítaspyrnu svona rétt eftir að Guðmundur á stangarskotið og ég get ekki sagt að ég sé sáttur við dómgæsluna í leiknum. Þeir fá samt aragrúa af færum í leiknum, þannig að maður verður líklega að kyngja þessu bara," sagði þjálfarinn. "Við lögðum auðvitað upp með það að verjast og sitja mjög aftarlega í þessum leik, því við vissum að þeir myndu koma dýrvitlausir til leiks og pressa stíft. Þeir gáfu það út að þeir ætluðu sér að skora snemma og þó það hafi að vísu tekist hjá þeim, varð það til þess að slá okkur dálítið utan undir. Eftir þetta mark þeirra fannst mér við komast bara ágætlega inn í leikinn og eins og ég sagði var blóðugt að fá á sig þetta víti," sagði Kristján, sem lýsti stemmingunni sem ógleymanlegri stund fyrir sig og strákana í liðinu. "Þessi völlur er náttúrulega ótrúlega glæsilegur og það verður leikið á honum á HM næsta sumar. Stemmingin var frábær, ekki bara hjá áhorfendum, heldur einnig á meðal leikmanna beggja liða. Það fór mjög vel á með öllum hérna inni á leikvellinum eftir að flautað var af og nú vonum við bara að við náum að stríða þeim aðeins heima í Keflavík í seinni leiknum. Ef við skorum mark á þá snemma, er aldrei að vita hvað við náum að gera," sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi.
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira