Ekkert hlustað á sakborninga 12. ágúst 2005 00:01 Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira