Einn svakalegasti dagur lífs míns 13. ágúst 2005 00:01 Jóhannes Jónsson í Bónus er óþarft að kynna, enda hefur hann áður verið í eldlínunni. Fréttablaðið birtir í dag ákærur ríkislögreglustjóra í svonefndu Baugsmáli á hendur Jóhannesi og tveggja barna hans, auk þriggja annarra. Atriði sem snúa beint að Jóhannesi í ákærunum snerta viðskipti með skemmtisnekkju í Flórída og reikninga og nótur sem tengjast Nordica og Jóni Gerald Sullenberger. Í ákærunum eru brot Jóhannesar flokkuð sem fjárdráttur og einkum talin varða við 247. grein hegningarlaga. Teljist brot alvarleg, sem undir þessa grein falla, geta viðurlögin verið allt að sex ára fangelsi. Í viðtali við Jóhann Hauksson ber Jóhannes Jónsson embættismenn ríkislögreglustjóra þungum sökum og talar um skipulega aðför stjórnvalda að fjölskyldu sinni og Baugi. Jóhannes hefur orðið: Afraksturinn rýr eftir þrjú ár "Mér finnst það langsótt og ekki sérlega djúpt að geta ekki eftir þriggja ára rannsóknarstarf bent á einhvern þátt innan Baugs þar sem verðmæti hafa misfarist. Þegar við erum búnir að fá skýringar á öllum þáttum frá okkar lögmönnum virðist það ekki vera," segir Jóhannes. "Ég veit um marga hluti sem ég og mitt samstarfsfólk hefur veitt greið svör við. En það hefur verið stuðst við þá kurteisisvenju hjá embætti Ríkislögreglustjóra að taka ekkert tillit til þess, sama hvort lagðar hafa verið fram skjalfestar upplýsingar eða munnlegar. Það er eins og þessi rannsókn og málatilbúnaður hafi allur miðað að því að ná sér niður á okkur sem fyrirtæki og sem fjölskyldu og að sverta mannorð okkar út í eitt. Mér virðist þetta hafa verið tilgangurinn. Enda þegar húsleit var gerð í fyrirtækinu í upphafi þessa máls kemur lögmaður, sem nú er hæstaréttardómari, að máli við ríkislögreglustjóra með pappír ásamt heildsala frá Bandaríkjunum sem við höfum átt viðskipti við. Frásögn þessa manns var lögð til grundvallar öllum þessum aðgerðum." Ertu þarna að tala um Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger? "Já. Þessi ágæti lögmaður villti um fyrir ríkislögreglustjóra og fékk hann til þess að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi. Þar villti ríkislögreglustjóri einnig um fyrir héraðsdómara. Héraðsdómur veitti síðan húsleitarheimildina að lítt athuguðu máli. Það var einhver svakalegasti dagur lífs míns þegar efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði innrás í fyrirtækið. Á dauða mínum átti ég frekar von en innrás á þessum tíma. Ég man að ég var í golfi norður á Akureyri þegar Jón Ásgeir hringdi í mig frá London og sagði við mig að ég yrði að fara í bæinn því efnahagsbrotadeildin hefði handtekið Tryggva Jónsson og ætlaði jafnframt að handtaka sig við komuna til landsins. Jón Ásgeir hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi og sagðist ekki skilja neitt í þessari atburðarás. Hann sagði mér jafnframt að innrás lögregluyfirvalda væri litin mjög alvarlegum augum í Bretlandi því svona atburðir ættu sér ekki stað þar nema um væri að ræða morð eða milljarða þjófnaði og þetta væri eitthvað sem myndi örugglega leysast. Í Bretlandi og öðrum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við þá yrði svona innrás aldrei gerð nema að undangenginni nokkurra mánaða rannsókn lögreglu. Svona framkoma líðst ekki nema í bananalýðveldum. Fréttum af innrásinni var illa tekið í Bretlandi þar sem Jón Ásgeir var að leggja lokahönd á tilboð í Arcadia. Þau viðskipti urðu að engu eftir þessa aðför enda skilja Bretar ekki að svona inngrip lögregluyfirvalda í starfsemi fyrirtækja eigi ekki sterkari grundvöll en hér var um að ræða. Það er kunnara en frá þurfi að segja að innrásin og það að við neyddumst til þess að segja okkur frá kaupunum á Arcadia urðu til þess að Baugur - fyrirtækið sem yfirvöld töldu sig þurfa að verja - og hluthafar þess urðu fyrir tjóni sem metið er á milljarða króna." Markmið að brjóta okkur á bak aftur "Við vorum vitanlega svekktir og niðurbrotnir á þeirri stundu en þegar frá leið sáum við að tilgangurinn var einmitt sá að brjóta okkur niður. Ég sá fljótlega að málatilbúnaðurinn var á svo veikum grunni að það gat ekki verið annað en ætlunarverk að brjóta okkur á bak aftur, brjóta okkur niður. Það átti að eyðileggja okkur sem fyrirtæki. Stjórnvöld beittu sér til þess að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanlegt. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, var raunar búinn að lýsa áhyggjum og vara okkur við því að eitthvað væri í aðsigi af hálfu stjórnvalda áður en innrásin var gerð. Það yrðu aðgerðir af hálfu skattayfirvalda, lögreglunnar eða samkeppnisyfirvalda. Þessu lýsti hann eftir að hafa verið á fundi í London með Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra. Sá fundur var eins og menn vita átta mánuðum fyrir húsleitina í lok ágúst 2002. Ég er nú kominn yfir sextugt en ég hélt að svona viðbjóður væri ekki til hér í þessu landi. Ég hélt að þetta væri eitthvað sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve eða viðlíka stjórnarherrum. En við vitum að valdið spillir og þegar menn sitja of lengi að kjötkötlunum, eins og við höfum upplifað undanfarin ár, er sem stjórnarherrarnir fari full frjálslega með vald sitt." Getur þú fært efnisleg rök fyrir því eða sýnt fram á með öðrum hætti að tengsl séu á milli embættis ríkislögreglustjóra og annarra stjórnvalda sem þú telur að togi í spotta og vinni gegn ykkur á kerfisbundinn hátt? "Ég tel að embættismaður eins og ríkislögreglustjóri hefði aldrei lagt í svona aðgerðir nema hafa til þess stuðning. Án stuðnings eða bakhjarls hefði hann ekki farið í húsrannsókn hjá fyrirtæki eftir að hafa skoðað eina nótu frá Bandaríkjunum í 48 klukkustundir." Þið hafið gagnrýnt tímasetningar, meðal annars á birtingu ákæranna nú. Hvers vegna? "Það er mjög einkennileg tilviljun að þær skuli hafa verið birtar okkur tveimur dögum eftir að gaumgæfiskönnun lauk vegna tilboðsins í bresku verslunarkeðjuna Somerfield. En mönnum ríkislögreglustjóra lá á að komast í sumarfrí og það getur vel verið að ég sé þarna á rangri braut. En þetta var einnig ótrúlega snögg aðgerð varðandi Arcadia-viðskiptin og húsleitina fyrir þremur árum. Það voru margir bankamenn hér á landi sem vissu hve mikið var í húfi." Hefur einhver orðið fyrir tjóni?Brotin sem þú ert ákærður fyrir snerta 247. grein hegningarlaga og varða meðal annars fjárdrátt. Hörðustu viðurlög eru allt að sex ára fangelsi. Ertu saklaus? "Ég hef ekki tekið neitt frá neinum sem ég tel mig vera sekan um og ég veit að börnin mín hafa ekki gert það heldur. Ef hægt er að snúa þessum lagabókstaf á þennan hátt þá hljóta dómararnir að skera úr um það þegar þar að kemur. En mér finnst þetta afskaplega lítilmótlegt. Það hefur enginn kært okkur. Enginn hefur orðið fyrir tjóni. Hluthafar fyrirtækisins, þegar það var almenningshlutafélag, högnuðust ágætlega á því. Til dæmis keypti norskur starfsbróðir minn hlut í Baugi fyrir um það bil tvo milljarða króna þegar félagið var stofnað. Hann treysti mér það vel að hann gerði það nánast í gegnum síma. Hann var alsæll þegar hann seldi og mjög sáttur við sína ávöxtun. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi orðið fyrir tjóni í viðskiptum við okkur. Við erum nú stærstu hluthafar Baugs í dag þegar félagið hefur stöðu brotaþola. Ég veit ekki hvar eða hvernig tjónið mælist. Baugur hefur vaxið og dafnað með ótrúlegum hraða fyrir atbeina þeirra einstaklinga sem nú eru ákærðir fyrir brot gegn þessu sama fyrirtæki.. Það hefur hvergi - og ég endurtek hvergi - verið tekið tillit til réttlætinga okkar og útskýringa á hlutum sem nú eru orðnir að ákæruatriðum hjá starfsmönnum ríkislögreglustjóra. Þeir virðast vera í vinnu hjá einhverju afli sem er ekki til fyrir okkur öll. Raunar er merkilegt að ákæran snúist um fjárdrátt. Gaumur greiddi til dæmis laun Jóns Ásgeirs og ýmsan annan kostnað sem Baugur átti með réttu að greiða. Það var allt gert til þess að létta undir með nýstofnuðu almenningshlutafélagi á meðan félagið var að komast á legg. Það voru tugir milljóna sem fjölskyldufyrirtækið okkar, Gaumur, greiddi almenningshlutafélaginu Baugi. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir afstöðuna og nálgunina í þessu máli. Líklega voru þetta um 110 milljónir króna. Og svo kemur Baugur fyrir sem brotaþoli í ákærunum." Það eru mjög harðar greinar í refsilögum um auðgunarbrot og fleira. Í ákærunum er tíundað að Jón Ásgeir hafi með ólögmætum hætti valsað fram og aftur með mikla fjármuni. Út úr Baugi, inn í Gaum og til baka og svo framvegis. Fylgdist þú með þessu? "Þú veist að framtíðin í viðskiptum er alltaf á morgun. Í sífellu þarf að taka rökréttar skyndiákvarðanir. Jón Ásgeir hefur rætt þetta við mig frá degi til dags. Ég kannast vel við það. Ég treysti honum hundrað prósent. Hann hefur sýnt það og sannað frá unga aldri að það er hægt að treysta honum. Hann hefur nef fyrir viðskiptum og það hefur enginn orðið fyrir tjóni. Einn þeirra sem yfirheyrði okkur tók svo til orða að það hefði getað orðið tjón. Þetta er undarlegt úr munni opinbers starfsmanns. Er réttarkerfið bara apaspil? Ég skammast mín ekki fyrir neitt. Fyrirtækið óx hratt og stundum áttum við fullt í fangi með að hnýta alla enda. Það hefur engu verið stolið. Hver var eiginlega tjónshættan? Hvernig er unnt að stunda viðskipti án áhættu? Án áhættu eru engin viðskipti. Hvaða tjónshætta var umfram slíka áhættu? Hluthafarnir hafa ekki kvartað. Við fengum engan Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson til þess að setjast til borðs með okkur til að laða fólk og fé að okkur með pólitískum töfrum líkt og Kári Stefánsson gerði. Fólkið sem tekið hefur þátt í þessu hefur ekki gert athugasemdir við okkur." Fé safnað okkur til höfuðsÞú ert frumkvöðull í smásöluverslun og hefur náð góðum árangri. Nú stendur þú og bæði börnin þín frammi fyrir fjörutíu ákæruatriðum. Þau snerta þig og Kristínu dóttur þína að nokkru leyti og Jón Ásgeir son þinn að verulegu leyti. Segja má að fjölskylda þín sitji á sakamannabekk. Hvaða áhrif hefur þetta á þig og þín störf? "Þetta hafa verið djöfulleg ár að eiga þetta yfir höfði sér. Það getur verið að ég sé beiskur og bitur. Hvaða foreldri væri það ekki ef einhverjir menn út í bæ, sem eiga ekki mikilla hagsmuna að gæta, láta það út úr sér að þessi börn mín eigi að fara í fangelsi og þetta sé allt óverjandi af okkar hálfu. Ég kann ekki að meta þetta réttlæti. Ég er búinn að lesa þessi ákæruatriði. Ég er búinn að lesa greinargerð prófessors Jónatans Þórmundssonar, sem ég tel að njóti almenns trausts. Ég er búinn að lesa skýringar lögfræðinga okkar og eftir að hafa farið í gegnum þetta allt saman er ég tiltölulega rólegur. Ég treysti því að réttlætið sigri og að við getum haldið áfram að bera höfuðið hátt. Þetta mál verður sótt af okkar hálfu allt til enda eða þar til niðurstaða fæst. Það verður sótt á þeim dómstigum sem völ er á hér á landi. Við ætlum að höfða skaðabótamál til þess að freista þess að fá bætt það tjón sem Baugur hefur orðið að þola að ósekju. Menn hafa borið ótrúlegustu sakir á okkur án þess að geta bent á tjón eða skaða sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Í skaðabótamáli munum við ekki undanskilja þá embættismenn sem við teljum að framið hafi afglöp." Ertu að tala um ríkislögreglustjóra? "Ég ætla að láta lögmennina um að sækja á þau mið. Mér finnst að íslenska þjóðin eigi ekki skilið að hafa þá embættismenn í sinni þjónustu sem gæta ekki hagsmuna þegnanna betur en til hefur tekist hér. Við gefum hvergi eftir og ætlum meðal annars að athuga þann möguleika að leita réttar okkar fyrir Mannréttindadómstólnum varðandi tilurð og upphaf þessa máls. Það var safnað fé okkur til höfuðs í upphafi málsins. Jafnvel hæstaréttardómarinn hringdi í fyrirtæki til þess að safna fé í sjóð til þess að fjármagna aðför að fyrirtækinu okkar. Annað sem þarf að skoða sérstaklega eru tengslin milli rannsóknarvaldsins og ákæruvaldsins. Jónatan Þórmundsson prófessor hefur vakið athygli á þessu. Það var einn og sami maðurinn - eða sama embættið skulum við segja - sem hitti fyrst Jón Gerald Sullenberger. Sá hinn sami tók ákvörðun um að skoða gögnin. Sá sami lagði einnig beiðni um húsleit fyrir héraðsdóm. Hann hélt síðan áfram rannsókn málsins. Sami aðili færði síðan rannsóknina í tiltekinn farveg. Sá hinn sami tók saman rannsóknarniðurstöður og gaf út ákæru. Sjálfstætt ákæruvald heyrir sögunni til eins og Jónatan Þórmundsson orðar það. Ofan á þetta bætist að gögn sem við höfum lagt fram hafa ekki verið skoðuð sem skyldi eða mark tekið á þeim. Lagalega ber embættinu að rannsaka hvort tveggja atriði sem horfa til sektar og sýknu. Þetta kemur fram í lögum um meðferð opinberra mála. Brot á þessum réttindum einstaklinga og fyrirtækja eru hrein og klár mannréttindabrot." Mikill stuðningur almenningsHefur rekstur Baugs innanlands beðið skaða vegna þessa máls? "Svo undarlega sem það kann að virðast þá hefur ímynd okkar ekki skaðast hér innanlands, en Baugur hefur tapað gríðarlegum fjármunum erlendis vegna þessa málatilbúnaðar og þar með þjóðin sem þetta fyrirtæki tilheyrir. Þetta er íslenskt fyrirtæki. En það er svo dásamlegt fyrir bæði okkur fjölskylduna og fyrirtækin okkar að íslenska þjóðin, fyrir utan eina 20 til 30 einstaklinga, stendur heils hugar með okkur. Við höfum aldrei haft önnur eins viðskipti. Við höfum aldrei haft annan eins fjölda viðskiptavina hvar sem við höfum drepið niður fæti. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að við ættum svona marga formælendur. Þeir sem hringja, stöðva mann úti á götu eða hafa samband með öðrum hætti. Allir segja: Standið ykkur! Þjóðin er með ykkur! Og málsmetandi menn hafa einnig haft samband við mig og sagt að allir standi með okkur." Óttast þú keðjuverkandi áhrif í íslensku viðskiptalífi af Baugsmálinu? "Nei, ég hef ekki heyrt það og hugsa þetta ekki þannig. Mér finnst þetta vera apaspil og vona að því verði hætt hið bráðasta. Um þetta mál verður gerð bæði bók og kvikmynd. Þetta er lýjandi mál. Við erum með 2.500 manns í vinnu á Íslandi. Við berum ábyrgð gagnvart þessu fólki og okkur þykir vænt um starfsfólkið okkar. Þetta fólk hefur sýnt okkur traust og veitt okkur styrk - það hefur staðið heils hugar með okkur og við fáum ótrúlegan stuðning að öllu leyti. Fyrir þetta er ég þakklátur og þess vegna er ég bjartsýnn." Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jóhannes Jónsson í Bónus er óþarft að kynna, enda hefur hann áður verið í eldlínunni. Fréttablaðið birtir í dag ákærur ríkislögreglustjóra í svonefndu Baugsmáli á hendur Jóhannesi og tveggja barna hans, auk þriggja annarra. Atriði sem snúa beint að Jóhannesi í ákærunum snerta viðskipti með skemmtisnekkju í Flórída og reikninga og nótur sem tengjast Nordica og Jóni Gerald Sullenberger. Í ákærunum eru brot Jóhannesar flokkuð sem fjárdráttur og einkum talin varða við 247. grein hegningarlaga. Teljist brot alvarleg, sem undir þessa grein falla, geta viðurlögin verið allt að sex ára fangelsi. Í viðtali við Jóhann Hauksson ber Jóhannes Jónsson embættismenn ríkislögreglustjóra þungum sökum og talar um skipulega aðför stjórnvalda að fjölskyldu sinni og Baugi. Jóhannes hefur orðið: Afraksturinn rýr eftir þrjú ár "Mér finnst það langsótt og ekki sérlega djúpt að geta ekki eftir þriggja ára rannsóknarstarf bent á einhvern þátt innan Baugs þar sem verðmæti hafa misfarist. Þegar við erum búnir að fá skýringar á öllum þáttum frá okkar lögmönnum virðist það ekki vera," segir Jóhannes. "Ég veit um marga hluti sem ég og mitt samstarfsfólk hefur veitt greið svör við. En það hefur verið stuðst við þá kurteisisvenju hjá embætti Ríkislögreglustjóra að taka ekkert tillit til þess, sama hvort lagðar hafa verið fram skjalfestar upplýsingar eða munnlegar. Það er eins og þessi rannsókn og málatilbúnaður hafi allur miðað að því að ná sér niður á okkur sem fyrirtæki og sem fjölskyldu og að sverta mannorð okkar út í eitt. Mér virðist þetta hafa verið tilgangurinn. Enda þegar húsleit var gerð í fyrirtækinu í upphafi þessa máls kemur lögmaður, sem nú er hæstaréttardómari, að máli við ríkislögreglustjóra með pappír ásamt heildsala frá Bandaríkjunum sem við höfum átt viðskipti við. Frásögn þessa manns var lögð til grundvallar öllum þessum aðgerðum." Ertu þarna að tala um Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger? "Já. Þessi ágæti lögmaður villti um fyrir ríkislögreglustjóra og fékk hann til þess að æskja húsleitarheimildar hjá héraðsdómi. Þar villti ríkislögreglustjóri einnig um fyrir héraðsdómara. Héraðsdómur veitti síðan húsleitarheimildina að lítt athuguðu máli. Það var einhver svakalegasti dagur lífs míns þegar efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði innrás í fyrirtækið. Á dauða mínum átti ég frekar von en innrás á þessum tíma. Ég man að ég var í golfi norður á Akureyri þegar Jón Ásgeir hringdi í mig frá London og sagði við mig að ég yrði að fara í bæinn því efnahagsbrotadeildin hefði handtekið Tryggva Jónsson og ætlaði jafnframt að handtaka sig við komuna til landsins. Jón Ásgeir hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi og sagðist ekki skilja neitt í þessari atburðarás. Hann sagði mér jafnframt að innrás lögregluyfirvalda væri litin mjög alvarlegum augum í Bretlandi því svona atburðir ættu sér ekki stað þar nema um væri að ræða morð eða milljarða þjófnaði og þetta væri eitthvað sem myndi örugglega leysast. Í Bretlandi og öðrum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við þá yrði svona innrás aldrei gerð nema að undangenginni nokkurra mánaða rannsókn lögreglu. Svona framkoma líðst ekki nema í bananalýðveldum. Fréttum af innrásinni var illa tekið í Bretlandi þar sem Jón Ásgeir var að leggja lokahönd á tilboð í Arcadia. Þau viðskipti urðu að engu eftir þessa aðför enda skilja Bretar ekki að svona inngrip lögregluyfirvalda í starfsemi fyrirtækja eigi ekki sterkari grundvöll en hér var um að ræða. Það er kunnara en frá þurfi að segja að innrásin og það að við neyddumst til þess að segja okkur frá kaupunum á Arcadia urðu til þess að Baugur - fyrirtækið sem yfirvöld töldu sig þurfa að verja - og hluthafar þess urðu fyrir tjóni sem metið er á milljarða króna." Markmið að brjóta okkur á bak aftur "Við vorum vitanlega svekktir og niðurbrotnir á þeirri stundu en þegar frá leið sáum við að tilgangurinn var einmitt sá að brjóta okkur niður. Ég sá fljótlega að málatilbúnaðurinn var á svo veikum grunni að það gat ekki verið annað en ætlunarverk að brjóta okkur á bak aftur, brjóta okkur niður. Það átti að eyðileggja okkur sem fyrirtæki. Stjórnvöld beittu sér til þess að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanlegt. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, var raunar búinn að lýsa áhyggjum og vara okkur við því að eitthvað væri í aðsigi af hálfu stjórnvalda áður en innrásin var gerð. Það yrðu aðgerðir af hálfu skattayfirvalda, lögreglunnar eða samkeppnisyfirvalda. Þessu lýsti hann eftir að hafa verið á fundi í London með Davíð Oddssyni þáverandi forsætisráðherra. Sá fundur var eins og menn vita átta mánuðum fyrir húsleitina í lok ágúst 2002. Ég er nú kominn yfir sextugt en ég hélt að svona viðbjóður væri ekki til hér í þessu landi. Ég hélt að þetta væri eitthvað sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve eða viðlíka stjórnarherrum. En við vitum að valdið spillir og þegar menn sitja of lengi að kjötkötlunum, eins og við höfum upplifað undanfarin ár, er sem stjórnarherrarnir fari full frjálslega með vald sitt." Getur þú fært efnisleg rök fyrir því eða sýnt fram á með öðrum hætti að tengsl séu á milli embættis ríkislögreglustjóra og annarra stjórnvalda sem þú telur að togi í spotta og vinni gegn ykkur á kerfisbundinn hátt? "Ég tel að embættismaður eins og ríkislögreglustjóri hefði aldrei lagt í svona aðgerðir nema hafa til þess stuðning. Án stuðnings eða bakhjarls hefði hann ekki farið í húsrannsókn hjá fyrirtæki eftir að hafa skoðað eina nótu frá Bandaríkjunum í 48 klukkustundir." Þið hafið gagnrýnt tímasetningar, meðal annars á birtingu ákæranna nú. Hvers vegna? "Það er mjög einkennileg tilviljun að þær skuli hafa verið birtar okkur tveimur dögum eftir að gaumgæfiskönnun lauk vegna tilboðsins í bresku verslunarkeðjuna Somerfield. En mönnum ríkislögreglustjóra lá á að komast í sumarfrí og það getur vel verið að ég sé þarna á rangri braut. En þetta var einnig ótrúlega snögg aðgerð varðandi Arcadia-viðskiptin og húsleitina fyrir þremur árum. Það voru margir bankamenn hér á landi sem vissu hve mikið var í húfi." Hefur einhver orðið fyrir tjóni?Brotin sem þú ert ákærður fyrir snerta 247. grein hegningarlaga og varða meðal annars fjárdrátt. Hörðustu viðurlög eru allt að sex ára fangelsi. Ertu saklaus? "Ég hef ekki tekið neitt frá neinum sem ég tel mig vera sekan um og ég veit að börnin mín hafa ekki gert það heldur. Ef hægt er að snúa þessum lagabókstaf á þennan hátt þá hljóta dómararnir að skera úr um það þegar þar að kemur. En mér finnst þetta afskaplega lítilmótlegt. Það hefur enginn kært okkur. Enginn hefur orðið fyrir tjóni. Hluthafar fyrirtækisins, þegar það var almenningshlutafélag, högnuðust ágætlega á því. Til dæmis keypti norskur starfsbróðir minn hlut í Baugi fyrir um það bil tvo milljarða króna þegar félagið var stofnað. Hann treysti mér það vel að hann gerði það nánast í gegnum síma. Hann var alsæll þegar hann seldi og mjög sáttur við sína ávöxtun. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi orðið fyrir tjóni í viðskiptum við okkur. Við erum nú stærstu hluthafar Baugs í dag þegar félagið hefur stöðu brotaþola. Ég veit ekki hvar eða hvernig tjónið mælist. Baugur hefur vaxið og dafnað með ótrúlegum hraða fyrir atbeina þeirra einstaklinga sem nú eru ákærðir fyrir brot gegn þessu sama fyrirtæki.. Það hefur hvergi - og ég endurtek hvergi - verið tekið tillit til réttlætinga okkar og útskýringa á hlutum sem nú eru orðnir að ákæruatriðum hjá starfsmönnum ríkislögreglustjóra. Þeir virðast vera í vinnu hjá einhverju afli sem er ekki til fyrir okkur öll. Raunar er merkilegt að ákæran snúist um fjárdrátt. Gaumur greiddi til dæmis laun Jóns Ásgeirs og ýmsan annan kostnað sem Baugur átti með réttu að greiða. Það var allt gert til þess að létta undir með nýstofnuðu almenningshlutafélagi á meðan félagið var að komast á legg. Það voru tugir milljóna sem fjölskyldufyrirtækið okkar, Gaumur, greiddi almenningshlutafélaginu Baugi. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir afstöðuna og nálgunina í þessu máli. Líklega voru þetta um 110 milljónir króna. Og svo kemur Baugur fyrir sem brotaþoli í ákærunum." Það eru mjög harðar greinar í refsilögum um auðgunarbrot og fleira. Í ákærunum er tíundað að Jón Ásgeir hafi með ólögmætum hætti valsað fram og aftur með mikla fjármuni. Út úr Baugi, inn í Gaum og til baka og svo framvegis. Fylgdist þú með þessu? "Þú veist að framtíðin í viðskiptum er alltaf á morgun. Í sífellu þarf að taka rökréttar skyndiákvarðanir. Jón Ásgeir hefur rætt þetta við mig frá degi til dags. Ég kannast vel við það. Ég treysti honum hundrað prósent. Hann hefur sýnt það og sannað frá unga aldri að það er hægt að treysta honum. Hann hefur nef fyrir viðskiptum og það hefur enginn orðið fyrir tjóni. Einn þeirra sem yfirheyrði okkur tók svo til orða að það hefði getað orðið tjón. Þetta er undarlegt úr munni opinbers starfsmanns. Er réttarkerfið bara apaspil? Ég skammast mín ekki fyrir neitt. Fyrirtækið óx hratt og stundum áttum við fullt í fangi með að hnýta alla enda. Það hefur engu verið stolið. Hver var eiginlega tjónshættan? Hvernig er unnt að stunda viðskipti án áhættu? Án áhættu eru engin viðskipti. Hvaða tjónshætta var umfram slíka áhættu? Hluthafarnir hafa ekki kvartað. Við fengum engan Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson til þess að setjast til borðs með okkur til að laða fólk og fé að okkur með pólitískum töfrum líkt og Kári Stefánsson gerði. Fólkið sem tekið hefur þátt í þessu hefur ekki gert athugasemdir við okkur." Fé safnað okkur til höfuðsÞú ert frumkvöðull í smásöluverslun og hefur náð góðum árangri. Nú stendur þú og bæði börnin þín frammi fyrir fjörutíu ákæruatriðum. Þau snerta þig og Kristínu dóttur þína að nokkru leyti og Jón Ásgeir son þinn að verulegu leyti. Segja má að fjölskylda þín sitji á sakamannabekk. Hvaða áhrif hefur þetta á þig og þín störf? "Þetta hafa verið djöfulleg ár að eiga þetta yfir höfði sér. Það getur verið að ég sé beiskur og bitur. Hvaða foreldri væri það ekki ef einhverjir menn út í bæ, sem eiga ekki mikilla hagsmuna að gæta, láta það út úr sér að þessi börn mín eigi að fara í fangelsi og þetta sé allt óverjandi af okkar hálfu. Ég kann ekki að meta þetta réttlæti. Ég er búinn að lesa þessi ákæruatriði. Ég er búinn að lesa greinargerð prófessors Jónatans Þórmundssonar, sem ég tel að njóti almenns trausts. Ég er búinn að lesa skýringar lögfræðinga okkar og eftir að hafa farið í gegnum þetta allt saman er ég tiltölulega rólegur. Ég treysti því að réttlætið sigri og að við getum haldið áfram að bera höfuðið hátt. Þetta mál verður sótt af okkar hálfu allt til enda eða þar til niðurstaða fæst. Það verður sótt á þeim dómstigum sem völ er á hér á landi. Við ætlum að höfða skaðabótamál til þess að freista þess að fá bætt það tjón sem Baugur hefur orðið að þola að ósekju. Menn hafa borið ótrúlegustu sakir á okkur án þess að geta bent á tjón eða skaða sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Í skaðabótamáli munum við ekki undanskilja þá embættismenn sem við teljum að framið hafi afglöp." Ertu að tala um ríkislögreglustjóra? "Ég ætla að láta lögmennina um að sækja á þau mið. Mér finnst að íslenska þjóðin eigi ekki skilið að hafa þá embættismenn í sinni þjónustu sem gæta ekki hagsmuna þegnanna betur en til hefur tekist hér. Við gefum hvergi eftir og ætlum meðal annars að athuga þann möguleika að leita réttar okkar fyrir Mannréttindadómstólnum varðandi tilurð og upphaf þessa máls. Það var safnað fé okkur til höfuðs í upphafi málsins. Jafnvel hæstaréttardómarinn hringdi í fyrirtæki til þess að safna fé í sjóð til þess að fjármagna aðför að fyrirtækinu okkar. Annað sem þarf að skoða sérstaklega eru tengslin milli rannsóknarvaldsins og ákæruvaldsins. Jónatan Þórmundsson prófessor hefur vakið athygli á þessu. Það var einn og sami maðurinn - eða sama embættið skulum við segja - sem hitti fyrst Jón Gerald Sullenberger. Sá hinn sami tók ákvörðun um að skoða gögnin. Sá sami lagði einnig beiðni um húsleit fyrir héraðsdóm. Hann hélt síðan áfram rannsókn málsins. Sami aðili færði síðan rannsóknina í tiltekinn farveg. Sá hinn sami tók saman rannsóknarniðurstöður og gaf út ákæru. Sjálfstætt ákæruvald heyrir sögunni til eins og Jónatan Þórmundsson orðar það. Ofan á þetta bætist að gögn sem við höfum lagt fram hafa ekki verið skoðuð sem skyldi eða mark tekið á þeim. Lagalega ber embættinu að rannsaka hvort tveggja atriði sem horfa til sektar og sýknu. Þetta kemur fram í lögum um meðferð opinberra mála. Brot á þessum réttindum einstaklinga og fyrirtækja eru hrein og klár mannréttindabrot." Mikill stuðningur almenningsHefur rekstur Baugs innanlands beðið skaða vegna þessa máls? "Svo undarlega sem það kann að virðast þá hefur ímynd okkar ekki skaðast hér innanlands, en Baugur hefur tapað gríðarlegum fjármunum erlendis vegna þessa málatilbúnaðar og þar með þjóðin sem þetta fyrirtæki tilheyrir. Þetta er íslenskt fyrirtæki. En það er svo dásamlegt fyrir bæði okkur fjölskylduna og fyrirtækin okkar að íslenska þjóðin, fyrir utan eina 20 til 30 einstaklinga, stendur heils hugar með okkur. Við höfum aldrei haft önnur eins viðskipti. Við höfum aldrei haft annan eins fjölda viðskiptavina hvar sem við höfum drepið niður fæti. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að við ættum svona marga formælendur. Þeir sem hringja, stöðva mann úti á götu eða hafa samband með öðrum hætti. Allir segja: Standið ykkur! Þjóðin er með ykkur! Og málsmetandi menn hafa einnig haft samband við mig og sagt að allir standi með okkur." Óttast þú keðjuverkandi áhrif í íslensku viðskiptalífi af Baugsmálinu? "Nei, ég hef ekki heyrt það og hugsa þetta ekki þannig. Mér finnst þetta vera apaspil og vona að því verði hætt hið bráðasta. Um þetta mál verður gerð bæði bók og kvikmynd. Þetta er lýjandi mál. Við erum með 2.500 manns í vinnu á Íslandi. Við berum ábyrgð gagnvart þessu fólki og okkur þykir vænt um starfsfólkið okkar. Þetta fólk hefur sýnt okkur traust og veitt okkur styrk - það hefur staðið heils hugar með okkur og við fáum ótrúlegan stuðning að öllu leyti. Fyrir þetta er ég þakklátur og þess vegna er ég bjartsýnn."
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira