Trúi að dómstólar muni horfa á gögnin 13. ágúst 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, neitar algjörlega öllum ásökunum sem fram koma í ákærunni og segir að ekkert hafi verið hlustað á skýringar Baugs á viðskiptunum sem liggi að baki. Hann telur engu líkara en rannsóknaraðilar hafi allan tímann verið ákveðnir í að finna upp sakir á starfsmenn félagsins. Hæstu upphæðirnar í ákærunni varða umboðssvik í stórum viðskiptum, en auk þess er Jón Ásgeir sakaður um fjárdrátt frá Baugi. Um 19 ákæruliðir fjalla um viðskipti Baugs og félaga tengdra ykkur eigendum. Var eitthvað óeðlilegt þar á ferðinni? "Nei, alls ekki. Við höfum sýnt fram á að viðskiptareikningar milli félaganna voru vegna viðskipta allir uppgreiddir, til dæmis þegar innrás átti sér stað. Ekki hefur ein króna verið afskrifuð vegna viðskipta milli félaganna. Maður hefur það á tilfinningunni að gögn sem við höfum sett fram og allt sem Baugur hefur lagt fram hafi ekki verið skoðað. Ekki hefur verið rætt við vitni sem við höfum bent á. Ég held að alveg hefði mátt sleppa yfirheyrslunum. Það hefur ekkert verið hlustað á okkar skýringar. Umboðssvik snúast um það að maður svíki einhvern sem maður er í forsvari fyrir og sá tapi á því. Aðalatriðið er að Baugur fékk alltaf það sem menn töldu sig vera að kaupa og alltaf hafa kaupin reynst félaginu til góðs fyrir Baug." Lá á að tryggja viðskiptin Hæstu upphæðirnar í umboðssvikaákærum varða kaup á Vöruveltunni sem átti verslanir 10-11 og viðskipti í tengslum við kaupin á Arcadia. Í viðskiptum með Vöruveltuna er Jón Ásgeir sakaður um að hafa leynt stjórn Baugs að hann væri eigandi 70 prósenta hlutar í Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar. Af hverju keypti Baugur ekki beint?"Ég fékk símtal og mér var sagt að Vöruveltan væri að fara yfir til KEA og þar með yrði ekkert af viðskiptum hennar við Aðföng. Við í Baugi vorum þá nýbúin að opna þetta stóra vöruhús og höfðum séð fram á að ná Eiríki í viðskipti. Ég hringdi í Eirík Sigurðsson, eiganda 10-11, og bað hann að gefa mér tvær vikur til þess að ganga frá þessu. Hugmyndin var sú að fá nýja aðila að þessu. Íslandsbanki tók málið að sér með nýjum kaupsamningi við fyrrum eigengur. Við komum með aðila að þessu, sem voru Sævar Jónsson og Sigfús Sigfússon í Heklu, til að eiga Fjárfar og sem áttu að verða kjölfestufjárfestar þegar félagið færi á markað. Hugmyndin var að tvö félög færu á markað, Baugur og Vöruveltan, sem væru í viðskiptum við Aðföng. Íslandsbanki seldi Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans (EFA) 35 prósent, bankinn tók eitthvað og Fjárfar 35 prósent. Síðan fór þetta ferli í gang. Við vildum hafa það á hreinu að viðskiptin yrðu við Aðföng. Svo fór EFA að ókyrrast í þessu samstarfi ? ég tek það fram að ég sá ekki um þau samskipti - en þá sagði ég: "Eiríkur, ég held að það sé eina leiðin að freista þess að tala við Samkeppnisstofnun og Baugur kaupi félagið." EFA hafði sagst vera tilbúið að kaupa allt félagið miðað við heildarverðmat kr 1.608 milljónir og þeir sögðu annað hvort kaupum við á þessu verði eða hinir hluthafanir keyptu þá út. Það varð úr að Íslandsbanki, Kaupþing og Fjárfar keyptu EFA út með það að leiðarljósi að selja Baugi. Baugur keypti félagið. Félagið millilenti ekki hjá mér og ég hef margoft lagt fram gögn fyrir lögregluna sem sýna það svart á hvítu að við græddum ekki krónu á þessu. Ég skal fúslega viðurkenna að ég lagði mikið á mig til þess að koma þessu inn í Baug og meira að segja lagði Gaumur fram peninga til þess að það gæti gengið eftir. Það eina sem vakti fyrir okkur var að tryggja viðskipti fyrir Aðföng. Meirihluti stjórnar Baugs vissi af þessu. Stjórnarformaðurinn vissi af þessu. Viðskiptin vendipunktur fyrir Baug "Ég kom góðri eign inn í Baug og hagnaðist ekki á því sjálfur. Reyndar held ég að þessi viðskipti hafi verið ákveðinn vendipunktur fyrir Baug, því það var alveg ljóst að menn höfðu borgað ríflegt verð fyrir Hagkaup og ég held að það hafi verið mikil björg í því að fá 10-11 inn. Það munar um að ná hagstæðara innkaupsverði upp á kannski eitt prósent og nýta þessa fjárfestingu í Aðföngum betur." En 10-11 jók innkaupaafl Aðfanga um 18 prósent.Jón Ásgeir er einnig sakaður um umboðssvik vegna kaupa á hlutabréfum í Arcadia í gegnum eignarhaldsfélagið A-Holding. "5. apríl 2001 gerði stjórn Baugs samning við alla hluthafa A-Holding um að fá að kaupa bréfin eftir ákveðinni formúlu, sem fól í sér greiðslu með hlutabréfum Baugs plús álag á innkaupsverð bréfa. Síðan er ég í viðræðum við Stuart Rose á þessum tíma um að fá að kaupa Top Shop og til þess að ná því fram þurfti ég að eiga öll bréfin í Arcadia, en ekki í þessu félagi með öðrum. Ég fékk heimild stjórnar til að kaupa bréf annarra hluthafa í A-Holding, innan þeirra marka sem stjórnin hafði samþykkt samkvæmt samningunum 5. apríl. Með því að eignast A-Holding að fullu hafði Baugur betri samningsstöðu gagnvart Arcadia í Top Shop-málinu. Ég fer í það að hamast í mönnum við litla kæti hluthafa í A-Holding. Besta fjárfesting Íslandssögunnar Niðurstaðan varð sú að Baugur keypti alla út úr félaginu. Þann 10. maí var gengið frá samningum um að kaupa öll bréf í A-Holding. Ég hafði knúið fram lækkun upp á rúmar 600 milljónir frá þeim samningi sem gerður var 5. apríl. Gaumur fékk 95 milljónir í þóknun en gaf eftir 320 milljónir frá þeim samningi sem félagið hafði áður gert. Aðrir stofnhluthafar fengu hlutfallslega meira. Þannig fékk Kaupþing rúmlega 300 milljónir. Málið var kynnt fyrir stjórn Baugs og sérstök skýring er í ársreikningi félagsins vegna ársins 2001 þar sem þóknanir vegna Arcadia-kaupa koma fram. Ég margspurði lögregluna: "Ef ég hefði verið að reyna að ná peningum út úr Baugi, af hverju tók ég þá ekki þessar 3-400 milljónir sem rúmuðust innan heimildarinnar? Af hverju var ég þá að semja um lækkun fyrir Baug? Þetta gerði ég auðvitað vegna þess að það voru hagsmunir Baugs sem skiptu mig mestu máli vegna þess að ég var að byggja félagið upp af krafti. Maður situr fyrir framan menn Ríkislögreglustjóra, sýnir þeim öll gögn og þeir segja bara: "Nei, þetta er ekkert svona." Ég veit hvernig þetta var, ég var á öllum þessum fundum. Svo vita allir hvað varð úr þessari fjárfestingu í Arcadia. Þetta var einhver besta fjárfesting Íslandssögunnar og hefði orðið ennþá betri ef lögreglan hefði ekki komið og eyðilagt yfirtökuna á Arcadia." En er það ekki það sem vekur tortryggnina að Gaumur er ekki bara eignarhaldsfélag um eignina í Baugi, heldur líka virkt félag í viðskiptum við Baug? Ef þú horfir til baka, myndirðu gera hlutina öðruvísi?"Kannski má segja að fyrst fyrirtækin voru að eiga í viðskiptum svona saman, þá hefði kannski verið betra að þau hefðu verið eitt og sama félagið. Við hefðum kannski átt að eiga beint í Baugi og Baugur svo átt að eiga fjárfestingarfélag til hliðar. En í raun hefðu hlutir verið gerðir með sama hætti. Við notuðum Gaum, eins og í Arcadia-málinu, sem undanfara í viðskiptum. Gaumur tók áhættuna fyrir skráða félagið. Gaumur keypti fyrir 900 milljónir í Arcadia af því að stjórn Baugs vildi ekki taka það mikla áhættu á þeim tímapunkti. Stjórnin heimilaði kaup fyrir 200 milljónir. Ég, sem eigandi Gaums, var sannfærður um að þetta væri góð fjárfesting og var tilbúinn að taka áhættu sjálfur. Þegar síðar kom í ljós að Arcadia væri að sigla lygnan sjó færðust bréfin inn í Baug og Baugur fékk langmesta hagnaðinn af þessu. Ef Gaumur hefði haldið sínum hlut, þá hefði Gaumur grætt fimm til sex milljarða." En hefur þá Baugur alltaf unnið í samskiptunum við Gaum?"Já, Baugur hefur alltaf hagnast! Öll viðskipti milli félaganna hafa verið hagfelld fyrir Baug. Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin. Við eigum mikla hagsmuni í Baugi. Þegar maður á fyrirtæki er maður ekki að hugsa um að hagnast eitthvað persónulega á stundarviðskiptum. Ég hef alltaf kosið að horfa á heildarmyndina og það sem knýr mig áfram er að hlúa að fyrirtækinu og byggja það upp og fá arðinn síðar. Okkar félög eru vel rekin, eru byggð á traustum stoðum og skara fram úr hvert á sínu sviði. Þetta virðast þeir ekki skilja sem rannsökuðu málið. Þegar ég er að byggja upp fyrirtæki reyni ég ekki að svindla á því í leiðinni. Baugur er fjöregg Gaums og Baugur er andlit okkar. Félagið sem á Bónus. Mér finnst það ótrúlegt hvernig lögreglan horfir framhjá því að Baugur hefur haft ávinning af öllum þessum viðskiptum við Gaum. Það hlýtur þó að vera kjarni málsins. Átti alltaf inni hjá félaginu Jón segir óbilgirni gæta hjá efnahagsbrotadeildinni gagnvart færslum á viðskiptareikningi og vegna viðskiptalána. "Við erum búnir að svara þessu margoft. Það er ótrúlega ósmekklegt hvernig þetta er sett fram. Hvergi getið að allt hefur alltaf verið greitt til baka með reglulegum hætti. Ekki er einu sinni tekið tillit til þess að innri endurskoðendur Baugs hafa sýnt öll gögn um það. Á þá er ekkert hlustað. Það hafa engir peningar horfið frá Baugi í gegnum þessa reikninga: Félagið tapaði ekki einni krónu á þessu tímabili vegna viðskiptalána, hvað þá ríkti einhver leynd yfir þeim. Öll þess viðskipti stóðu lið fyrir lið í bókhaldi félagsins. Það er ekki á skjön við nein lög að veita viðskiptalán eða lána starfsmönnum eða félögum í þeirra eigu fyrir hlutabréfum. Svona viðskiptareikningar eru í fjölmörgum fyrirtækjum, meðal annars fyrirtækjum sem ég hef keypt, og hafa þeir þá verið gerðir upp í tengslum við kaupin. Mér skilst að svona viðskiptareikningar hafi aldrei áður orðið tilefni lögreglurannsóknar eða ákæru. Deloitte, endurskoðunarfyrirtækið sem vann með lögreglunni í rannsókn málsins, varð svo hissa á því að þetta gæti verið ákæruefni að það sendi bréf til sinna viðskiptavina og varaði við þessu atriði sérstaklega. Formið á viðskiptum mínum og Baugs var með sama hætti og tíðkast í öðrum fyrirtækjum. Reyndar var staðan milli mín og fyrirtækisins alltaf þannig að fyrirtækið skuldaði mér en ekki öfugt. Ég átti frá 108 þúsund og upp í 86 milljónir inni hjá félaginu. Við sýndum lögreglunni gögn um þetta. Það skiptir bara ekki máli. Það er ekki hlustað á það. Endurskoðendur úti um allan bæ árita reikninga með vitneskju um sömu hluti, og KPMG gaf út yfirlýsingu um að fyrirtækið teldi að endurskoðendur þeirra sem ákærðir eru hefðu verið að gera rétt." Hvað með viðskiptin við Jón Gerald Sullenberger og Nordica og meint tollsvik vegna bílainnflutnings á einkabílum?"Mér finnst með ólíkindum að mönnum detti í hug að ég hafi verið að reyna að svindla einhverja 500 þúsundkalla út úr tollinum. Í samhengi má benda á að ég er persónulega ár eftir ár einn stærsti skattgreiðandi hér á landi. Til dæmis greiddi ég á síðasta ári 99 milljónir í ríkissjóð, sem ég tel ekki eftir mér. Við erum stærsti innflytjandi landsins og höfum alltaf átt góð samskipti við tollinn og höfum alltaf staðið í skilum. Þessi ásökun er drullukaka sem þeir henda í okkur með von um að eitthvað tolli við okkur. Ef öll þessi samskipti við Jón Gerald eru svona glæpsamleg, af hverju er hann þá ekki ákærður í málinu? Hann hlýtur þá að hafa verið að falsa pappíra ef eitthvað er hæft í þessu. Af hverju hefðum við átt að hætta viðskiptum við fyrirtæki Jóns Geralds ef allt var svona gruggugt? Hefðum við þá ekki átt að halda þeim áfram í lengstu lög til að halda honum góðum ef hann hafði svona mikið á okkur? Það hefur verið sýnt fram á það að þessar greiðslur sem fóru til Nordica voru vegna vöruhússins og vinnu sem hann var að vinna fyrir okkur. Þessar greiðslur hættu samtímis og við hættum viðskiptum við Jón Gerald. Ef við hefðum viljað senda reikninga á Baug vegna þess að við hefðum notað bátinn The Viking í viðskiptalegum tilgangi fyrir Baug, þá hefðum við alveg getað gert það og fengið þann kostnað samþykktan athugasemdalaust. Á tímablinu 1999-2001 greiddi Gaumur 110 milljónir sem styrk til félagsins og hlutdeild í kostnaði mínum sem forstjóra. Félaginu bar engin skylda að gera það en við gerðum það samt. Á sama tíma eru menn að segja að við höfum verið að taka 40 milljónir út af einhverjum bát. Þetta stenst ekki skoðun." Ákæran líka á versta tíma Jón Ásgeir segir að félagið hefði ekki lifað af upphaf rannsóknarinnar nema vegna þess að sterkir aðilar stóðu að félaginu og stóðu með því. Gaumur, Reitan í Noregi og Kaupþing banki áttu saman meirihluta í félaginu frá skráningu til afskráningar. "Við sáum þann kost vænstan að afskrá félagið. Það var óvinnandi vegur að þurfa að tilkynna í Kauphöllina í hvert skiptið sem lögreglan bað um einhver gögn. Ég hitti Jón H. Snorrason í júní 2003 og kvartaði við hann að það væri óbærilegt fyrir mig og fjölskyldu mína að hafa þetta hangandi yfir mér og þá taldi hann að það væru ekki nema einhverjar vikur í að rannsókninni lyki. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem þessir menn sögðu okkur ekki satt í málinu." Jón segir upphaf rannsóknarinnar hafa komið á skelfilegum tíma fyrir fyrirtækið. "Það eru allt of margar tilviljanir í þessu máli til þess að þær fái staðist. Í mínum huga er alveg klárt að þessu er stjórnað. Í hvert skipti sem við vorum í fréttum vegna þess sem við vorum að fást við, þá bárust fréttir af rannsókninni. Fyrst þeir ætluðu ekki að þingfesta málið fyrr en 17. ágúst, af hverju lá þeim þá svona mikið á að birta ákæruna? Það hafði verið í fréttum að áreiðanleikakönnun vegna Somerfield var að ljúka. Þeir vissu vel um það." Ef þessu er stjórnað, hver stjórnar þá?"Andrúmið stjórnar dálítið. Það skapaðist 2001-2002 með gegndarlausum árásum þáverandi forsætisráðherra á fyrirtækið og hótunum hans um að brjóta upp félagið. Ráðherrann hótaði Hreini Loftssyni því að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Jón Steinar tekur að sér málið fyrir Jón Gerald. Jón Steinar hringir í ríkislögreglustjóra. Hversu augljóst getur þetta verið? Jón Steinar fær flýtimeðferð án þess að skoða gögn málsins eins og frægt er. Menn þekkja hvernig það er að kæra til efnahagsbrotadeildar. Það er ekki eins og þar sé venjulega brugðist hratt við. Í þetta skiptið fengu þeir húsleitarheimild án þess að kanna einu sinni hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar væri debet eða kredit. Næði Baugur Arcadia var ljóst að félagið yrði orðið langstærsta fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtæki sem hefði hagnast meira en allur íslenskur sjávarútvegur. Það er ljóst að mörgum stóð stuggur af því og einnig stóð mörgum stuggur af því að við vorum orðaðir við nýja útgáfu Fréttablaðsins. Jú, það var pólitík í þessu máli, það er klárt." Ráðamenn skapa andrúm Jón Ásgeir segir óvild Davíðs Oddssonar sennilega eiga margvíslegar rætur. "Þetta byrjaði í verðbólguumræðu og svo varð einhver núningur á milli hans og Hreins Loftssonar. Þetta vindur upp á sig og síðan erum við orðnir ótíndir glæpamenn í hans huga. Við fórum ekki eftir því sem okkur var sagt. Við héldum áfram að byggja upp félagið þótt menn væru farnir að spyrja hvort ekki væri komið nóg. Ég held þetta sé svona. Helstu ráðamenn landsins hafa staðfest hvað Davíð var að bera út um okkur á síðasta ári þegar fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu. Þá gekk hann um bæinn og sagði við alla sem heyra vildu að við værum stærstu skattsvikarar Íslandssögunnar og svo framvegis. Ég hef fengið þetta staðfest frá tveimur ráðherrum í núverandi ríkisstjórn. Hvað stendur eftir af skattamáli Baugs? 131 milljón króna sem er ágreiningur um fyrir Yfirskattanefnd. Það skiptir máli hvað ráðamenn segja, þeir skapa andrúm. Í slíku andrúmi gerast þessir hlutir." Þú segir að menn hafi talið völd ykkar verða mikil með kaupum á Arcadia. Eru það völdin í krafti peninga sem drífa þig áfram?"Ég heyrði haft eftir einum háttsettum manni í Sjálfstæðisflokknum að meginmarkmið mitt væri að verða valdameiri en Davíð Oddsson. Það hefur aldrei verið í mínum huga og þeir sem þekkja mig myndu hlæja að slíkum hugmyndum. Menn hafa greinilega talið að þeim stæði ógn af Baugi. Baugur væri ekki réttu megin, Baugur væri að styðja Samfylkinguna, Ingibjörgu Sólrúnu, forsetann og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta hefur tekið á sig einkennilegustu myndir. Það sem drífur mig áfram er að ég hef ástríðu til að byggja upp góð fyrirtæki sem skara fram úr og skila árangri fyrir neytendur og hagnaði fyrir hluthafa. Peningar einir og sér drífa mig ekki áfram, hvað þá löngun í pólitík. Ég hef eytt síðustu sjö árum í þetta og ég held að það hafi tekist. Baugur hefur vakið gríðarlega eftirtekt erlendis. Um 80 prósent af erlendri umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf hafa verið um þetta fyrirtæki." Fyrir fram skilgreindir sem glæpamenn "Það er alveg skelfilegt að sjá afleiðingarnar af svona hryðjuverki sem Ríkislögreglustjóri hefur unnið. Hvers á fyrirtækið að gjalda? Það bað ekki um þetta. Endurskoðendur okkar, lögfræðingar og innri endurskoðendur hafa lagt fram gögn og skýringar sem sýna að það er ekki neitt í þessu. Það er bara ekki hlustað á það. Það er mjög sérstakt en ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segi: "Það var brotist inn til þín." Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan "sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Þetta er náttúrlega stórfurðulegt. Ég hef það á tilfinningunni að við höfum þegar í upphafi verið skilgreindir sem glæpamenn og svo hafi menn farið af stað að leita að glæpnum." Það er augljóst að þú treystir ekki rannsóknaraðilum málsins. Hvað með dómstólana?"Ég trúi því að dómstólarnir muni horfa á gögnin sem við leggjum fram sem lögreglan hefur haft að engu. Ef það verður gert þarf ég engu að kvíða." Hvaða áhrif hefur málið í Bretlandi, stærsta viðskiptalandi Baugs í dag?"Það er ótrúlega erfitt að útskýra þetta mál í Bretlandi. "Baugur er fórnarlambið," segja þeir "og þú ert forstjóri Baugs. Hvernig stendur á því að þú ert ennþá forstjóri? Af hverju er ekki búið að reka þig?" Ég bý við það að vera ákærður án þess að nokkur aðili tengdur fyrirtækinu hafi kært mig fyrir að stela neinu. Þeir skilja það ekki, hvað þá að sami maður stjórni rannsókn og ákæri. Markmið okkar er að halda sjó í Bretlandi næstu mánuði og halda áfram að byggja félögin upp sem eru okkar í dag." Það er ljóst að þetta mál hefur hvílt þungt á þér, en hver er upplifun þín af rannsókninni?"Það er furðulegt að hægt sé að ráðast inn á fólk án þess að nokkur haldi því fram að hafa orðið fyrir tjóni, og halda því í raun í varðhaldi í þrjú ár. Í þessi þrjú ár hefur linnulaust verið barið á okkur út af þessari rannsókn og um hana hefur verið fjallað svo til daglega í fjölmiðlum hér í Bretlandi eða á Norðurlöndum. Slíkt er gríðarlegt álag á fólk sem í þessu stendur og einhver mesta refsing sem nokkur maður getur fengið. Það gengur ekki að mannréttindi fólks séu fótum troðin með þessum hætti. Við erum líka manneskjur þó við eigum eitthvað af peningum og fjölmiðla." Jón Ásgeir segir fjölskylduna einnig hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr ýmsum áttum að undanförnu. "Ég vil þakka þann mikla stuðning sem mér og fjölskyldu minni hefur verið sýndur síðustu vikur." Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, neitar algjörlega öllum ásökunum sem fram koma í ákærunni og segir að ekkert hafi verið hlustað á skýringar Baugs á viðskiptunum sem liggi að baki. Hann telur engu líkara en rannsóknaraðilar hafi allan tímann verið ákveðnir í að finna upp sakir á starfsmenn félagsins. Hæstu upphæðirnar í ákærunni varða umboðssvik í stórum viðskiptum, en auk þess er Jón Ásgeir sakaður um fjárdrátt frá Baugi. Um 19 ákæruliðir fjalla um viðskipti Baugs og félaga tengdra ykkur eigendum. Var eitthvað óeðlilegt þar á ferðinni? "Nei, alls ekki. Við höfum sýnt fram á að viðskiptareikningar milli félaganna voru vegna viðskipta allir uppgreiddir, til dæmis þegar innrás átti sér stað. Ekki hefur ein króna verið afskrifuð vegna viðskipta milli félaganna. Maður hefur það á tilfinningunni að gögn sem við höfum sett fram og allt sem Baugur hefur lagt fram hafi ekki verið skoðað. Ekki hefur verið rætt við vitni sem við höfum bent á. Ég held að alveg hefði mátt sleppa yfirheyrslunum. Það hefur ekkert verið hlustað á okkar skýringar. Umboðssvik snúast um það að maður svíki einhvern sem maður er í forsvari fyrir og sá tapi á því. Aðalatriðið er að Baugur fékk alltaf það sem menn töldu sig vera að kaupa og alltaf hafa kaupin reynst félaginu til góðs fyrir Baug." Lá á að tryggja viðskiptin Hæstu upphæðirnar í umboðssvikaákærum varða kaup á Vöruveltunni sem átti verslanir 10-11 og viðskipti í tengslum við kaupin á Arcadia. Í viðskiptum með Vöruveltuna er Jón Ásgeir sakaður um að hafa leynt stjórn Baugs að hann væri eigandi 70 prósenta hlutar í Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar. Af hverju keypti Baugur ekki beint?"Ég fékk símtal og mér var sagt að Vöruveltan væri að fara yfir til KEA og þar með yrði ekkert af viðskiptum hennar við Aðföng. Við í Baugi vorum þá nýbúin að opna þetta stóra vöruhús og höfðum séð fram á að ná Eiríki í viðskipti. Ég hringdi í Eirík Sigurðsson, eiganda 10-11, og bað hann að gefa mér tvær vikur til þess að ganga frá þessu. Hugmyndin var sú að fá nýja aðila að þessu. Íslandsbanki tók málið að sér með nýjum kaupsamningi við fyrrum eigengur. Við komum með aðila að þessu, sem voru Sævar Jónsson og Sigfús Sigfússon í Heklu, til að eiga Fjárfar og sem áttu að verða kjölfestufjárfestar þegar félagið færi á markað. Hugmyndin var að tvö félög færu á markað, Baugur og Vöruveltan, sem væru í viðskiptum við Aðföng. Íslandsbanki seldi Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans (EFA) 35 prósent, bankinn tók eitthvað og Fjárfar 35 prósent. Síðan fór þetta ferli í gang. Við vildum hafa það á hreinu að viðskiptin yrðu við Aðföng. Svo fór EFA að ókyrrast í þessu samstarfi ? ég tek það fram að ég sá ekki um þau samskipti - en þá sagði ég: "Eiríkur, ég held að það sé eina leiðin að freista þess að tala við Samkeppnisstofnun og Baugur kaupi félagið." EFA hafði sagst vera tilbúið að kaupa allt félagið miðað við heildarverðmat kr 1.608 milljónir og þeir sögðu annað hvort kaupum við á þessu verði eða hinir hluthafanir keyptu þá út. Það varð úr að Íslandsbanki, Kaupþing og Fjárfar keyptu EFA út með það að leiðarljósi að selja Baugi. Baugur keypti félagið. Félagið millilenti ekki hjá mér og ég hef margoft lagt fram gögn fyrir lögregluna sem sýna það svart á hvítu að við græddum ekki krónu á þessu. Ég skal fúslega viðurkenna að ég lagði mikið á mig til þess að koma þessu inn í Baug og meira að segja lagði Gaumur fram peninga til þess að það gæti gengið eftir. Það eina sem vakti fyrir okkur var að tryggja viðskipti fyrir Aðföng. Meirihluti stjórnar Baugs vissi af þessu. Stjórnarformaðurinn vissi af þessu. Viðskiptin vendipunktur fyrir Baug "Ég kom góðri eign inn í Baug og hagnaðist ekki á því sjálfur. Reyndar held ég að þessi viðskipti hafi verið ákveðinn vendipunktur fyrir Baug, því það var alveg ljóst að menn höfðu borgað ríflegt verð fyrir Hagkaup og ég held að það hafi verið mikil björg í því að fá 10-11 inn. Það munar um að ná hagstæðara innkaupsverði upp á kannski eitt prósent og nýta þessa fjárfestingu í Aðföngum betur." En 10-11 jók innkaupaafl Aðfanga um 18 prósent.Jón Ásgeir er einnig sakaður um umboðssvik vegna kaupa á hlutabréfum í Arcadia í gegnum eignarhaldsfélagið A-Holding. "5. apríl 2001 gerði stjórn Baugs samning við alla hluthafa A-Holding um að fá að kaupa bréfin eftir ákveðinni formúlu, sem fól í sér greiðslu með hlutabréfum Baugs plús álag á innkaupsverð bréfa. Síðan er ég í viðræðum við Stuart Rose á þessum tíma um að fá að kaupa Top Shop og til þess að ná því fram þurfti ég að eiga öll bréfin í Arcadia, en ekki í þessu félagi með öðrum. Ég fékk heimild stjórnar til að kaupa bréf annarra hluthafa í A-Holding, innan þeirra marka sem stjórnin hafði samþykkt samkvæmt samningunum 5. apríl. Með því að eignast A-Holding að fullu hafði Baugur betri samningsstöðu gagnvart Arcadia í Top Shop-málinu. Ég fer í það að hamast í mönnum við litla kæti hluthafa í A-Holding. Besta fjárfesting Íslandssögunnar Niðurstaðan varð sú að Baugur keypti alla út úr félaginu. Þann 10. maí var gengið frá samningum um að kaupa öll bréf í A-Holding. Ég hafði knúið fram lækkun upp á rúmar 600 milljónir frá þeim samningi sem gerður var 5. apríl. Gaumur fékk 95 milljónir í þóknun en gaf eftir 320 milljónir frá þeim samningi sem félagið hafði áður gert. Aðrir stofnhluthafar fengu hlutfallslega meira. Þannig fékk Kaupþing rúmlega 300 milljónir. Málið var kynnt fyrir stjórn Baugs og sérstök skýring er í ársreikningi félagsins vegna ársins 2001 þar sem þóknanir vegna Arcadia-kaupa koma fram. Ég margspurði lögregluna: "Ef ég hefði verið að reyna að ná peningum út úr Baugi, af hverju tók ég þá ekki þessar 3-400 milljónir sem rúmuðust innan heimildarinnar? Af hverju var ég þá að semja um lækkun fyrir Baug? Þetta gerði ég auðvitað vegna þess að það voru hagsmunir Baugs sem skiptu mig mestu máli vegna þess að ég var að byggja félagið upp af krafti. Maður situr fyrir framan menn Ríkislögreglustjóra, sýnir þeim öll gögn og þeir segja bara: "Nei, þetta er ekkert svona." Ég veit hvernig þetta var, ég var á öllum þessum fundum. Svo vita allir hvað varð úr þessari fjárfestingu í Arcadia. Þetta var einhver besta fjárfesting Íslandssögunnar og hefði orðið ennþá betri ef lögreglan hefði ekki komið og eyðilagt yfirtökuna á Arcadia." En er það ekki það sem vekur tortryggnina að Gaumur er ekki bara eignarhaldsfélag um eignina í Baugi, heldur líka virkt félag í viðskiptum við Baug? Ef þú horfir til baka, myndirðu gera hlutina öðruvísi?"Kannski má segja að fyrst fyrirtækin voru að eiga í viðskiptum svona saman, þá hefði kannski verið betra að þau hefðu verið eitt og sama félagið. Við hefðum kannski átt að eiga beint í Baugi og Baugur svo átt að eiga fjárfestingarfélag til hliðar. En í raun hefðu hlutir verið gerðir með sama hætti. Við notuðum Gaum, eins og í Arcadia-málinu, sem undanfara í viðskiptum. Gaumur tók áhættuna fyrir skráða félagið. Gaumur keypti fyrir 900 milljónir í Arcadia af því að stjórn Baugs vildi ekki taka það mikla áhættu á þeim tímapunkti. Stjórnin heimilaði kaup fyrir 200 milljónir. Ég, sem eigandi Gaums, var sannfærður um að þetta væri góð fjárfesting og var tilbúinn að taka áhættu sjálfur. Þegar síðar kom í ljós að Arcadia væri að sigla lygnan sjó færðust bréfin inn í Baug og Baugur fékk langmesta hagnaðinn af þessu. Ef Gaumur hefði haldið sínum hlut, þá hefði Gaumur grætt fimm til sex milljarða." En hefur þá Baugur alltaf unnið í samskiptunum við Gaum?"Já, Baugur hefur alltaf hagnast! Öll viðskipti milli félaganna hafa verið hagfelld fyrir Baug. Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin. Við eigum mikla hagsmuni í Baugi. Þegar maður á fyrirtæki er maður ekki að hugsa um að hagnast eitthvað persónulega á stundarviðskiptum. Ég hef alltaf kosið að horfa á heildarmyndina og það sem knýr mig áfram er að hlúa að fyrirtækinu og byggja það upp og fá arðinn síðar. Okkar félög eru vel rekin, eru byggð á traustum stoðum og skara fram úr hvert á sínu sviði. Þetta virðast þeir ekki skilja sem rannsökuðu málið. Þegar ég er að byggja upp fyrirtæki reyni ég ekki að svindla á því í leiðinni. Baugur er fjöregg Gaums og Baugur er andlit okkar. Félagið sem á Bónus. Mér finnst það ótrúlegt hvernig lögreglan horfir framhjá því að Baugur hefur haft ávinning af öllum þessum viðskiptum við Gaum. Það hlýtur þó að vera kjarni málsins. Átti alltaf inni hjá félaginu Jón segir óbilgirni gæta hjá efnahagsbrotadeildinni gagnvart færslum á viðskiptareikningi og vegna viðskiptalána. "Við erum búnir að svara þessu margoft. Það er ótrúlega ósmekklegt hvernig þetta er sett fram. Hvergi getið að allt hefur alltaf verið greitt til baka með reglulegum hætti. Ekki er einu sinni tekið tillit til þess að innri endurskoðendur Baugs hafa sýnt öll gögn um það. Á þá er ekkert hlustað. Það hafa engir peningar horfið frá Baugi í gegnum þessa reikninga: Félagið tapaði ekki einni krónu á þessu tímabili vegna viðskiptalána, hvað þá ríkti einhver leynd yfir þeim. Öll þess viðskipti stóðu lið fyrir lið í bókhaldi félagsins. Það er ekki á skjön við nein lög að veita viðskiptalán eða lána starfsmönnum eða félögum í þeirra eigu fyrir hlutabréfum. Svona viðskiptareikningar eru í fjölmörgum fyrirtækjum, meðal annars fyrirtækjum sem ég hef keypt, og hafa þeir þá verið gerðir upp í tengslum við kaupin. Mér skilst að svona viðskiptareikningar hafi aldrei áður orðið tilefni lögreglurannsóknar eða ákæru. Deloitte, endurskoðunarfyrirtækið sem vann með lögreglunni í rannsókn málsins, varð svo hissa á því að þetta gæti verið ákæruefni að það sendi bréf til sinna viðskiptavina og varaði við þessu atriði sérstaklega. Formið á viðskiptum mínum og Baugs var með sama hætti og tíðkast í öðrum fyrirtækjum. Reyndar var staðan milli mín og fyrirtækisins alltaf þannig að fyrirtækið skuldaði mér en ekki öfugt. Ég átti frá 108 þúsund og upp í 86 milljónir inni hjá félaginu. Við sýndum lögreglunni gögn um þetta. Það skiptir bara ekki máli. Það er ekki hlustað á það. Endurskoðendur úti um allan bæ árita reikninga með vitneskju um sömu hluti, og KPMG gaf út yfirlýsingu um að fyrirtækið teldi að endurskoðendur þeirra sem ákærðir eru hefðu verið að gera rétt." Hvað með viðskiptin við Jón Gerald Sullenberger og Nordica og meint tollsvik vegna bílainnflutnings á einkabílum?"Mér finnst með ólíkindum að mönnum detti í hug að ég hafi verið að reyna að svindla einhverja 500 þúsundkalla út úr tollinum. Í samhengi má benda á að ég er persónulega ár eftir ár einn stærsti skattgreiðandi hér á landi. Til dæmis greiddi ég á síðasta ári 99 milljónir í ríkissjóð, sem ég tel ekki eftir mér. Við erum stærsti innflytjandi landsins og höfum alltaf átt góð samskipti við tollinn og höfum alltaf staðið í skilum. Þessi ásökun er drullukaka sem þeir henda í okkur með von um að eitthvað tolli við okkur. Ef öll þessi samskipti við Jón Gerald eru svona glæpsamleg, af hverju er hann þá ekki ákærður í málinu? Hann hlýtur þá að hafa verið að falsa pappíra ef eitthvað er hæft í þessu. Af hverju hefðum við átt að hætta viðskiptum við fyrirtæki Jóns Geralds ef allt var svona gruggugt? Hefðum við þá ekki átt að halda þeim áfram í lengstu lög til að halda honum góðum ef hann hafði svona mikið á okkur? Það hefur verið sýnt fram á það að þessar greiðslur sem fóru til Nordica voru vegna vöruhússins og vinnu sem hann var að vinna fyrir okkur. Þessar greiðslur hættu samtímis og við hættum viðskiptum við Jón Gerald. Ef við hefðum viljað senda reikninga á Baug vegna þess að við hefðum notað bátinn The Viking í viðskiptalegum tilgangi fyrir Baug, þá hefðum við alveg getað gert það og fengið þann kostnað samþykktan athugasemdalaust. Á tímablinu 1999-2001 greiddi Gaumur 110 milljónir sem styrk til félagsins og hlutdeild í kostnaði mínum sem forstjóra. Félaginu bar engin skylda að gera það en við gerðum það samt. Á sama tíma eru menn að segja að við höfum verið að taka 40 milljónir út af einhverjum bát. Þetta stenst ekki skoðun." Ákæran líka á versta tíma Jón Ásgeir segir að félagið hefði ekki lifað af upphaf rannsóknarinnar nema vegna þess að sterkir aðilar stóðu að félaginu og stóðu með því. Gaumur, Reitan í Noregi og Kaupþing banki áttu saman meirihluta í félaginu frá skráningu til afskráningar. "Við sáum þann kost vænstan að afskrá félagið. Það var óvinnandi vegur að þurfa að tilkynna í Kauphöllina í hvert skiptið sem lögreglan bað um einhver gögn. Ég hitti Jón H. Snorrason í júní 2003 og kvartaði við hann að það væri óbærilegt fyrir mig og fjölskyldu mína að hafa þetta hangandi yfir mér og þá taldi hann að það væru ekki nema einhverjar vikur í að rannsókninni lyki. Það var hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem þessir menn sögðu okkur ekki satt í málinu." Jón segir upphaf rannsóknarinnar hafa komið á skelfilegum tíma fyrir fyrirtækið. "Það eru allt of margar tilviljanir í þessu máli til þess að þær fái staðist. Í mínum huga er alveg klárt að þessu er stjórnað. Í hvert skipti sem við vorum í fréttum vegna þess sem við vorum að fást við, þá bárust fréttir af rannsókninni. Fyrst þeir ætluðu ekki að þingfesta málið fyrr en 17. ágúst, af hverju lá þeim þá svona mikið á að birta ákæruna? Það hafði verið í fréttum að áreiðanleikakönnun vegna Somerfield var að ljúka. Þeir vissu vel um það." Ef þessu er stjórnað, hver stjórnar þá?"Andrúmið stjórnar dálítið. Það skapaðist 2001-2002 með gegndarlausum árásum þáverandi forsætisráðherra á fyrirtækið og hótunum hans um að brjóta upp félagið. Ráðherrann hótaði Hreini Loftssyni því að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Jón Steinar tekur að sér málið fyrir Jón Gerald. Jón Steinar hringir í ríkislögreglustjóra. Hversu augljóst getur þetta verið? Jón Steinar fær flýtimeðferð án þess að skoða gögn málsins eins og frægt er. Menn þekkja hvernig það er að kæra til efnahagsbrotadeildar. Það er ekki eins og þar sé venjulega brugðist hratt við. Í þetta skiptið fengu þeir húsleitarheimild án þess að kanna einu sinni hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar væri debet eða kredit. Næði Baugur Arcadia var ljóst að félagið yrði orðið langstærsta fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtæki sem hefði hagnast meira en allur íslenskur sjávarútvegur. Það er ljóst að mörgum stóð stuggur af því og einnig stóð mörgum stuggur af því að við vorum orðaðir við nýja útgáfu Fréttablaðsins. Jú, það var pólitík í þessu máli, það er klárt." Ráðamenn skapa andrúm Jón Ásgeir segir óvild Davíðs Oddssonar sennilega eiga margvíslegar rætur. "Þetta byrjaði í verðbólguumræðu og svo varð einhver núningur á milli hans og Hreins Loftssonar. Þetta vindur upp á sig og síðan erum við orðnir ótíndir glæpamenn í hans huga. Við fórum ekki eftir því sem okkur var sagt. Við héldum áfram að byggja upp félagið þótt menn væru farnir að spyrja hvort ekki væri komið nóg. Ég held þetta sé svona. Helstu ráðamenn landsins hafa staðfest hvað Davíð var að bera út um okkur á síðasta ári þegar fjölmiðlafrumvarpið var til umræðu. Þá gekk hann um bæinn og sagði við alla sem heyra vildu að við værum stærstu skattsvikarar Íslandssögunnar og svo framvegis. Ég hef fengið þetta staðfest frá tveimur ráðherrum í núverandi ríkisstjórn. Hvað stendur eftir af skattamáli Baugs? 131 milljón króna sem er ágreiningur um fyrir Yfirskattanefnd. Það skiptir máli hvað ráðamenn segja, þeir skapa andrúm. Í slíku andrúmi gerast þessir hlutir." Þú segir að menn hafi talið völd ykkar verða mikil með kaupum á Arcadia. Eru það völdin í krafti peninga sem drífa þig áfram?"Ég heyrði haft eftir einum háttsettum manni í Sjálfstæðisflokknum að meginmarkmið mitt væri að verða valdameiri en Davíð Oddsson. Það hefur aldrei verið í mínum huga og þeir sem þekkja mig myndu hlæja að slíkum hugmyndum. Menn hafa greinilega talið að þeim stæði ógn af Baugi. Baugur væri ekki réttu megin, Baugur væri að styðja Samfylkinguna, Ingibjörgu Sólrúnu, forsetann og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta hefur tekið á sig einkennilegustu myndir. Það sem drífur mig áfram er að ég hef ástríðu til að byggja upp góð fyrirtæki sem skara fram úr og skila árangri fyrir neytendur og hagnaði fyrir hluthafa. Peningar einir og sér drífa mig ekki áfram, hvað þá löngun í pólitík. Ég hef eytt síðustu sjö árum í þetta og ég held að það hafi tekist. Baugur hefur vakið gríðarlega eftirtekt erlendis. Um 80 prósent af erlendri umfjöllun um íslenskt viðskiptalíf hafa verið um þetta fyrirtæki." Fyrir fram skilgreindir sem glæpamenn "Það er alveg skelfilegt að sjá afleiðingarnar af svona hryðjuverki sem Ríkislögreglustjóri hefur unnið. Hvers á fyrirtækið að gjalda? Það bað ekki um þetta. Endurskoðendur okkar, lögfræðingar og innri endurskoðendur hafa lagt fram gögn og skýringar sem sýna að það er ekki neitt í þessu. Það er bara ekki hlustað á það. Það er mjög sérstakt en ég upplifi þetta eins og lögreglan bankaði upp á heima hjá mér og segi: "Það var brotist inn til þín." Þótt ég mótmæli og segi að allt sé í lagi þá segir lögreglan "víst" og ryðst svo inn og rústar heimilinu og segir síðan "sérðu ekki maður, heimilið er í rúst". Þetta er náttúrlega stórfurðulegt. Ég hef það á tilfinningunni að við höfum þegar í upphafi verið skilgreindir sem glæpamenn og svo hafi menn farið af stað að leita að glæpnum." Það er augljóst að þú treystir ekki rannsóknaraðilum málsins. Hvað með dómstólana?"Ég trúi því að dómstólarnir muni horfa á gögnin sem við leggjum fram sem lögreglan hefur haft að engu. Ef það verður gert þarf ég engu að kvíða." Hvaða áhrif hefur málið í Bretlandi, stærsta viðskiptalandi Baugs í dag?"Það er ótrúlega erfitt að útskýra þetta mál í Bretlandi. "Baugur er fórnarlambið," segja þeir "og þú ert forstjóri Baugs. Hvernig stendur á því að þú ert ennþá forstjóri? Af hverju er ekki búið að reka þig?" Ég bý við það að vera ákærður án þess að nokkur aðili tengdur fyrirtækinu hafi kært mig fyrir að stela neinu. Þeir skilja það ekki, hvað þá að sami maður stjórni rannsókn og ákæri. Markmið okkar er að halda sjó í Bretlandi næstu mánuði og halda áfram að byggja félögin upp sem eru okkar í dag." Það er ljóst að þetta mál hefur hvílt þungt á þér, en hver er upplifun þín af rannsókninni?"Það er furðulegt að hægt sé að ráðast inn á fólk án þess að nokkur haldi því fram að hafa orðið fyrir tjóni, og halda því í raun í varðhaldi í þrjú ár. Í þessi þrjú ár hefur linnulaust verið barið á okkur út af þessari rannsókn og um hana hefur verið fjallað svo til daglega í fjölmiðlum hér í Bretlandi eða á Norðurlöndum. Slíkt er gríðarlegt álag á fólk sem í þessu stendur og einhver mesta refsing sem nokkur maður getur fengið. Það gengur ekki að mannréttindi fólks séu fótum troðin með þessum hætti. Við erum líka manneskjur þó við eigum eitthvað af peningum og fjölmiðla." Jón Ásgeir segir fjölskylduna einnig hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr ýmsum áttum að undanförnu. "Ég vil þakka þann mikla stuðning sem mér og fjölskyldu minni hefur verið sýndur síðustu vikur."
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira