Ákærurnar flóknar og efnismiklar 13. ágúst 2005 00:01 Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira