Danir flengdu Englendinga 17. ágúst 2005 00:01 Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Danir tóku Englendinga í kennslustund í vináttuleik á Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöld en þetta var stærsta tap enska landsliðsins í 25 ár. „Ég er reiður og vonsvikinn yfir þessu tapi og ég sagði við strákana að ef þeir ætluðu sér að spila svona í framtíðinni, gætu þeir gleymt því að fara á heimsmeistaramótið," sagði Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í gær, eftir að liðið tapaði 4-1 fyrir Dönum í æfingaleik. Englendingar binda miklar vonir við landslið sitt á HM í Þýskalandi næsta sumar, en ef marka má frammistöðu liðsins í gærkvöld þarf Sven-Göran Eriksson að lesa hressilega yfir hausamótunum á sínum mönnum, sem voru teknir í bakaríið af Dönum á Parken í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill, en í þeim síðari gerði Eriksson nokkrar breytingar á liði sínu og setti m.a. David James í markið, sem gerði lítið annað en að sækja knöttinn í netið í hálfleiknum. Þeir Glenn Johnson og Jamie Carragher komu inn í stað Gary Neville og John Terry og það átti eftir að hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér, þar sem ekki stóð steinn yfir steini í vörn Englendinganna. Fyrsta mark leiksins kom á 62. mínútu og um sex mínútum síðar var staðan orðin 3-0 fyrir Dani sem léku á als oddi, meðan vörn Englendinganna var eins og gatasigti. Þeir Dennis Rommendahl, Jon Dahl Tomasson og Michael Gravgaard skoruðu mörk danska liðsins og gerðu út um leikinn, áður en Wayne Rooney minnkaði muninn eftir frábæra sendingu frá David Beckham skömmu fyrir leikslok, en þeir voru yfirburðamenn í liði Englands. Niðurlægingu gestanna var þó ekki lokið, því Sören Larsen bætti við fjórða marki Dana eftir varnarmistök í uppbótartímanum. „Mér þótti fyrri hálfleikurinn þokkalega góður, en sá síðari var vægast sagt skelfilegur," sagði Eriksson, sem ekki er vanur að viðra skoðanir sínar í viðtölum. „Það er eins og menn hafi haldið að þeir væru bara í fríi. Þeir gerðu ekkert rétt allan seinni hálfleikinn og ég er gríðarlega vonsvikinn," sagði Eriksson. „Það er alltaf hræðilegt að tapa leikjum á þennan hátt, en við megum samt ekki hengja haus yfir þessu, þetta var bara æfingaleikur eftir allt saman," sagði David Beckham, fyrirliði enska liðsins. Zinedine Zidane fagnaði endurkomu sinni í franska landsliðið með því að skora eitt mark í 3-0 sigri á Fílabeinsströndinni en afmælisbörnin, William Gallas og Thierry Henry, sem báðir urðu 28 ára í gær, skoruðu hin mörkin. Henrik Larsson átti einnig farsæla endurkomu inn í lið Svía sem unnu 2-1 sigur á Tékkum. Larsson kom Svíum yfir strax á 20. mínútu. Búlgarar sem eru með okkur í riðli eins og Svíar unnu 3-1 sigur á Tyrkjum þar sem góðkunningi íslenska liðsins, Dimitar Berbatov, skoraði tvö markanna. Möltubúar gerðu 1-1 jafntefli við Norður-Íra, Ungverjar töpuðu 1-2 fyrir Argentínu og þá gerðu næstu mótherjar okkar Íslendinga, Króatar, 1-1 jafntefli gegn heimsmeisturunum Brasilíumanna. Króatar komust yfir eftir hálftíma leik en Brassarnir jöfnuðu rétt fyrir hálfleik
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira