Breytir einhverju hvort greitt sé 22. ágúst 2005 00:01 Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson [email protected]
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun