Marel aftur á heimaslóðir? 25. ágúst 2005 00:01 Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi." Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik. Marel hefur átt við erfið meiðsl að stríða á hné í sjö mánuði en vonast nú til þess að meiðslatímabilið sé að baki. "Ég á við brjóskeyðingu í hné að stríða og það er erfitt fyrir mig að þola álagið sem fylgir því að vera atvinnumaður meðan þessi meiðsli lagast ekki. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir en ég er þó farinn að æfa meira núna en ég gerði og vonandi fæ ég tækifæri á því að reyna mig í leikjum á næstunni." Marel er ánægður með lífið í Belgíu, þó staðan mætti vera betri í fótboltanum, en Íslendingarnir hjá Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, halda mikið hópinn. "Við spilum reglulega golf, þar sem hörð keppni fer fram okkar á milli. Ég reyni nú alltaf að standa mig þar þó ég hafi ekki getað beitt mér eins mikið og ég vildi á fótboltavellinum." Eftir nokkur ár, þar sem hann hefur lítið getað beitt sér vegna meiðsla, getur hann vel hugsað sér að koma heim og byggja sig upp að nýju. "Það kemur alveg til greina að koma heim þegar samningnum mínum lýkur, en það er ekki fyrr en næsta vor þegar keppnistímabilinu lýkur. Auðvitað væri gaman að fara í Breiðablik en ég hef ekkert heyrt af áhuga félaga á Íslandi á mér, enda er ég samningsbundinn Lokeren og hef ekki mikið verið að velta þessum málum fyrir mér. En það er ánægjulegt að Breiðablik skuli vera komið í efstu deild og ef það er mikill metnaður hjá félaginu á næstu leiktíð kemur vel til greina að spila með því, alveg eins og hverju öðru metnaðarfullu félagi."
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira