Leiknir upp í 1. deild 25. ágúst 2005 00:01 Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti þegar 2 umferðir eru eftir. Vigfús Arnar Jósepsson og Helgi Jóhannsson skoruðu mörk Leiknismanna en Guðjón Baldvinsson jafnaði í 1-1 fyrir heimamenn. Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Helgi Jóhannsson, nýkominn inn á sem varamaður í liði Leiknis skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Þá fékk Leiknir sína fyrstu hornspyrnu í seinni hálfleik og upp úr henni barst boltinn til Helga inni í vítateig Stjörnunnar. Þetta var nánast í fyrsta skipti sem Leiknir komst yfir miðju í seinni hálfleik en Stjarnan sem lék undan sterkum vindi sótti án afláts allan seinni hálfleikinn. Heimamenn náðu þó ekki nema einu virkilega góðu færi í seinni hálfleik og það var um miðjan hálfleikinn þegar skot hafnaði rétt fram hjá stöng Leiknismarksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og náðu bæði lið að sýna ágætis tilburði þrátt fyrir sterkan vind. Á 19. mínútu áttu heimamenn dauðfæri þegar Valur Gunnarsson markvörður Leiknis náði að slá boltann yfir á síðustu stundu. Þremur mínútum síðar komst Leiknir yfir með marki Vigfúsar, lánsmanns frá KR. Vigfús vann boltann í teig heimamanna eftir misheppnaða hreinsun í vörninni og skoraði af stuttu færi. Mark var dæmt af Stjörnunni á 37. mínútu og þótti sá dómur Eyjólfs Kristinssonar afar umdeildur. Ekki er ljóst hvort hann dæmdi rangstöðu eða brot á Stjörnuna en varnarmaður Leiknis stóð fyrir innan marklínu þegar hann hreinsaði boltann í burtu áður en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Á 43. mínútu náðu heimamenn svo að jafna eftir talsverða pressu. Guðjón Baldvinsson skallaði þá boltann yfir Val í markinu í hornið fjær úr vítateignum eftir fyrirgjöf Björns Mássonar af vinstri kantinum. Njarðavík er í 3. sæti og getur aðeins fræðilega náð Leikni að stigum en myndi þannig í leiðinni aðeins gera Stjörnunni kleift að fá 3 stig í viðbót þar sem liðin eiga eftir að mætast. Leiknismenn eru þá alltaf öruggir með annað tveggja efstu sætanna í deildinni. Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti þegar 2 umferðir eru eftir. Vigfús Arnar Jósepsson og Helgi Jóhannsson skoruðu mörk Leiknismanna en Guðjón Baldvinsson jafnaði í 1-1 fyrir heimamenn. Stjarnan hafði mikla yfirburði í leiknum og það var þvert gegn gangi leiksins þegar Helgi Jóhannsson, nýkominn inn á sem varamaður í liði Leiknis skoraði sigurmarkið á 83. mínútu. Þá fékk Leiknir sína fyrstu hornspyrnu í seinni hálfleik og upp úr henni barst boltinn til Helga inni í vítateig Stjörnunnar. Þetta var nánast í fyrsta skipti sem Leiknir komst yfir miðju í seinni hálfleik en Stjarnan sem lék undan sterkum vindi sótti án afláts allan seinni hálfleikinn. Heimamenn náðu þó ekki nema einu virkilega góðu færi í seinni hálfleik og það var um miðjan hálfleikinn þegar skot hafnaði rétt fram hjá stöng Leiknismarksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og náðu bæði lið að sýna ágætis tilburði þrátt fyrir sterkan vind. Á 19. mínútu áttu heimamenn dauðfæri þegar Valur Gunnarsson markvörður Leiknis náði að slá boltann yfir á síðustu stundu. Þremur mínútum síðar komst Leiknir yfir með marki Vigfúsar, lánsmanns frá KR. Vigfús vann boltann í teig heimamanna eftir misheppnaða hreinsun í vörninni og skoraði af stuttu færi. Mark var dæmt af Stjörnunni á 37. mínútu og þótti sá dómur Eyjólfs Kristinssonar afar umdeildur. Ekki er ljóst hvort hann dæmdi rangstöðu eða brot á Stjörnuna en varnarmaður Leiknis stóð fyrir innan marklínu þegar hann hreinsaði boltann í burtu áður en dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Á 43. mínútu náðu heimamenn svo að jafna eftir talsverða pressu. Guðjón Baldvinsson skallaði þá boltann yfir Val í markinu í hornið fjær úr vítateignum eftir fyrirgjöf Björns Mássonar af vinstri kantinum. Njarðavík er í 3. sæti og getur aðeins fræðilega náð Leikni að stigum en myndi þannig í leiðinni aðeins gera Stjörnunni kleift að fá 3 stig í viðbót þar sem liðin eiga eftir að mætast. Leiknismenn eru þá alltaf öruggir með annað tveggja efstu sætanna í deildinni.
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira