Boris í góðum anda 27. ágúst 2005 00:01 Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði. Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði.
Íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira