Eiður sætti sig ekki við jafntefli 2. september 2005 00:01 Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning." Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði eru sammála um að króatíska liðið sem mætir því íslenska í dag í undankeppni HM sé það sterkasta sem hefur mætt á Laugardalsvöllinn í langan tíma. Ásgeir gengur jafnvel svo langt að segja Króata með sterkara lið en Svía, sem burstuðu Íslendinga hér heima í fyrra, 4-1. "Króatar unnu Svía á útivelli og eru efstir í riðlinum, svo að það segir allt um getu þeirra," segir Ásgeir en ítrekar að liðið sé ekki ósigrandi. "Við verðum að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum og það er það sem við erum að stíla inn á. Þeir munu líklega stjórna leiknum en við ætlum að reyna að loka svæðum og ekki gefa þeim neinn frið með boltann," segir Ásgeir. Eiður hefur ekki fengið tækifæri með Chelsea í síðustu leikjum en kveðst engu að síður í toppformi - og hungraður í að spila. "Mér finnst landsliðið hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum og við byggjum á því," segir Eiður, sem var ekki með í fyrri leiknum í Króatíu vegna meiðsla en þá tapaði Ísland 4-0. Hann þekkir engu að síður vel til króatíska liðsins. "Í liðinu er leikmenn sem ég hef mætt í Meistaradeildinni. Þetta eru gæðaleikmenn. Fyrri leikurinn tapaðist fyrst og fremst á föstum leikatriðum en þau eiga að vera í lagi núna. Þar að auki erum við líka með fína leikmenn svo að ég hef ekki áhyggjur," segir Eiður, sem ævinlega setur markið hátt og vill ekki meina að jafntefli yrðu viðunandi úrslit í kvöld. "Ég er aldrei sáttur með stig. Ég er vanur að setja markmiðin eins hátt og hægt er og þessi leikur er engin undantekning."
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Sjá meira