Svipað og í olíukreppunni 2. september 2005 00:01 Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Skattar nema tæpum 66 krónum af hverjum seldum bensínlítra í sjálfsafgreiðslu sem kostar 117. Álagningin er há en það er hún einnig í nágrannalöndum okkar. Hátt verð á bensíni hér hefur því einkum ráðist af fjarlægð við markaði, dreifbýli og fákeppni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skattar hér á landi séu ekki ólíkir því sem þekkist í Norður-Evrópu en benda megi á það að Íslendingar beri sig þá saman við þá sem séu með hæstu skatta á eldsneyti sem þekkist. Nágrannar Íslendinga í Skandinavíu hafi allt aðra möguleika varðandi almenningssamgöngur þannig að valkostirnir séu fleiri. Tæplega fjórtán þúsund undirskriftir söfnuðust í undirskriftasöfnum félagsins þar sem skorað er á fjármálaráðherra að lækka skatta á eldsneyti. Hann fékk listana afhenta í gær. Runólfur segir ráðherra hafa tekið við listunum en hafi engin vilyrði gefið um viðbrögð. Það valdi vonbrigðum. FÍB hafi fengið svar frá ráðuneytinu 18. desember þar sem öllum inngripum hafi verið hafnað en síðan hafi fellibylurinn Katrín riðið yfir þannig að ástandið sé allt öðruvísi nú en um miðjan ágúst. Það sé sjálfsögð krafa að kjörnir fulltrúar landsins taki við sér og það sé óþolandi að menn geti stungið höfðinu í sandinn og sagt að það sé ekkert hægt að gera. Flotaolía sem er ekki skattlögð hækkaði um eina og hálfa krónu á lítrann í gær og hefur að meðaltali hækkað um 46 prósent milli ára og tap útgerðarinnar vegna þessa er um fjórir milljarðar á ári. Flotaolían á heimsmarkaði hefur hins vegar hækkað um 88 prósent og útlitið því ískyggilegt. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að menn verði að vona að markaðurinn jafni sig aftur en verði þessi þróun áfram muni það íþyngja sjávarútveginum allverulega. Hann megi ekki við miklu sem stendur vegna þess að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið undanfarin misseri og staðan almennt að versna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Skattar nema tæpum 66 krónum af hverjum seldum bensínlítra í sjálfsafgreiðslu sem kostar 117. Álagningin er há en það er hún einnig í nágrannalöndum okkar. Hátt verð á bensíni hér hefur því einkum ráðist af fjarlægð við markaði, dreifbýli og fákeppni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skattar hér á landi séu ekki ólíkir því sem þekkist í Norður-Evrópu en benda megi á það að Íslendingar beri sig þá saman við þá sem séu með hæstu skatta á eldsneyti sem þekkist. Nágrannar Íslendinga í Skandinavíu hafi allt aðra möguleika varðandi almenningssamgöngur þannig að valkostirnir séu fleiri. Tæplega fjórtán þúsund undirskriftir söfnuðust í undirskriftasöfnum félagsins þar sem skorað er á fjármálaráðherra að lækka skatta á eldsneyti. Hann fékk listana afhenta í gær. Runólfur segir ráðherra hafa tekið við listunum en hafi engin vilyrði gefið um viðbrögð. Það valdi vonbrigðum. FÍB hafi fengið svar frá ráðuneytinu 18. desember þar sem öllum inngripum hafi verið hafnað en síðan hafi fellibylurinn Katrín riðið yfir þannig að ástandið sé allt öðruvísi nú en um miðjan ágúst. Það sé sjálfsögð krafa að kjörnir fulltrúar landsins taki við sér og það sé óþolandi að menn geti stungið höfðinu í sandinn og sagt að það sé ekkert hægt að gera. Flotaolía sem er ekki skattlögð hækkaði um eina og hálfa krónu á lítrann í gær og hefur að meðaltali hækkað um 46 prósent milli ára og tap útgerðarinnar vegna þessa er um fjórir milljarðar á ári. Flotaolían á heimsmarkaði hefur hins vegar hækkað um 88 prósent og útlitið því ískyggilegt. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að menn verði að vona að markaðurinn jafni sig aftur en verði þessi þróun áfram muni það íþyngja sjávarútveginum allverulega. Hann megi ekki við miklu sem stendur vegna þess að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið undanfarin misseri og staðan almennt að versna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira