Ófreskja í mannsmynd? 22. júlí 2005 00:00 Fyrir nokkrum árum kom út á íslensku bókin Villtir svanir eftir kínverska konu, Jung Chang, sem lýsti þar átakanlegri reynslu sinni af menningarbyltingunni svokölluðu í Kína á sjöunda áratug. Nú hefur Jung skrifað aðra bók ásamt eiginmanni sínum, Jon Halliday, ævisögu kommúnistaforingjans Maós Tse-Tungs, einræðisherra Kínaveldis 1949-1976. Þau voru áratug að skrifa bókina, könnuðu skjalasöfn víða, fóru um Kína þvert og endilangt og töluðu við alla, sem höfðu eitthvað að segja um Maó. Þessi ævisaga er ótrúleg lesning. Ef marka má hana, þá hefur Maó verið ófreskja í mannsmynd. Honum þótti ekki vænt um neinn (nema hugsanlega móður sína) og lagði líf allra í kringum sig í rústir. Hann hafði fjölda hjákvenna, sem hann smitaði af kynsjúkdómum, en eiginkonur hans og börn biluðust flest á geði. Hann þvoði sér aldrei og vildi ekki bursta í sér tennurnar, heldur lét þræla sína og frillur nudda sig með rökum handklæðum. Þegar flokksbróðir hans Chou En-Lai greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli, neitaði hann honum lengi vel um læknismeðferð. Hann lét handtaka og pynta til dauðs annan flokksbróður, sjálfan forseta Kína, Liu Shao-Chi. Maó hafði gaman af því að skoða myndir af pyndingum og aftökum andstæðinga sinna. Þau Jung og Halliday rekja, hvernig kommúnistar undir forystu Maós einbeittu sér á fjórða áratug að baráttunni við innlenda andstæðinga í stað þess að verjast japönskum innrásarher. Þau lýsa ógnarstjórn kommúnista í ýmsum héruðum Kína, áður en þeir tóku völd í öllu landinu. Þau halda því fram, að kommúnistar hafi ekki sigrað í borgarastríðinu kínverska fyrir eigin verðleika, heldur vegna aðstoðar Kremlverja og óraunsæis Bandaríkjamanna. Eftir valdatöku kommúnista 1949 hófst blóðbað í Kína. Þau Jung og Halliday giska á, að um þrjár milljónir manna hafi verið teknar af lífi fyrsta valdaár kommúnista. Nokkrum úr hinni gömlu yfirstétt var þyrmt, svo að þá mætti sýna erlendum gestum. Árið 1957 hélt Maó ræðu um, að hundrað blóm þyrftu að fá að spretta. Með því vildi hann lokka menntamenn, sem andsnúnir væru kommúnistastjórninni, til að segja hug sinn. Í kjölfarið sigldu ofsóknir gegn þeim, handtökur og aftökur. Árið 1958 hleypti Maó af stað "Stökkinu stóra", sem átti að gera Kínaveldi öflugasta iðnríki heims á örfáum árum. Afleiðingin varð stórfelld hungursneyð, sem 38 milljónir manna hafa sennilega fallið í. Á sama tíma flutti Maó út korn. Um ógnir menningarbyltingarinnar frá 1966 og fram að láti Maós 1976 þarf ekki að fjölyrða. Bók þeirra Jungs og Hallidays er 800 blaðsíður og barmafull af fróðleik. En hvernig gat þetta gerst? Og hvers vegna? Eitt svarið er augljóst. Þar sem er alræðisvald, er hætt við að það lendi í höndum þess, sem helst sækist eftir því, en hann er einmitt iðulega sá, sem síst ætti að fara með það. Annað svar liggur ekki eins í augum uppi. Það er, að sjálf hugmyndin á bak við kommúnismann krefst ógnarstjórnar. Þessi hugmynd er um að endurskipuleggja mannlífið. Til þess að gera það þarf að endurskapa mennina, svo að þeir falli að hinu nýja skipulagi. En menn hafa sjálfstæðan vilja og verða ekki endurskapaðir með góðu, svo að gera verður það með illu. Margt er nýtt í þessari bók. En hún hefði samt ekki átt að koma Íslendingum á óvart. Séra Jóhann Hannesson, trúboði í Kína, hafði skrifað merkilega greinaflokka í Morgunblaðið 1952 og 1953 um ógnarstjórn Maós. Ungur kommúnisti, Skúli Magnússon, sem stundaði nám í Kína 1957-1961, skýrði íslenskum samherjum sínum frá kúguninni og hungursneyðinni þar, meðal annarra Hannesi Sigfússyni og Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, sem fóru í boðsferð þangað haustið 1958, eins og Hannes segir frá í endurminningum sínum. Samt skrifuðu þeir Hannes og Ólafur Jóhann lofgreinar í Tímarit Máls og menningar 1960 um kommúnistastjórnina. Ekki þarf síðan að spyrja að því, hvað sannfærðir kommúnistar eins og Kristinn E. Andrésson og Magnús Kjartansson skrifuðu í ferðabókum frá Kína. Þeir voru ekki nytsamir sakleysingjar, heldur sammála Maó um að mannkynið væri leir sem þeim væri fengið í hendur til að móta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum árum kom út á íslensku bókin Villtir svanir eftir kínverska konu, Jung Chang, sem lýsti þar átakanlegri reynslu sinni af menningarbyltingunni svokölluðu í Kína á sjöunda áratug. Nú hefur Jung skrifað aðra bók ásamt eiginmanni sínum, Jon Halliday, ævisögu kommúnistaforingjans Maós Tse-Tungs, einræðisherra Kínaveldis 1949-1976. Þau voru áratug að skrifa bókina, könnuðu skjalasöfn víða, fóru um Kína þvert og endilangt og töluðu við alla, sem höfðu eitthvað að segja um Maó. Þessi ævisaga er ótrúleg lesning. Ef marka má hana, þá hefur Maó verið ófreskja í mannsmynd. Honum þótti ekki vænt um neinn (nema hugsanlega móður sína) og lagði líf allra í kringum sig í rústir. Hann hafði fjölda hjákvenna, sem hann smitaði af kynsjúkdómum, en eiginkonur hans og börn biluðust flest á geði. Hann þvoði sér aldrei og vildi ekki bursta í sér tennurnar, heldur lét þræla sína og frillur nudda sig með rökum handklæðum. Þegar flokksbróðir hans Chou En-Lai greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli, neitaði hann honum lengi vel um læknismeðferð. Hann lét handtaka og pynta til dauðs annan flokksbróður, sjálfan forseta Kína, Liu Shao-Chi. Maó hafði gaman af því að skoða myndir af pyndingum og aftökum andstæðinga sinna. Þau Jung og Halliday rekja, hvernig kommúnistar undir forystu Maós einbeittu sér á fjórða áratug að baráttunni við innlenda andstæðinga í stað þess að verjast japönskum innrásarher. Þau lýsa ógnarstjórn kommúnista í ýmsum héruðum Kína, áður en þeir tóku völd í öllu landinu. Þau halda því fram, að kommúnistar hafi ekki sigrað í borgarastríðinu kínverska fyrir eigin verðleika, heldur vegna aðstoðar Kremlverja og óraunsæis Bandaríkjamanna. Eftir valdatöku kommúnista 1949 hófst blóðbað í Kína. Þau Jung og Halliday giska á, að um þrjár milljónir manna hafi verið teknar af lífi fyrsta valdaár kommúnista. Nokkrum úr hinni gömlu yfirstétt var þyrmt, svo að þá mætti sýna erlendum gestum. Árið 1957 hélt Maó ræðu um, að hundrað blóm þyrftu að fá að spretta. Með því vildi hann lokka menntamenn, sem andsnúnir væru kommúnistastjórninni, til að segja hug sinn. Í kjölfarið sigldu ofsóknir gegn þeim, handtökur og aftökur. Árið 1958 hleypti Maó af stað "Stökkinu stóra", sem átti að gera Kínaveldi öflugasta iðnríki heims á örfáum árum. Afleiðingin varð stórfelld hungursneyð, sem 38 milljónir manna hafa sennilega fallið í. Á sama tíma flutti Maó út korn. Um ógnir menningarbyltingarinnar frá 1966 og fram að láti Maós 1976 þarf ekki að fjölyrða. Bók þeirra Jungs og Hallidays er 800 blaðsíður og barmafull af fróðleik. En hvernig gat þetta gerst? Og hvers vegna? Eitt svarið er augljóst. Þar sem er alræðisvald, er hætt við að það lendi í höndum þess, sem helst sækist eftir því, en hann er einmitt iðulega sá, sem síst ætti að fara með það. Annað svar liggur ekki eins í augum uppi. Það er, að sjálf hugmyndin á bak við kommúnismann krefst ógnarstjórnar. Þessi hugmynd er um að endurskipuleggja mannlífið. Til þess að gera það þarf að endurskapa mennina, svo að þeir falli að hinu nýja skipulagi. En menn hafa sjálfstæðan vilja og verða ekki endurskapaðir með góðu, svo að gera verður það með illu. Margt er nýtt í þessari bók. En hún hefði samt ekki átt að koma Íslendingum á óvart. Séra Jóhann Hannesson, trúboði í Kína, hafði skrifað merkilega greinaflokka í Morgunblaðið 1952 og 1953 um ógnarstjórn Maós. Ungur kommúnisti, Skúli Magnússon, sem stundaði nám í Kína 1957-1961, skýrði íslenskum samherjum sínum frá kúguninni og hungursneyðinni þar, meðal annarra Hannesi Sigfússyni og Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, sem fóru í boðsferð þangað haustið 1958, eins og Hannes segir frá í endurminningum sínum. Samt skrifuðu þeir Hannes og Ólafur Jóhann lofgreinar í Tímarit Máls og menningar 1960 um kommúnistastjórnina. Ekki þarf síðan að spyrja að því, hvað sannfærðir kommúnistar eins og Kristinn E. Andrésson og Magnús Kjartansson skrifuðu í ferðabókum frá Kína. Þeir voru ekki nytsamir sakleysingjar, heldur sammála Maó um að mannkynið væri leir sem þeim væri fengið í hendur til að móta.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun