Dreifi gulli rétt fyrir kosningar 7. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin sé að dreifa gullinu rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar, með ákvörðun sinni um hvernig söluandvirði Símans skuli varið. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður 32 milljörðum króna af þeim 67 milljörðum sem fengust fyrir Símann varið til að greiða strax niður erlendar skuldir. Afgangurinn verður lagður inn á reikning til ársins 2007 þegar fyrirhugað er að hefja ýmsar framkvæmdir, en 43 milljarðar fara meðal annars í að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús og vegagerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar komi sér ekki á óvart. Staðan í efnahagslífinu sé þannig að skynsamlegt sé að bíða með að setja fjármuni í hagkerfið til ársins 2007, þegar fyrir liggi að niðursveifla verði og ríkissjóður verði ekki eins vel staddur og nú. Ingibjörg Sólrún segir að hún telji hins vegar ansi vel í lagt hjá ríkisstjórninn að ráðstafa 43 milljörðum inn á næsta og þarnæsta kjördæmabil en frekar hefði átt að bíða aðeins átekta með það. Menn ættu að ávaxta sitt pund núna og gefa þessu aðeins ráðrúm. Spurð hvers vegna hún telji það segir Ingibjörg Sólrún að menn eigi ekki að vera ráðstafa svona miklum fjármunum fram í tímann. Þetta séu engir smáaurar. Hún hefði talið að menn ættu að ávaxta féð og greiða niður skuldir. Það sé hægt að hugsa sér að fara svipaða leið og Norðmenn hafi farið með sinn olíusjóð og bjóða ávöxtunina út til erlendra fjármálastofnana og taka síðan gjaldeyri inn í landið þegar krónan fari að lækka. Hún telji að verið sé að dreifa gullinu rétt fyrir kosningar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ríkisstjórnin sé að dreifa gullinu rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar, með ákvörðun sinni um hvernig söluandvirði Símans skuli varið. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar verður 32 milljörðum króna af þeim 67 milljörðum sem fengust fyrir Símann varið til að greiða strax niður erlendar skuldir. Afgangurinn verður lagður inn á reikning til ársins 2007 þegar fyrirhugað er að hefja ýmsar framkvæmdir, en 43 milljarðar fara meðal annars í að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús og vegagerð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar komi sér ekki á óvart. Staðan í efnahagslífinu sé þannig að skynsamlegt sé að bíða með að setja fjármuni í hagkerfið til ársins 2007, þegar fyrir liggi að niðursveifla verði og ríkissjóður verði ekki eins vel staddur og nú. Ingibjörg Sólrún segir að hún telji hins vegar ansi vel í lagt hjá ríkisstjórninn að ráðstafa 43 milljörðum inn á næsta og þarnæsta kjördæmabil en frekar hefði átt að bíða aðeins átekta með það. Menn ættu að ávaxta sitt pund núna og gefa þessu aðeins ráðrúm. Spurð hvers vegna hún telji það segir Ingibjörg Sólrún að menn eigi ekki að vera ráðstafa svona miklum fjármunum fram í tímann. Þetta séu engir smáaurar. Hún hefði talið að menn ættu að ávaxta féð og greiða niður skuldir. Það sé hægt að hugsa sér að fara svipaða leið og Norðmenn hafi farið með sinn olíusjóð og bjóða ávöxtunina út til erlendra fjármálastofnana og taka síðan gjaldeyri inn í landið þegar krónan fari að lækka. Hún telji að verið sé að dreifa gullinu rétt fyrir kosningar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira