Baugsákærur standi allar 13. september 2005 00:01 Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson. Baugsmálið Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira