Samgöngumiðstöð Íslands? 20. september 2005 00:01 oksins eru farin að heyrast fleiri sjónarmið varðandi staðsetningu miðstöðvar innanlandsflugs. Loksins eru farnar að heyrast raddir sem telja miðstöðina best komna í höfuðborg landsins. Nú má vel vera að einhverjir hafi heyrt slíkar raddir þótt þær hafi farið fram hjá mér. Hinar hafa í það minnsta verið háværari, þessar sem hafa talið það eitt brýnasta hagsmunamál höfuðborgarinnar að losna við flugvöllinn. Eðlilega hafa slíkar raddir bent á Keflavíkurflugvöll. Þegar allt kemur til alls eru þó ekki nema rétt um 40 kílómetrar milli Reykjavíkur og Keflavíkur og á Miðnesheiði er nú þegar stór og ágætlega búinn flugvöllur sem tekur við fjölda flugvéla og þar með farþega á degi hverjum. En hvað segja hinir? Hvað segja þeir íbúar landsbyggðarinnar sem treysta á innanlandsflug í samskiptum sínum við höfuðborg sína? Hvað segja sveitarstjórnarmenn sem eiga iðulega brýnt erindi við stjórn landsins í höfuðborginni? Hvað segja foreldrar langveikra barna sem þurfa að sækja læknisþjónustu til höfuðborgarinnar, jafnvel mánaðarlega eða oftar? Hvað segja námsmenn sem afla sér tekna í sínu heimasveitarfélagi og velta svo þeim fjármunum inn í hagkerfi höfuðborgarinnar yfir vetrarmánuðina? Er allt þetta fólk tilbúið að tvöfalda eða jafnvel þrefalda ferðatímann? Því sú yrði nefnilega raunin. Landsbyggðarfólk þekkir það vel að lenda á Keflavíkurflugvelli ef flugvöllurinn í Reykjavík lokast vegna veðurs. Íbúar á Ísafirði mæta á Ísafjarðarflugvöll hálftíma fyrir brottför. Flugið til Reykjavíkur tekur 40 mínútur. Þeir sem eru með farangur mega búast við að það taki u.þ.b. 15-20 mínútur að komast út af flugstöðinni og þá eru menn staddir í miðbæ höfuðborgarinnar. Það er t.d. auðvelt að taka strætó til allra átta, háskólanemar sem búa á stúdentagörðum ganga auðveldlega þarna á milli. Þeir sem eru aðeins með handfarangur eru u.þ.b. 5 mínútur að komast út úr flugvélinni og þaðan út á bílastæði flugstöðvarinnar. Heildarferðatíminn milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er því á bilinu 70–90 mínútur. Einn afleitan veðurdag í fyrravetur lokaðist Reykjavíkurflugvöllur og Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík. Ferðatíminn varð 3 klukkustundir. Þetta snýst nefnilega ekki bara um þessa 40 km eftir Reykjanesbrautinni heldur bætist við lengri flugbraut og mun stærri flugstöð sem talsvert lengri tíma tekur að komast í gegnum. Þessu þyrfti t.d. að breyta samhliða flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, ef af ætti að verða. Þá er ótalinn aukinn ferðakostnaður sem gæti t.d. munað námsfólk umtalsverðu. Það kostar 2.300 krónur að taka flugvallarrútuna fram og til baka. Flugmiðar fást á 12–15 þúsund (þótt oft þurfi að kaupa þá dýrara verði). Kostnaðarauki er því nær 20% og er þá ekki reiknað með leigubílnum, sem kostar 5–6 þúsund krónur. Fólk sem leyfir sér að taka leigubíl milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í tengslum við innanlandsflug er því að tvöfalda ferðakostnað. Auðvitað kostar sitt að flytja 1.000 manns milli Reykjavíkur og Keflavíkur daglega, hvað sem hver segir, en það er u.þ.b. fjöldinn sem fer um Reykjavíkurflugvöll daglega. Bróðurpartur þess hóps á erindi til og frá Reykjavík vegna þess að hún er höfuðborgin okkar, þar hefur verið komið fyrir miðstöð þjónustu og þar búa flestir Íslendingar. Og gamla tuggan um að farþegar í innanlandsflugi séu hvort sem er bara dreifbýlisfólk á leið til útlanda heyrist vonandi ekki oftar. Slík fullyrðing er út í hött. Nei, skipulagsvandi höfuðborgar Íslands snýst um eitthvað allt annað en flugvöllinn. Höfuðborgin er í kreppu og má síst af öllu við að missa flugþjónustu í annað sveitarfélag, flugþjónustu með tilheyrandi atvinnu, þjónustu og viðskiptum. Það er hinsvegar eftir talsverðu að slægjast fyrir Reykjanesbæ og á því hafa menn áttað sig þar á bæ. Það er yfir höfuð býsna eftirsóknarvert fyrir sveitarfélag að hýsa innanlandsflugið fyrir margra hluta sakir og talsverðir viðskiptahagsmunir í húfi. Höfuðborgin okkar er hinsvegar í vanda. Hún á m.a. við þann vanda að etja að eiga í harðri samkeppni um fólk og fyrirtæki við nágrannasveitarfélögin. Og þar hallar verulega á höfuðborgina. Staðsetning flugvallarins á ekki sök þar á nema síður sé. Um árabil hafa stjórnendur höfuðborgarinnar snúist í hringi án finnanlegrar heildarsýnar. Það verður trauðla hengt á einn stjórnmálaflokk öðrum fremur. Skammtímalausnir eru auðvitað engar lausnir en til þeirra hefur verið gripið ítrekað. En höfuðborgin er ekki bara heimasveitarfélag höfuðborgarbúa. Hún er höfuðborg Íslendinga og hefur notið þess mjög þótt ekki hafi tekist að vinna úr þeim tækifærum sem skyldi. Hún hefur líka ákveðnum skyldum að gegna sem slík og hefur ekki sinnt þeim sem skyldi. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
oksins eru farin að heyrast fleiri sjónarmið varðandi staðsetningu miðstöðvar innanlandsflugs. Loksins eru farnar að heyrast raddir sem telja miðstöðina best komna í höfuðborg landsins. Nú má vel vera að einhverjir hafi heyrt slíkar raddir þótt þær hafi farið fram hjá mér. Hinar hafa í það minnsta verið háværari, þessar sem hafa talið það eitt brýnasta hagsmunamál höfuðborgarinnar að losna við flugvöllinn. Eðlilega hafa slíkar raddir bent á Keflavíkurflugvöll. Þegar allt kemur til alls eru þó ekki nema rétt um 40 kílómetrar milli Reykjavíkur og Keflavíkur og á Miðnesheiði er nú þegar stór og ágætlega búinn flugvöllur sem tekur við fjölda flugvéla og þar með farþega á degi hverjum. En hvað segja hinir? Hvað segja þeir íbúar landsbyggðarinnar sem treysta á innanlandsflug í samskiptum sínum við höfuðborg sína? Hvað segja sveitarstjórnarmenn sem eiga iðulega brýnt erindi við stjórn landsins í höfuðborginni? Hvað segja foreldrar langveikra barna sem þurfa að sækja læknisþjónustu til höfuðborgarinnar, jafnvel mánaðarlega eða oftar? Hvað segja námsmenn sem afla sér tekna í sínu heimasveitarfélagi og velta svo þeim fjármunum inn í hagkerfi höfuðborgarinnar yfir vetrarmánuðina? Er allt þetta fólk tilbúið að tvöfalda eða jafnvel þrefalda ferðatímann? Því sú yrði nefnilega raunin. Landsbyggðarfólk þekkir það vel að lenda á Keflavíkurflugvelli ef flugvöllurinn í Reykjavík lokast vegna veðurs. Íbúar á Ísafirði mæta á Ísafjarðarflugvöll hálftíma fyrir brottför. Flugið til Reykjavíkur tekur 40 mínútur. Þeir sem eru með farangur mega búast við að það taki u.þ.b. 15-20 mínútur að komast út af flugstöðinni og þá eru menn staddir í miðbæ höfuðborgarinnar. Það er t.d. auðvelt að taka strætó til allra átta, háskólanemar sem búa á stúdentagörðum ganga auðveldlega þarna á milli. Þeir sem eru aðeins með handfarangur eru u.þ.b. 5 mínútur að komast út úr flugvélinni og þaðan út á bílastæði flugstöðvarinnar. Heildarferðatíminn milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er því á bilinu 70–90 mínútur. Einn afleitan veðurdag í fyrravetur lokaðist Reykjavíkurflugvöllur og Ísafjarðarvélin lenti í Keflavík. Ferðatíminn varð 3 klukkustundir. Þetta snýst nefnilega ekki bara um þessa 40 km eftir Reykjanesbrautinni heldur bætist við lengri flugbraut og mun stærri flugstöð sem talsvert lengri tíma tekur að komast í gegnum. Þessu þyrfti t.d. að breyta samhliða flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, ef af ætti að verða. Þá er ótalinn aukinn ferðakostnaður sem gæti t.d. munað námsfólk umtalsverðu. Það kostar 2.300 krónur að taka flugvallarrútuna fram og til baka. Flugmiðar fást á 12–15 þúsund (þótt oft þurfi að kaupa þá dýrara verði). Kostnaðarauki er því nær 20% og er þá ekki reiknað með leigubílnum, sem kostar 5–6 þúsund krónur. Fólk sem leyfir sér að taka leigubíl milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í tengslum við innanlandsflug er því að tvöfalda ferðakostnað. Auðvitað kostar sitt að flytja 1.000 manns milli Reykjavíkur og Keflavíkur daglega, hvað sem hver segir, en það er u.þ.b. fjöldinn sem fer um Reykjavíkurflugvöll daglega. Bróðurpartur þess hóps á erindi til og frá Reykjavík vegna þess að hún er höfuðborgin okkar, þar hefur verið komið fyrir miðstöð þjónustu og þar búa flestir Íslendingar. Og gamla tuggan um að farþegar í innanlandsflugi séu hvort sem er bara dreifbýlisfólk á leið til útlanda heyrist vonandi ekki oftar. Slík fullyrðing er út í hött. Nei, skipulagsvandi höfuðborgar Íslands snýst um eitthvað allt annað en flugvöllinn. Höfuðborgin er í kreppu og má síst af öllu við að missa flugþjónustu í annað sveitarfélag, flugþjónustu með tilheyrandi atvinnu, þjónustu og viðskiptum. Það er hinsvegar eftir talsverðu að slægjast fyrir Reykjanesbæ og á því hafa menn áttað sig þar á bæ. Það er yfir höfuð býsna eftirsóknarvert fyrir sveitarfélag að hýsa innanlandsflugið fyrir margra hluta sakir og talsverðir viðskiptahagsmunir í húfi. Höfuðborgin okkar er hinsvegar í vanda. Hún á m.a. við þann vanda að etja að eiga í harðri samkeppni um fólk og fyrirtæki við nágrannasveitarfélögin. Og þar hallar verulega á höfuðborgina. Staðsetning flugvallarins á ekki sök þar á nema síður sé. Um árabil hafa stjórnendur höfuðborgarinnar snúist í hringi án finnanlegrar heildarsýnar. Það verður trauðla hengt á einn stjórnmálaflokk öðrum fremur. Skammtímalausnir eru auðvitað engar lausnir en til þeirra hefur verið gripið ítrekað. En höfuðborgin er ekki bara heimasveitarfélag höfuðborgarbúa. Hún er höfuðborg Íslendinga og hefur notið þess mjög þótt ekki hafi tekist að vinna úr þeim tækifærum sem skyldi. Hún hefur líka ákveðnum skyldum að gegna sem slík og hefur ekki sinnt þeim sem skyldi. Því miður.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun