Sendu Baugsgögn til skattsins 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira